Bestu sannanirnar fyrir eldvirkni á Venusi
Sævar Helgi Bragason
18. jún. 2015
Fréttir
Venus Express geimfar ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, hefur fundið
bestu sönnunargögnin til þessa að eldgos eigi sér enn stað á Venusi,
næstu nágrannareikistjörnu Jarðar og næst innstu reikistjörnu
sólkerfisins.
Venus er næstum jafnstór Jörðinni og hefur auk þess svipaða efnasamsetningu. Þótt yfirborðið sé falið undir þykkum ógegnsæjum skýjum sýna ratsjármælingar að Venus er þakin eldfjöllum og miklum hraunbreiðum.
Rannsóknir benda ennfremur til þess að yfirborð Venusar hafi að miklu leyti endurnýjast í miklum hamfaragosum fyrir rúmum hálfum milljarði ára. Menn hafa hins vegar ekki vitað hvort eldvirkni sé enn til staðar á Venusi í dag.
Venus Express geimfar ESA, sem lauk nýverið átta ára rannsóknarleiðangri til reikistjörnunnar, gerði ýmsar mælingar til að leita svara við einmitt þessari mikilvægu spurningu.
Í niðurstöðum rannsóknar sem birtist árið 2010 var tilkynnt að hitageislun bærist frá þremur eldfjallasvæðum á Venusi sem væri ólík hitanum sem kæmi annars staðar frá. Var það túlkað sem svo að hitinn kæmi frá nýlegu hrauni, innan við 2,6 milljón ára gömlu, sem hefði ekki veðrast mikið. Ekki var þó hægt að sýna fram á hvort eldvirkni væri enn til staðar.
Árið 2012 fundust frekari sannanir fyrir eldvirkni á Venusi þegar mælingar sýndu miklar og skyndilega aukningu á brennisteinsdíoxíði í efri hluta lofthjúpsins árin 2005-2006 sem minnkaði síðan hægt og rólega næstu ár á eftir. Breytingar á vindakerfum gætu útskýrt aukninguna en annar áhugaverðari möguleiki var sá að eldgos hefði dælt miklu magni brennisteinsdíoxíði upp í lofthjúpinn, rétt eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni 2014-15.
Nýjustu sannanirnar koma frá mælingum Venus Express sem sýndu að mikla aukningu á staðbundinni hitageislun við Ganis Chasma sigdalinn skammt frá eldfjöllunum Ozza Mons og Maat Mons. Fyrir hafði Ganis Chasma, sem er samskonar jarðmyndun og Þingvellir, verið talið eitt virkasta svæði reikistjörnunnar..
|
Aukin hitaútgeislun við Ganis Chasma sigdalinn á Atla Regio á Venusi. Mynd úr E. Shalygin o.fl. (2015)
|
„Við höfum nokkrum sinnum séð bletti á yfirborðinu verða skyndilega mun heitari og kólna síðan aftur,“ sagði Eugene Shalygin (Max Planck Institute for Solar System Research (MPS) í Þýskalandi) aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters í þessum mánuði.
„Blettirnir fjórir eru allir á stöðum sem ratsjármyndir sýna að eru sigdalir en þetta er í fyrsta sinn sem við höfum fundið merki um að þeir séu heitir og að hitastigið í þeim breytist dag frá degi. Þetta eru bestu vísbendingarnar hingað til um virka eldvirkni,“ segir Shalygin.
Útreikningar benda til að einn heiti bletturinn hafi verið í kringum 1 ferkílómetri að stærð og hitastigið í honum í kringum 830°C, mun hærra en meðalhitastig yfirborðsins sem er í kringum 480°C.
„Svo virðist sem við getum nú loksins sett Venus í hóp eldvirkra hntta í sólkerfinu. Rannsóknin sýnir að Venus, næsti nágranni okkar, er enn virk í dag. Þetta er mikilvægt skref til að skilja mismunandi þróunarsögu Jarðar og Venusar,“ segir Håkan Svedhem, verkefnisstjóri Venus Express hjá ESA.
|
Sönnunargögn fyrir nýlegri eldvirkni á Venusi. Mynd: ESA
|
- Sævar Helgi Bragason
Bestu sannanirnar fyrir eldvirkni á Venusi
Sævar Helgi Bragason 18. jún. 2015 Fréttir
Venus Express geimfar ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, hefur fundið bestu sönnunargögnin til þessa að eldgos eigi sér enn stað á Venusi, næstu nágrannareikistjörnu Jarðar og næst innstu reikistjörnu sólkerfisins.
Venus er næstum jafnstór Jörðinni og hefur auk þess svipaða efnasamsetningu. Þótt yfirborðið sé falið undir þykkum ógegnsæjum skýjum sýna ratsjármælingar að Venus er þakin eldfjöllum og miklum hraunbreiðum.
Rannsóknir benda ennfremur til þess að yfirborð Venusar hafi að miklu leyti endurnýjast í miklum hamfaragosum fyrir rúmum hálfum milljarði ára. Menn hafa hins vegar ekki vitað hvort eldvirkni sé enn til staðar á Venusi í dag.
Venus Express geimfar ESA, sem lauk nýverið átta ára rannsóknarleiðangri til reikistjörnunnar, gerði ýmsar mælingar til að leita svara við einmitt þessari mikilvægu spurningu.
Í niðurstöðum rannsóknar sem birtist árið 2010 var tilkynnt að hitageislun bærist frá þremur eldfjallasvæðum á Venusi sem væri ólík hitanum sem kæmi annars staðar frá. Var það túlkað sem svo að hitinn kæmi frá nýlegu hrauni, innan við 2,6 milljón ára gömlu, sem hefði ekki veðrast mikið. Ekki var þó hægt að sýna fram á hvort eldvirkni væri enn til staðar.
Árið 2012 fundust frekari sannanir fyrir eldvirkni á Venusi þegar mælingar sýndu miklar og skyndilega aukningu á brennisteinsdíoxíði í efri hluta lofthjúpsins árin 2005-2006 sem minnkaði síðan hægt og rólega næstu ár á eftir. Breytingar á vindakerfum gætu útskýrt aukninguna en annar áhugaverðari möguleiki var sá að eldgos hefði dælt miklu magni brennisteinsdíoxíði upp í lofthjúpinn, rétt eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni 2014-15.
Nýjustu sannanirnar koma frá mælingum Venus Express sem sýndu að mikla aukningu á staðbundinni hitageislun við Ganis Chasma sigdalinn skammt frá eldfjöllunum Ozza Mons og Maat Mons. Fyrir hafði Ganis Chasma, sem er samskonar jarðmyndun og Þingvellir, verið talið eitt virkasta svæði reikistjörnunnar..
„Við höfum nokkrum sinnum séð bletti á yfirborðinu verða skyndilega mun heitari og kólna síðan aftur,“ sagði Eugene Shalygin (Max Planck Institute for Solar System Research (MPS) í Þýskalandi) aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters í þessum mánuði.
„Blettirnir fjórir eru allir á stöðum sem ratsjármyndir sýna að eru sigdalir en þetta er í fyrsta sinn sem við höfum fundið merki um að þeir séu heitir og að hitastigið í þeim breytist dag frá degi. Þetta eru bestu vísbendingarnar hingað til um virka eldvirkni,“ segir Shalygin.
Útreikningar benda til að einn heiti bletturinn hafi verið í kringum 1 ferkílómetri að stærð og hitastigið í honum í kringum 830°C, mun hærra en meðalhitastig yfirborðsins sem er í kringum 480°C.
„Svo virðist sem við getum nú loksins sett Venus í hóp eldvirkra hntta í sólkerfinu. Rannsóknin sýnir að Venus, næsti nágranni okkar, er enn virk í dag. Þetta er mikilvægt skref til að skilja mismunandi þróunarsögu Jarðar og Venusar,“ segir Håkan Svedhem, verkefnisstjóri Venus Express hjá ESA.
- Sævar Helgi Bragason