Vísbendingar um nýleg eldgos á tunglinu
Yngsta hraunið sennilega aðeins um 18 milljón ára
Sævar Helgi Bragason
21. des. 2014
Fréttir
Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA hefur fundið um 70 ungleg hraun á nærhlið tunglsins. Hraunin ungu benda til þess að eldgos hafi orðið á tunglinu innan síðustu 100 milljón ára.
Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA hefur fundið um 70 ungleg hraun á nærhlið tunglsins. Hraunin ungu benda til þess að eldgos hafi orðið á tunglinu innan síðustu 100 milljón ára. Uppgötvunin sýnir að innviðir tunglsins eru heitari en talið var. Tunglið gæti enn verið eldvirkt þótt menn hafi lengi álitið að tunglið væri kulnaður hnöttur og að eldvirkni þar hafi fjarað út fyrir um 1 milljarði ára. Uppgötvunin gæti líka útskýrt hitamælingar sem tunglfarar gerðu í leiðöngrum Apollo 15 og Apollo 17.
Frá Jörðu séð sést að nærhlið tunglsins er þakin dökkum sléttum úr basalti (eldfjallagrjóti eins og því sem Ísland er búið til úr) sem kallast höf.
Eldgosin sem mynduðu þessar ævafornu hraunbreiður náðu hámarki fyrir um 3 milljörðum ára en fjöruðu síðan út fyrir um 1 milljarði ára. Flestir vísindamenn voru á því að tunglið væri kulnaður hnöttur.
|
Ina er D-laga myndunin á þessari mynd sem tekin var í leiðangri Apollo 17.
|
Árið 1971 fannst óvenjuleg landslagsmyndun á ljósmyndum sem teknar voru í leiðangri Apollo 15. Myndunin fékk nafnið Ina og var gerólík öllu öðru sem sést hafði á tunglinu.
Í fyrstu var talið að Ina væri askja á lágri dyngju en talning á gígum í og við myndunina benti til þess að hún væri miklu yngri en aðliggjandi basalthraun í Lacus Felicitatis (Hamingjuvatninu).
Ekkert annað þessu líkt fannst annars staðar á tunglinu, svo flestir gerðu ráð fyrir að um frávik væri að ræða.
Þegar Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) gervitungl NASA fór á braut um tunglið árið 2009 ákváðu vísindamenn að leita betur að merkjum um nýleg eldgos. Myndir geimfarsins eru þær skýrustu sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins (fyrir utan auðvitað myndir Apollo geimfaranna á yfirborðinu sjálfur).
Leitin skilaði árangri. Á nærhlið tunglsins fundust 70 myndanir sem vísindamenn kalla irregular mare patches eða IMP.
Allar þessar IMP myndanir hafa skarpar brúnir og sárafáa gíga stærri en 20 metrar í þvermál. Það bendir til þess að þær hafi orðið til á síðustu 100 milljón árum, jafnvel innan síðustu 50 milljón ára. Flest bendir því til þess að þetta séu ungar hraunbreiður, leifar lítilla basalthraungosa.
|
Staðsetningar IMP á tunglinu, unglegra hraunbreiða sem eru vísbendingar um eldvirkni á tunglinu síðastliðin 100 milljón ár. Skammstafirnar tákna nöfnin á stöðunum: Aristarchus (A), Gruithuisen E-M svæðið (GEM), Hyginus (H), Ina (I), Mare Nubium (MN), Mare Tranquillitatis (MT), Marius Hills (MH), Maskelyne (M), Sosigenes (S). Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University
|
Af þessum myndunum virðist Ina einna yngst, sennilega aðeins um 33 milljóna ára. Við vesturbrún Kyrrðarhafsins (skammt frá lendingarstað Apollo 11) gætu hraun verið aðeins um 18 milljón ára.
Myndir LRO sýna líka að hraunin eru 2 til 20 metra þykk og 8 metrar að meðaltali Er það í samræmi við eldra mat á þykkt basalthrauna á tunglinu. Hraunbreiðurnar eru frá 100 metrar til 5000 metrar að lengd.
|
Nærmynd af 464 metra breiðum hluta af Ina svæðinu. Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University
|
Þessar unglegu myndanir segja okkur tunglið sé líklega enn eldvirkt, þótt ólíklegt sé að við munum verða vitni að eldgosum tunglinu á okkar ævi.
Niðurstöðurnar benda til að tunglið hafi ekki kólnað jafn hratt og talið var. Uppgötvunin kemur einnig og heim og saman við þá staðreynd að nærhlið tunglsins er rík af geislavirkum frumefnum sem gefa frá sér hita þegar þau hrörna og geta því viðhaldið eldvirkni lengi.
|
Ina myndunin séð frá hlið. Botn lægðarinnar er um 50 metra undir sléttunum í kring og um 2 km breið frá vinstri til hægri (S til N). Norður er til hægri. Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University
|
Uppgötvunin er líka í samræmi við mælingar sem tunglfarar í Apollo 15 og Apollo 17 gerðu á sínum tíma. Mælingar þeirra sýndu að innviðir tunglsins voru heitari en spár gerðu ráð fyrir.
Greint var frá uppgötvuninni í Nature Geoscience.
Tengt efni
- Sævar Helgi Bragason
Vísbendingar um nýleg eldgos á tunglinu
Yngsta hraunið sennilega aðeins um 18 milljón ára
Sævar Helgi Bragason 21. des. 2014 Fréttir
Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA hefur fundið um 70 ungleg hraun á nærhlið tunglsins. Hraunin ungu benda til þess að eldgos hafi orðið á tunglinu innan síðustu 100 milljón ára.
Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA hefur fundið um 70 ungleg hraun á nærhlið tunglsins. Hraunin ungu benda til þess að eldgos hafi orðið á tunglinu innan síðustu 100 milljón ára. Uppgötvunin sýnir að innviðir tunglsins eru heitari en talið var. Tunglið gæti enn verið eldvirkt þótt menn hafi lengi álitið að tunglið væri kulnaður hnöttur og að eldvirkni þar hafi fjarað út fyrir um 1 milljarði ára. Uppgötvunin gæti líka útskýrt hitamælingar sem tunglfarar gerðu í leiðöngrum Apollo 15 og Apollo 17.
Frá Jörðu séð sést að nærhlið tunglsins er þakin dökkum sléttum úr basalti (eldfjallagrjóti eins og því sem Ísland er búið til úr) sem kallast höf.
Eldgosin sem mynduðu þessar ævafornu hraunbreiður náðu hámarki fyrir um 3 milljörðum ára en fjöruðu síðan út fyrir um 1 milljarði ára. Flestir vísindamenn voru á því að tunglið væri kulnaður hnöttur.
Árið 1971 fannst óvenjuleg landslagsmyndun á ljósmyndum sem teknar voru í leiðangri Apollo 15. Myndunin fékk nafnið Ina og var gerólík öllu öðru sem sést hafði á tunglinu.
Í fyrstu var talið að Ina væri askja á lágri dyngju en talning á gígum í og við myndunina benti til þess að hún væri miklu yngri en aðliggjandi basalthraun í Lacus Felicitatis (Hamingjuvatninu).
Ekkert annað þessu líkt fannst annars staðar á tunglinu, svo flestir gerðu ráð fyrir að um frávik væri að ræða.
Þegar Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) gervitungl NASA fór á braut um tunglið árið 2009 ákváðu vísindamenn að leita betur að merkjum um nýleg eldgos. Myndir geimfarsins eru þær skýrustu sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins (fyrir utan auðvitað myndir Apollo geimfaranna á yfirborðinu sjálfur).
Leitin skilaði árangri. Á nærhlið tunglsins fundust 70 myndanir sem vísindamenn kalla irregular mare patches eða IMP.
Allar þessar IMP myndanir hafa skarpar brúnir og sárafáa gíga stærri en 20 metrar í þvermál. Það bendir til þess að þær hafi orðið til á síðustu 100 milljón árum, jafnvel innan síðustu 50 milljón ára. Flest bendir því til þess að þetta séu ungar hraunbreiður, leifar lítilla basalthraungosa.
Af þessum myndunum virðist Ina einna yngst, sennilega aðeins um 33 milljóna ára. Við vesturbrún Kyrrðarhafsins (skammt frá lendingarstað Apollo 11) gætu hraun verið aðeins um 18 milljón ára.
Myndir LRO sýna líka að hraunin eru 2 til 20 metra þykk og 8 metrar að meðaltali Er það í samræmi við eldra mat á þykkt basalthrauna á tunglinu. Hraunbreiðurnar eru frá 100 metrar til 5000 metrar að lengd.
Þessar unglegu myndanir segja okkur tunglið sé líklega enn eldvirkt, þótt ólíklegt sé að við munum verða vitni að eldgosum tunglinu á okkar ævi.
Niðurstöðurnar benda til að tunglið hafi ekki kólnað jafn hratt og talið var. Uppgötvunin kemur einnig og heim og saman við þá staðreynd að nærhlið tunglsins er rík af geislavirkum frumefnum sem gefa frá sér hita þegar þau hrörna og geta því viðhaldið eldvirkni lengi.
Uppgötvunin er líka í samræmi við mælingar sem tunglfarar í Apollo 15 og Apollo 17 gerðu á sínum tíma. Mælingar þeirra sýndu að innviðir tunglsins voru heitari en spár gerðu ráð fyrir.
Greint var frá uppgötvuninni í Nature Geoscience.
Tengt efni
Tunglið
- Sævar Helgi Bragason