Fyrsta myndskeiðið í lit af Plútó og Karon
Sævar Helgi Bragason
22. jún. 2015
Fréttir
Þegar innan við mánuður er þar til New Horizons geimfar NASA flýgur
framhjá Plútó og tunglum hans eru fyrstu myndskeiðin í lit tekin að
birtast af kerfinu. Að auki eru smáatriði farin að koma fram á Karon.
Myndskeiðið sem sést hér undir sýnir Plútó og stærsta tungl hans, Karon, á sveimi um sameiginlega massamiðju. Plútó er mun efnismeiri en Karon svo massamiðja kerfisins er nær Plútó en Karon.
|
Plútó og Karon snúast um sameiginlega massamiðju á rúmlega 6 dögum.
|
Karon snýst einu sinni um Plútó á 6 dögum, 9 klukkustundum og 17,6 mínútum. Plútó snýst einu sinni um sjálfan sig á sama tíma. Það þýðir að Karon sést aðeins frá annarri hlið Plútós. Geimfari sem stæði á hinni hliðinni sæi Karon aldrei. Sama ástand á eftir að verða á Jörðinni í framtíðinni.
Þótt upplausnin sé lítil sést að Plútó og Karon eru mismunandi á litinn. Plútó er appelsínugulleitur á meðan Karon er mun grárri. Enn er ekki vitað hvers vegna svo er. Einnig sjást breytingar á birtu Plútós á myndunum, sem bendir til mislitra yfirborðssvæða.
New Horizons flýgur framhjá Plútó þriðjudaginn 14. júlí næstkomandi í 12.500 km hæð yfir yfirborði Plútós. Geimfarið lagði af stað frá Jörðinni í janúar 2006 og er því níu og hálft ár á leiðinni. Myndir geimfarsins af þessum smáa hnetti verða betri með hverjum deginum sem líður.
Myndirnar voru settar saman úr myndum sem teknar voru í þremur litum — bláum, rauðum og nær-innrauðum — með Multicolor Visible Imaging Camera myndavélinni sem kölluð er Ralph, milli 29. maí og 3. júní síðastliðinn.
- Sævar Helgi Bragason
Fyrsta myndskeiðið í lit af Plútó og Karon
Sævar Helgi Bragason 22. jún. 2015 Fréttir
Þegar innan við mánuður er þar til New Horizons geimfar NASA flýgur framhjá Plútó og tunglum hans eru fyrstu myndskeiðin í lit tekin að birtast af kerfinu. Að auki eru smáatriði farin að koma fram á Karon.
Myndskeiðið sem sést hér undir sýnir Plútó og stærsta tungl hans, Karon, á sveimi um sameiginlega massamiðju. Plútó er mun efnismeiri en Karon svo massamiðja kerfisins er nær Plútó en Karon.
Karon snýst einu sinni um Plútó á 6 dögum, 9 klukkustundum og 17,6 mínútum. Plútó snýst einu sinni um sjálfan sig á sama tíma. Það þýðir að Karon sést aðeins frá annarri hlið Plútós. Geimfari sem stæði á hinni hliðinni sæi Karon aldrei. Sama ástand á eftir að verða á Jörðinni í framtíðinni.
Þótt upplausnin sé lítil sést að Plútó og Karon eru mismunandi á litinn. Plútó er appelsínugulleitur á meðan Karon er mun grárri. Enn er ekki vitað hvers vegna svo er. Einnig sjást breytingar á birtu Plútós á myndunum, sem bendir til mislitra yfirborðssvæða.
New Horizons flýgur framhjá Plútó þriðjudaginn 14. júlí næstkomandi í 12.500 km hæð yfir yfirborði Plútós. Geimfarið lagði af stað frá Jörðinni í janúar 2006 og er því níu og hálft ár á leiðinni. Myndir geimfarsins af þessum smáa hnetti verða betri með hverjum deginum sem líður.
Myndirnar voru settar saman úr myndum sem teknar voru í þremur litum — bláum, rauðum og nær-innrauðum — með Multicolor Visible Imaging Camera myndavélinni sem kölluð er Ralph, milli 29. maí og 3. júní síðastliðinn.
- Sævar Helgi Bragason