Universe in a Box: Færðu börnum alheim í kassa

UNAWE hefur söfnun til að senda kennslubúnað í stjörnufræði um allan heim

Sævar Helgi Bragason 09. maí 2014 Fréttir

Universe Awareness, fræðsluverkefni á vegum Leiden háskóla í Hollandi, hefur hleypt af stokkum Kickstarter herferð sem gengur út á að safna fé til að koma kennslubúnaði, Universe in a Box, í skóla víða um heim

  • Universe in a Box

Universe Awareness, fræðsluverkefni á vegum Leiden háskóla í Hollandi, hefur hleypt af stokkunum Kickstarter herferð sem gengur út á að safna fé til að koma kennslubúnaði, Universe in a Box, í skóla víða um heim, sér í lagi til samfélaga sem eiga undir högg að sækja. Verkefninu var hleypt af stað í þessari viku á 13. alþjóðlegu ráðstefnunni um miðlun vísinda- og tækni til almennings (PCST 2014) sem fram fer í Brasilíu.

Universe in a Box er kennslubúnaður sem sérstaklega hannaður til að hjálpa kennurum og fræðslufólki við að kenna og miðla stjarn- og geimvísindum til 4-10 ára barna um allan heim. Universe in a Box var þróað til að mæta þörfum skóla fyrir hagnýt, gagnvirk og skemmtileg kennslutæki í stjarnvísindum og koma þeim inn í kennslustofuna.

„Hugmyndin að baki Universe Awareness er að nýta fegurð og mikilfengleika alheimsins til að efla áhuga barna á vísindum og tækni og fá þau til að skynja stöðu sína sem jarðarbúar frá unga aldri. Með Universe in a Box hafa eru þessar hugmyndir orðnar efnislegar,“ útskýrir Pedro Russo, verkefnisstjóri Universe Awareness.

Universe in a Box inniheldur meira en 40 hagnýt verkefni og efniviðinn og líkönin sem þarf til að kennarar og fræðslufólk geti leyst þau af hendi. Fjármagnið sem safnast í herferðinni verður notað til að dreifa kennslubúnaðinum, Universe in a Box, til samfélaga sem eiga undir högg að sækja víða um heim og þjálfa kennara til að nota þau. Kickstarter herferðin stendur yfir frá 9. maí til 10. júní og er markmiðið að safna 15.000 Evrum.

Frekari upplýsingar um herferðina og hvernig þú getur lagt þitt af mörkum má finna á Universe in a Box Kickstarter Campaign síðunni:

https://www.kickstarter.com/projects/unawe/universe-in-a-box

Um UNAWE

Universe Awareness for Young Children er alþjóðlegt mennta- og fræðsluverkefni sem nýtur meðal annars stuðnings Alþjóðasambands stjarnfræðinga, UNESCO og 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins um vísindi og menntun. Tilgangur EU UNAWE er að vekja áhuga yngstu kynslóðarinnar (4-12 ára) á vísindum og tækni á skapandi hátt. EU UNAWE er stýrt frá Leiden háskóla í Hollandi, einum elsta og virtasta háskóla Evrópu.