Plútó í öllu sínu veldi
Sævar Helgi Bragason
14. júl. 2015
Fréttir
Klukkan 11:50 í morgun flaug New Horizons, hraðfleygasta geimfar sem menn hafa sent út í geiminn, framhjá Plútó.
Þetta var söguleg stund sem markar bæði upphaf og endi: Upphafið á rannsóknum á útjaðri sólkerfisins en endi á fyrstu rannsóknum okkar á stærstu hnöttum sólkerfisins. Plútó hefur breyst úr litlum fjarlægum punkti yfir í ótrúlega áhugaverðan stað.
|
Plútó úr 766.000 km fjarlægð, 16 klukkustundum áður en New Horizons flaug framhjá honum. Mynd: NASA/JHUAPL/SwRI
|
Plútó er nú í baksýnisspeglinum en heldur áfram rannsóknum næstu vikur og mánuði. Í kringum klukkan 1 eftir miðnætti, aðfaranótt 15. júlí, hringir geimfarið heim til Jarðar og lætur vita af sér. Fyrstu sýnishorn af myndum ættu síðan að berast annað kvöld. Eftir um eitt og hálft ár, í október eða nóvember 2016, ættu öll gögn frá geimfarinu að hafa borist til Jarðar.
Helsta markmið New Horizons var að rannsaka jarðfræði Plútós og tunglsins Karons. Við viljum líka vita úr hvaða efnum Plútó er og hvernig Plútó og tunglins hans urðu til. Allt er þetta knúið áfram af forvitni en líka liður í að rannska uppruna og uppbyggingu heimilis okkar í alheiminum, sólkerfið okkar.
Einar fyrstu rannsóknarniðurstöðurnar voru mælingar á stærð Plútós. Við komumst að því að hann er örlítið stærri en við bjuggumst við og því stærsti þekkti hnötturinn í Kuipersbeltinu, eða um 2370 km í þvermál. Ef Jörðin væri fótbolti, þá væri Plútó á stærð við golfkúlu í samanburði.
Á yfirborðinu sjáum við sögu hnattarins. Við fyrstu sýn eru ekki margir stórir gígar svo yfirborðið hlýtur að vera tiltölulega ungt, að minnsta kosti hluti þess. Það eru sem sagt einhver ferli að móta það enn í dag, t.d. snjókoma. Plútó er fjarri því óáhugaverður íshnöttur — hann er stórfurðulegur, fallegur og heillandi staður.
Fleiri fréttir af Plútó
Tengt efni
- Sævar Helgi Bragason
Plútó í öllu sínu veldi
Sævar Helgi Bragason 14. júl. 2015 Fréttir
Klukkan 11:50 í morgun flaug New Horizons, hraðfleygasta geimfar sem menn hafa sent út í geiminn, framhjá Plútó.
Þetta var söguleg stund sem markar bæði upphaf og endi: Upphafið á rannsóknum á útjaðri sólkerfisins en endi á fyrstu rannsóknum okkar á stærstu hnöttum sólkerfisins. Plútó hefur breyst úr litlum fjarlægum punkti yfir í ótrúlega áhugaverðan stað.
Plútó er nú í baksýnisspeglinum en heldur áfram rannsóknum næstu vikur og mánuði. Í kringum klukkan 1 eftir miðnætti, aðfaranótt 15. júlí, hringir geimfarið heim til Jarðar og lætur vita af sér. Fyrstu sýnishorn af myndum ættu síðan að berast annað kvöld. Eftir um eitt og hálft ár, í október eða nóvember 2016, ættu öll gögn frá geimfarinu að hafa borist til Jarðar.
Helsta markmið New Horizons var að rannsaka jarðfræði Plútós og tunglsins Karons. Við viljum líka vita úr hvaða efnum Plútó er og hvernig Plútó og tunglins hans urðu til. Allt er þetta knúið áfram af forvitni en líka liður í að rannska uppruna og uppbyggingu heimilis okkar í alheiminum, sólkerfið okkar.
Einar fyrstu rannsóknarniðurstöðurnar voru mælingar á stærð Plútós. Við komumst að því að hann er örlítið stærri en við bjuggumst við og því stærsti þekkti hnötturinn í Kuipersbeltinu, eða um 2370 km í þvermál. Ef Jörðin væri fótbolti, þá væri Plútó á stærð við golfkúlu í samanburði.
Á yfirborðinu sjáum við sögu hnattarins. Við fyrstu sýn eru ekki margir stórir gígar svo yfirborðið hlýtur að vera tiltölulega ungt, að minnsta kosti hluti þess. Það eru sem sagt einhver ferli að móta það enn í dag, t.d. snjókoma. Plútó er fjarri því óáhugaverður íshnöttur — hann er stórfurðulegur, fallegur og heillandi staður.
Fleiri fréttir af Plútó
New Horizons heimsækir Plútó
Hvers vegna er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Tengt efni
Plútó
Karon
New Horizons
- Sævar Helgi Bragason