Rosetta komin á áfangastað
Sævar Helgi Bragason
06. ágú. 2014
Fréttir
Evrópska geimfarið Rosetta er komið á braut um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimneko eftir rúmlega tíu ára ferðalag.
Evrópska geimfarið Rosetta er komið á braut um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimneko eftir að hafa lagt af baki um 6,4 milljarða km á rúmlega tíu ára ferðalagi. Um klukkan 09:30 í morgun að íslenskum tíma bárust merki frá geimfarinu til stjórnstöðvarinnar í Darmstadt í Þýskalandi sem staðfestu það. Næsta rúma árið mun geimfarið flögra í kringum halastjörnuna, kortleggja hana og rannsaka en í nóvember mun lítill kanni, Philae, lenda á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar fer á braut um halastjörnuna.
|
Þessi hreyfimynd samanstendur af 101 ljósmynd sem NAVCAM myndavélin í Rosetta geimfarinu tók í ágúst 2014 á leiðinni til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Fyrsta myndin var tekin 1. ágúst úr 832 km fjarlægð en seinasta myndin 6. ágúst úr 110 km fjarlægð. Mynd: ESA/Rosetta/NAVCAM
|
Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko og Rosetta eru nú í um 405 milljón km fjarlægð frá Jörðinni, um hálfa leið milli brauta Mars og Júpíters, á ferð í átt að innra sólkerfinu á nærri 55.000 km hraða á klukkustund. Umferðartími halastjörnunnar um sólu er um sex og hálft ár.
|
Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko er hugsanlega úr tveimur kjörnum sem hafa límst saman, svo úr fjarlægð minnir hún á gúmmíönd. Hér sést hvernig „höfuð“ halastjörnunnar varpar skugga á „hálsinn“ og „líkamann“ hægra megin. Myndin var tekin úr 120 km hæð með OSIRIS myndavél Rosetta. Minnstu smáatriði eru 2,2 metrar á breidd. Mynd: ESA /Rosetta / MPS for OSIRIS-Team MPS / UPD / LAM / IAA / SSO / INTA / UPM / DASP / IDA
|
Rosetta er nú á sérkennilegri þríhyrningslaga braut um halastjörnuna í um 100 km hæð yfir yfirborði hennar. Næstu sex vikur verður brautinni hnikað til, þannig að geimfarið færist nær halastjörnunni og verður þá næst henni í um 50 km hæð. Að lokum fer Rosetta niður í 30 km hæð yfir halastjörnunni, hugsanlega nær, allt eftir því hve virk halastjarnan verður.
|
Glæsileg smáatriði á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko. Hér sést hluti af „líkama“ halastjörnunnar. Sjá má sléttu, hamraveggi, hnullunga og gíga. Myndin var tekin með OSIRIS myndavél Rosetta 6. ágúst úr 130 km hæð. Minnstu smáatriði eru 2,4 metrar á breidd. Mynd: ESA /Rosetta / MPS for OSIRIS-Team MPS / UPD / LAM / IAA / SSO / INTA / UPM / DASP / IDA
|
Seint í ágúst verða allt að fimm mögulegir lendingarstaðir valdir fyrir Philae lendingarfarið. Lendingarstaðurinn verður síðan valinn um miðjan september en gert er ráð fyrir að Philae lendi á halastjörnunni 11. nóvember næstkomandi.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
E-mail: [email protected]
Sími: 8961984
Rosetta komin á áfangastað
Sævar Helgi Bragason 06. ágú. 2014 Fréttir
Evrópska geimfarið Rosetta er komið á braut um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimneko eftir rúmlega tíu ára ferðalag.
Evrópska geimfarið Rosetta er komið á braut um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimneko eftir að hafa lagt af baki um 6,4 milljarða km á rúmlega tíu ára ferðalagi. Um klukkan 09:30 í morgun að íslenskum tíma bárust merki frá geimfarinu til stjórnstöðvarinnar í Darmstadt í Þýskalandi sem staðfestu það. Næsta rúma árið mun geimfarið flögra í kringum halastjörnuna, kortleggja hana og rannsaka en í nóvember mun lítill kanni, Philae, lenda á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar fer á braut um halastjörnuna.
Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko og Rosetta eru nú í um 405 milljón km fjarlægð frá Jörðinni, um hálfa leið milli brauta Mars og Júpíters, á ferð í átt að innra sólkerfinu á nærri 55.000 km hraða á klukkustund. Umferðartími halastjörnunnar um sólu er um sex og hálft ár.
Rosetta er nú á sérkennilegri þríhyrningslaga braut um halastjörnuna í um 100 km hæð yfir yfirborði hennar. Næstu sex vikur verður brautinni hnikað til, þannig að geimfarið færist nær halastjörnunni og verður þá næst henni í um 50 km hæð. Að lokum fer Rosetta niður í 30 km hæð yfir halastjörnunni, hugsanlega nær, allt eftir því hve virk halastjarnan verður.
Seint í ágúst verða allt að fimm mögulegir lendingarstaðir valdir fyrir Philae lendingarfarið. Lendingarstaðurinn verður síðan valinn um miðjan september en gert er ráð fyrir að Philae lendi á halastjörnunni 11. nóvember næstkomandi.
Tenglar
Rosetta á Stjörnufræðivefnum
Rosetta á vef ESA
Rosetta arrives at comet destination. ESA.int
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
E-mail: [email protected]
Sími: 8961984