100 km djúpt haf undir yfirborði Ganýmedesar
Sævar Helgi Bragason
13. mar. 2015
Fréttir
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur fundið merki um saltan sjó undir ísilögðu yfirborði Ganýmedesar, stærsta tungli Júpíters.
Hafið gæti verið um það bil 100 km djúpt og innihaldið meira vatn en er á Jörðinni.
Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters — eitt af Galíleótunglunum fjórum — og jafnframt stærsta tungl sólkerfisins, tæplega tvöfalt stærra en Máninn okkar. Ganýmedes er ennfremur eina tungl sólkerfisins sem hefur segulsvið.
Segulsvið Ganýmedesar myndar segulljós á báðum pólum tunglsins (norður- og suðurljós) sem hægt er að mæla og ljósmynda með geimsjónaukum eins og Hubble. En þar sem Ganýmedes er innan segulsviðs Júpíters geta segulljósin á Ganýmedesi breyst samhliða breytingum á segulsviði Júpíters og riðað eða vaggað fram og aftur.
Hópur vísindamanna undir forystu Joachim Saur við Kölnarháskóla Í Þýskalandi beindi Hubble að Ganýmedesi til að fylgjast með riðinu í norður- og suðurljósum tunglsins í þeirri von að læra sitthvað um segulsvið þess. Upplýsingarnar um segulsviðið gæfu aftur upplýsingar um innviði tunglsins.
Um árabil hefur vísindamenn nefnilega grunað að haf væri að finna innan í Ganýmedesi. Árið 2002 fann Galíleó geimfarið fyrstu sönnunargögn þess efnis en mælingar þess voru stuttar og ekki hægt að nota til að draga miklar ályktanir um hugsanlegt haf.
Ef salt haf væri að finna innan í Ganýmedesi myndi segulsvið Júpíters mynda aukasegulsvið í hafinu sem vægi á móti segulsviði Júpíters. Þessi „segulsviðsnúningur“ drægi úr riði segulljósanna á Ganýmedesi.
Mælingar vísindamannanna leiddu það einmitt í ljós. Fyrir vikið drógu þeir þá ályktun að innan í Ganýmedesi væri að finna haf sem verkar svo sterkt á móti segulsviði Júpíters að segulljósin á tunglinu riða eða vagga um aðeins 2 gráður í stað 6 gráða ef ekkert segulsvið væri til staðar.
Útreikningar benda til þess að hafið sé um 100 km djúpt — 10 sinnum dýpra en dýpstu höf Jarðar — undir 150 km þykkri hnattrænni íshellu.
|
Ganýmedes hefur segulsvið sem myndað er af járnkjarna. Þar sem Ganýmedes er nálægt Júpíter er hann líka innan segulsviðs Júpíters. Þegar segulsvið Júpíters breytist virðast segulljós á Ganýmedesi vagga eða riða fram og aftur. Haf undir yfirborði Ganýmedesar dregur úr þessu vaggi eða riði. Mynd: NASA, ESA og A. Field (STScI)
|
|
Líkan af innviðum Ganýmedesar byggt á mælingum Galíleó geimfarsins og Hubblessjónaukans. Innst er líklega járnkjarni sem myndar segulsvið. Þar fyrir ofan bergmöttull, svo ísmöttull, þá salthaf og loks ísskorpa. Mynd: NASA, ESA og A. Field (STScI)
|
Niðurstöðurnar birtust í vefútgáfu tímaritsins Journal of Geophysical Research: Space Physics hinn 12. mars.
Tengt efni
- Sævar Helgi Bragason
100 km djúpt haf undir yfirborði Ganýmedesar
Sævar Helgi Bragason 13. mar. 2015 Fréttir
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur fundið merki um saltan sjó undir ísilögðu yfirborði Ganýmedesar, stærsta tungli Júpíters.
Hafið gæti verið um það bil 100 km djúpt og innihaldið meira vatn en er á Jörðinni.
Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters — eitt af Galíleótunglunum fjórum — og jafnframt stærsta tungl sólkerfisins, tæplega tvöfalt stærra en Máninn okkar. Ganýmedes er ennfremur eina tungl sólkerfisins sem hefur segulsvið.
Segulsvið Ganýmedesar myndar segulljós á báðum pólum tunglsins (norður- og suðurljós) sem hægt er að mæla og ljósmynda með geimsjónaukum eins og Hubble. En þar sem Ganýmedes er innan segulsviðs Júpíters geta segulljósin á Ganýmedesi breyst samhliða breytingum á segulsviði Júpíters og riðað eða vaggað fram og aftur.
Hópur vísindamanna undir forystu Joachim Saur við Kölnarháskóla Í Þýskalandi beindi Hubble að Ganýmedesi til að fylgjast með riðinu í norður- og suðurljósum tunglsins í þeirri von að læra sitthvað um segulsvið þess. Upplýsingarnar um segulsviðið gæfu aftur upplýsingar um innviði tunglsins.
Um árabil hefur vísindamenn nefnilega grunað að haf væri að finna innan í Ganýmedesi. Árið 2002 fann Galíleó geimfarið fyrstu sönnunargögn þess efnis en mælingar þess voru stuttar og ekki hægt að nota til að draga miklar ályktanir um hugsanlegt haf.
Ef salt haf væri að finna innan í Ganýmedesi myndi segulsvið Júpíters mynda aukasegulsvið í hafinu sem vægi á móti segulsviði Júpíters. Þessi „segulsviðsnúningur“ drægi úr riði segulljósanna á Ganýmedesi.
Mælingar vísindamannanna leiddu það einmitt í ljós. Fyrir vikið drógu þeir þá ályktun að innan í Ganýmedesi væri að finna haf sem verkar svo sterkt á móti segulsviði Júpíters að segulljósin á tunglinu riða eða vagga um aðeins 2 gráður í stað 6 gráða ef ekkert segulsvið væri til staðar.
Útreikningar benda til þess að hafið sé um 100 km djúpt — 10 sinnum dýpra en dýpstu höf Jarðar — undir 150 km þykkri hnattrænni íshellu.
Niðurstöðurnar birtust í vefútgáfu tímaritsins Journal of Geophysical Research: Space Physics hinn 12. mars.
Tengt efni
Sjáaldrið í auga Júpíters
- Sævar Helgi Bragason