ESO birtir nýja mynd af Abell 33
Sævar Helgi Bragason
08. apr. 2014
Fréttir
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile tóku þessa fallegu mynd af hringþokunni PN A66 33 — oftast kölluð Abell 33.
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile tóku þessa fallegu mynd af hringþokunni PN A66 33 — oftast kölluð Abell 33. Þessa fagurbláa kúlulaga þoka varð til þegar öldruð stjarna varpaði ytri lögum sínum frá sér. Fyrir tilviljun er hún í sömu sjónlínu og stjarna í forgrunni og minnir því um margt á demantshring. Þessi stjarnfræðilegi gimsteinn er óvenju samhverfur og er því sem næst kúlulaga á himninum.
Flestar stjörnur sem eru álíka efnismiklar og sólin okkar, enda ævina sem hvítir dvergar — litlir, mjög þéttir og heitir hnettir sem kólna hægt og sígandi yfir milljarða ára. Áður en stjörnurnar komast á þetta lokastig í ævi sinni, varpa þær ysti efnislögum sínum út í geiminn og mynda hringþoku, litrík, glóandi gasský sem umlykja litlu, björtu stjörnuleifarnar.
Myndin var tekin með Very Large Telescope (VLT) ESO og sýnir hún óvenju hringlaga hringþoku, Abell 33, sem er í um 1.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Þessi fyrirbæri eru sjaldnast fullkomlega hringlaga — oftast er eitthvað sem gerir þær ósamhverfar og óreglulegar í laginu [1].
Bjarta stjarnan við jaðar þokunnar er fremur falleg tálsýn. Fyrir tilviljun er stjarnan, sem heitir HD 83535, um það bil hálfa vegu milli Jarðar og Abell 33, hárrétt staðsett til að gera fyrirbæri enn fegurra. Saman mynda HD 83535 og Abell 33 glitrandi demantshring.
Leifar stjörnunnar sem myndaði Abell 33 er á góðri leið með að verða að hvítum dverg, en hún sést nokkurn veginn fyrir miðju þokunnar sem lítill hvítur blettur. Hún skín enn skært — skærar en sólin okkar — og geislar frá sér nægilega miklu útfjólubláu ljós til þess að þokan öll glóir [2].
Abell 33 er eitt 86 fyrirbæra í skrá bandaríska stjörnufræðingsins George Abell yfir hringþokur frá árinu 1966. Abell skannaði líka himinninn í leit að vetrarbrautaþyrpingum og tók saman í eina skrá meira en 4000 slíkar á bæði norður- og suðurhveli himins.
Myndin var sett saman úr gögnum sem aflað var með FOcal Reducer and low dispersion Spectrograph (FORS) mælitækinu á VLT og er hluti af Cosmic Gems verkefni ESO [3].
Skýringar
[1] Til dæmis snúningur stjörnunnar eða ef stjarnan í miðjunni er tvístirna- eða fjölstirnakerfi.
[2] Myndin er mjög skörp en þrátt fyrir það virðist stjarnan í miðjunni tvöföld. Hvort ástæðan sé í raun sú að stjarnan er tvöföld eða aðeins önnur í sömu sjónlínu er ekki vitað.
[3] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1412.
ESO birtir nýja mynd af Abell 33
Sævar Helgi Bragason 08. apr. 2014 Fréttir
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile tóku þessa fallegu mynd af hringþokunni PN A66 33 — oftast kölluð Abell 33.
Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope ESO í Chile tóku þessa fallegu mynd af hringþokunni PN A66 33 — oftast kölluð Abell 33. Þessa fagurbláa kúlulaga þoka varð til þegar öldruð stjarna varpaði ytri lögum sínum frá sér. Fyrir tilviljun er hún í sömu sjónlínu og stjarna í forgrunni og minnir því um margt á demantshring. Þessi stjarnfræðilegi gimsteinn er óvenju samhverfur og er því sem næst kúlulaga á himninum.
Flestar stjörnur sem eru álíka efnismiklar og sólin okkar, enda ævina sem hvítir dvergar — litlir, mjög þéttir og heitir hnettir sem kólna hægt og sígandi yfir milljarða ára. Áður en stjörnurnar komast á þetta lokastig í ævi sinni, varpa þær ysti efnislögum sínum út í geiminn og mynda hringþoku, litrík, glóandi gasský sem umlykja litlu, björtu stjörnuleifarnar.
Myndin var tekin með Very Large Telescope (VLT) ESO og sýnir hún óvenju hringlaga hringþoku, Abell 33, sem er í um 1.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Þessi fyrirbæri eru sjaldnast fullkomlega hringlaga — oftast er eitthvað sem gerir þær ósamhverfar og óreglulegar í laginu [1].
Bjarta stjarnan við jaðar þokunnar er fremur falleg tálsýn. Fyrir tilviljun er stjarnan, sem heitir HD 83535, um það bil hálfa vegu milli Jarðar og Abell 33, hárrétt staðsett til að gera fyrirbæri enn fegurra. Saman mynda HD 83535 og Abell 33 glitrandi demantshring.
Leifar stjörnunnar sem myndaði Abell 33 er á góðri leið með að verða að hvítum dverg, en hún sést nokkurn veginn fyrir miðju þokunnar sem lítill hvítur blettur. Hún skín enn skært — skærar en sólin okkar — og geislar frá sér nægilega miklu útfjólubláu ljós til þess að þokan öll glóir [2].
Abell 33 er eitt 86 fyrirbæra í skrá bandaríska stjörnufræðingsins George Abell yfir hringþokur frá árinu 1966. Abell skannaði líka himinninn í leit að vetrarbrautaþyrpingum og tók saman í eina skrá meira en 4000 slíkar á bæði norður- og suðurhveli himins.
Myndin var sett saman úr gögnum sem aflað var með FOcal Reducer and low dispersion Spectrograph (FORS) mælitækinu á VLT og er hluti af Cosmic Gems verkefni ESO [3].
Skýringar
[1] Til dæmis snúningur stjörnunnar eða ef stjarnan í miðjunni er tvístirna- eða fjölstirnakerfi.
[2] Myndin er mjög skörp en þrátt fyrir það virðist stjarnan í miðjunni tvöföld. Hvort ástæðan sé í raun sú að stjarnan er tvöföld eða aðeins önnur í sömu sjónlínu er ekki vitað.
[3] Þessi mynd kemur úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1412.