New Horizons sér merki um hugsanlega pólhettu á Plútó
Sævar Helgi Bragason
29. apr. 2015
Fréttir
Landslagseinkenni eru farin að sjást á nýjustu myndum New Horizons geimfarsins af Plútó.
Myndir sem teknar voru milli 12. og 18. apríl 2015 þegar geimfarið var í um það bil 100 milljón km fjarlægð frá dvergreikistjörnuni, sýna meðal annars bjartan blett á suðurpólnum sem gæti verið pólhetta.
Nýjustu myndir New Horizons geimfars NASA eru nú orðnar jafn góðar og raunar aðeins betri en bestu myndir Hubble geimsjónaukans. Myndirnar nýju voru teknar með Long Range Reconnaissance Imager (LORRI) myndavélinni yfir 6,5 dags tímabil. Á þeim lítur Plútó út fyrir að vera ekki hnattlaga en það er blekking. Dökkleit svæði við brún hans eiga sök á útlit hans á myndunum.
|
Plútó og Karon á myndum sem New Horizons geimfarið tók milli 12.-18. apríl 2015. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute |
Á myndunum sést einnig Karon, stærsta tungl Plútós en tvíeykið snýst um sameiginlega massamiðju á rúmlega 6 dögum. Karon er töluvert dekkra en Plútó sem bendir til þess að yfirborðið sé einsleitara en yfirborð Plútós.
Á myndinni hér undir hefur Plútó verið stækkaður þrisvar sinnum og sjást vel birtubreytingar á hnettinum þegar hann snýst. Plútó liggur á hliðinni (eins og Úranus) svo New Horizons sér aðallega annað pólsvæðið en það virðist bjartara en önnur svæði. Hugsanlegt er að þarna sé um að ræða pólhettu eða bjartan snjó úr niturís (enda meira en 230 stiga frost á Plútó). Myndir New Horizons í júlí munu skera úr hvort þetta er rétt eða ekki.
|
Plútó og Karon á myndum sem New Horizons geimfarið tók milli 12.-18. apríl 2015. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute
|
New Horizons flýgur framhjá Plútó hinn 14. júlí næstkomandi. Þá verður geimfarið í tæplega 5 milljarða km fjarlægð frá Jörðinni og verða gögn fjórar og hálfa klukkustund að berast til Jarðar. Framhjáflugið tekur aðeins örfáar klukkustundir en marga mánuði tekur að senda öll gögnin heim til Jarðar.
Tengt efni
- Sævar Helgi Bragason
New Horizons sér merki um hugsanlega pólhettu á Plútó
Sævar Helgi Bragason 29. apr. 2015 Fréttir
Landslagseinkenni eru farin að sjást á nýjustu myndum New Horizons geimfarsins af Plútó.
Myndir sem teknar voru milli 12. og 18. apríl 2015 þegar geimfarið var í um það bil 100 milljón km fjarlægð frá dvergreikistjörnuni, sýna meðal annars bjartan blett á suðurpólnum sem gæti verið pólhetta.
Nýjustu myndir New Horizons geimfars NASA eru nú orðnar jafn góðar og raunar aðeins betri en bestu myndir Hubble geimsjónaukans. Myndirnar nýju voru teknar með Long Range Reconnaissance Imager (LORRI) myndavélinni yfir 6,5 dags tímabil. Á þeim lítur Plútó út fyrir að vera ekki hnattlaga en það er blekking. Dökkleit svæði við brún hans eiga sök á útlit hans á myndunum.
Á myndunum sést einnig Karon, stærsta tungl Plútós en tvíeykið snýst um sameiginlega massamiðju á rúmlega 6 dögum. Karon er töluvert dekkra en Plútó sem bendir til þess að yfirborðið sé einsleitara en yfirborð Plútós.
Á myndinni hér undir hefur Plútó verið stækkaður þrisvar sinnum og sjást vel birtubreytingar á hnettinum þegar hann snýst. Plútó liggur á hliðinni (eins og Úranus) svo New Horizons sér aðallega annað pólsvæðið en það virðist bjartara en önnur svæði. Hugsanlegt er að þarna sé um að ræða pólhettu eða bjartan snjó úr niturís (enda meira en 230 stiga frost á Plútó). Myndir New Horizons í júlí munu skera úr hvort þetta er rétt eða ekki.
New Horizons flýgur framhjá Plútó hinn 14. júlí næstkomandi. Þá verður geimfarið í tæplega 5 milljarða km fjarlægð frá Jörðinni og verða gögn fjórar og hálfa klukkustund að berast til Jarðar. Framhjáflugið tekur aðeins örfáar klukkustundir en marga mánuði tekur að senda öll gögnin heim til Jarðar.
Tengt efni
Plútó
New Horizons
- Sævar Helgi Bragason