Yfir 52.000 sólmyrkvagleraugu á leið í alla grunnskóla landsins
Sævar Helgi Bragason
12. mar. 2015
Fréttir
Grunnskólanemendur í Rimaskóla í Reykjavík veittu sólmyrkvagleraugunum formlega viðtöku í dag.
Föstudagsmorguninn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár. Af því tilefni færa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum nemendum og kennurum í öllum grunnskólum landsins sérstök sólmyrkvagleraugu þannig að þau getið notið myrkvans á öruggan hátt. Alls er um að ræða 52.000 sólmyrkvagleraugu en auk þess fara rúmlega 1000 gleraugu í alla leikskóla landsins. Blindir nemendur fá einnig sérútbúnar áþriefanlegar myndir af sólinni.
Föstudagsmorguninn 20. mars næstkomandi verður sólmyrkvi sem sést vel frá Íslandi. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98% sólarinnar en á Austurlandi yfir 99%. Þetta er því mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár eða frá almyrkvanum árið 1954. Árið 2026 sést svo almyrkvi frá vesturhluta Íslands, meðal annars frá Reykjavík.
Til að gera sem flestum kleift að fylgjast með þessu sjaldgæfa sjónarspili ákvað Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn, með góðum stuðningi frá Hótel Rangá, að færa öllum grunnskólanemendum og kennurum sérstök sólmyrkvagleraugu. Sólmyrkvagleraugun er öruggasta leiðin til að sjá myrkvann án þess að eiga hættu á að verða fyrir augnskaða. Þau sía burt um 99% sólarljóssins og hleypa ekki í gegn skaðlegum útfjólubláum og innrauðum geislum.
„Markmiðið með gjöfinni er fyrst og síðast að gera grunnskólanemendum og kennurum þeirra kleift að sjá þetta sjaldgæfa og magnaða sjónarspil og nýta um leið tækifærið til að gera átak í náttúrufræðikennslu,“ segir Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Gjöfin er líka mjög viðeigandi á alþjóðlegu ári ljóssins — hvar er betri sýning á töfrum ljóssins en einmitt á himinhvolfinu?“
Í heild fá 44000 nemendur í öllum grunnskólum landsins sólmyrkvagleraugu og tæplega 8000 kennarar og aðrir starfsmenn skólanna. Heildarfjöldi gleraugna sem fóru í skóla landsins er því tæplega 52000. Verkefnið er einstakt á heimsvísu en heildarkostnaður þess nemur 4,5 milljónum króna.
En ekki eru öll börn í grunnskólum landsins svo heppin að geta horft á sólmyrkvann.
„Til að gera blindum og verulega sjónskertum börnum kleift að upplifa myrkvann engu að síður gefum við þeim öllum áþreifanlegar myndir af sólinni sem eru sérstaklega útbúnar fyrir blinda. Síðan er lítil skífa einfaldlega færð hægt og rólega fyrir sólina og geta börnin þá þreifað á og upplifað myrkvann á þann hátt.“ segir Sævar.
Allir leikskólar landsins fá einnig nokkur sólmyrkvagleraugu að gjöf, svo kennarar leikskólabarna geti hjálpað þeim þeim að sjá myrkvann líka. Í heild fara rúmlega 1000 sólmyrkvagleraugu í leikskólana.
Fyrir utan sólmyrkvagleraugun hefur námsefni um sólina, tunglið og Jörðina einnig verið útbúið sérstaklega. Að auki verður kennurum boðið upp á tvö námskeið á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, Stjörnufræðivefsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í aðdraganda myrkvans. Meira en 100 kennarar hafa skráð sig í námskeiðin.
Sólmyrkvagleraugu seld í fjáröflunarskyni
Hægt er að styrkja verkefnið með því að kaupa sólmyrkvagleraugun í Smáralind helgina 14.-15. mars. Sólmyrkvagleraugun verða einnig til sölu í verslunum Pennans/Eymundsson um land allt.
Tenglar
Nánari upplýsingar veitir
Sævar Helgi Bragason
S: 896-1984
E: [email protected]
Yfir 52.000 sólmyrkvagleraugu á leið í alla grunnskóla landsins
Sævar Helgi Bragason 12. mar. 2015 Fréttir
Grunnskólanemendur í Rimaskóla í Reykjavík veittu sólmyrkvagleraugunum formlega viðtöku í dag.
Föstudagsmorguninn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár. Af því tilefni færa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum nemendum og kennurum í öllum grunnskólum landsins sérstök sólmyrkvagleraugu þannig að þau getið notið myrkvans á öruggan hátt. Alls er um að ræða 52.000 sólmyrkvagleraugu en auk þess fara rúmlega 1000 gleraugu í alla leikskóla landsins. Blindir nemendur fá einnig sérútbúnar áþriefanlegar myndir af sólinni.
Föstudagsmorguninn 20. mars næstkomandi verður sólmyrkvi sem sést vel frá Íslandi. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98% sólarinnar en á Austurlandi yfir 99%. Þetta er því mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár eða frá almyrkvanum árið 1954. Árið 2026 sést svo almyrkvi frá vesturhluta Íslands, meðal annars frá Reykjavík.
Til að gera sem flestum kleift að fylgjast með þessu sjaldgæfa sjónarspili ákvað Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn, með góðum stuðningi frá Hótel Rangá, að færa öllum grunnskólanemendum og kennurum sérstök sólmyrkvagleraugu. Sólmyrkvagleraugun er öruggasta leiðin til að sjá myrkvann án þess að eiga hættu á að verða fyrir augnskaða. Þau sía burt um 99% sólarljóssins og hleypa ekki í gegn skaðlegum útfjólubláum og innrauðum geislum.
„Markmiðið með gjöfinni er fyrst og síðast að gera grunnskólanemendum og kennurum þeirra kleift að sjá þetta sjaldgæfa og magnaða sjónarspil og nýta um leið tækifærið til að gera átak í náttúrufræðikennslu,“ segir Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Gjöfin er líka mjög viðeigandi á alþjóðlegu ári ljóssins — hvar er betri sýning á töfrum ljóssins en einmitt á himinhvolfinu?“
Í heild fá 44000 nemendur í öllum grunnskólum landsins sólmyrkvagleraugu og tæplega 8000 kennarar og aðrir starfsmenn skólanna. Heildarfjöldi gleraugna sem fóru í skóla landsins er því tæplega 52000. Verkefnið er einstakt á heimsvísu en heildarkostnaður þess nemur 4,5 milljónum króna.
En ekki eru öll börn í grunnskólum landsins svo heppin að geta horft á sólmyrkvann.
„Til að gera blindum og verulega sjónskertum börnum kleift að upplifa myrkvann engu að síður gefum við þeim öllum áþreifanlegar myndir af sólinni sem eru sérstaklega útbúnar fyrir blinda. Síðan er lítil skífa einfaldlega færð hægt og rólega fyrir sólina og geta börnin þá þreifað á og upplifað myrkvann á þann hátt.“ segir Sævar.
Allir leikskólar landsins fá einnig nokkur sólmyrkvagleraugu að gjöf, svo kennarar leikskólabarna geti hjálpað þeim þeim að sjá myrkvann líka. Í heild fara rúmlega 1000 sólmyrkvagleraugu í leikskólana.
Fyrir utan sólmyrkvagleraugun hefur námsefni um sólina, tunglið og Jörðina einnig verið útbúið sérstaklega. Að auki verður kennurum boðið upp á tvö námskeið á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, Stjörnufræðivefsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í aðdraganda myrkvans. Meira en 100 kennarar hafa skráð sig í námskeiðin.
Sólmyrkvagleraugu seld í fjáröflunarskyni
Hægt er að styrkja verkefnið með því að kaupa sólmyrkvagleraugun í Smáralind helgina 14.-15. mars. Sólmyrkvagleraugun verða einnig til sölu í verslunum Pennans/Eymundsson um land allt.
Tenglar
Sólmyrkvi 20. mars 2015
Nánari upplýsingar veitir
Sævar Helgi Bragason
S: 896-1984
E: [email protected]