Stjörnuhimininn í október 2015
Sævar Helgi Bragason
30. sep. 2015
Fréttir
Október hefur upp á margt að bjóða fyrir stjörnuáhugafólk, sér í lagi á morgunhimninum sem prýddur er þremur reikistjörnum.
Helstu stjarnfræðilegu atburðir í október 2015
Eftirfarandi tafla sýnir helstu stjarnfræðilegu atburði sem eiga sér stað í mánuðinum. Tímasetningar eru miðaðar við Ísland. Athugaðu að ekki allir atburðir sjást frá Íslandi vegna legu landsins og birtuskilyrða.
Dags.
|
Tími
|
Atburður
|
2. október
|
|
Aldebaran skammt austan við tunglið
|
4. október
|
21:06
|
SÍÐASTA KVARTIL TUNGLSINS
|
9. október
|
07:00
|
Júpíter, Mars, Venus og tunglið saman á morgunhimni
|
9. október
|
|
Loftsteinadrífan Drakonítar nær hámarki
|
11. október
|
13:17
|
Tunglið í jarðfirrð: 406.389 km
|
12. október
|
03
|
Úranus í gagnstöðu
|
12. október
|
18
|
Merkúríus í sólnánd
|
13. október
|
00:06
|
NÝTT TUNGL
|
16. október
|
03
|
Merkúríus við mestu álengd: 18,1°V
|
20. október
|
20:31
|
FYRSTA KVARTIL TUNGLSINS
|
21. október
|
23
|
Loftsteinadrífan Óríonítar í hámarki
|
26. október
|
07
|
Venus við mestu álengd: 46,4°V
|
26. október
|
12:59
|
Tunglið í jarðnánd: 358.464 km
|
27. október
|
12:05
|
FULLT TUNGL
|
29. október
|
22:45
|
Aldebaran 0,6°S við tunglið
|
Vakin er sérstök athygli á helstu atburðum á Facebook síðu Stjörnufræðivefsins og, í sumum tilvikum, á Stjörnufræðivefnum sjálfum.
Settar verða inn ljósmyndir af helstu viðburðum eftir að atburðirnir eiga sér stað.
Reikistjörnur á morgunhimni
Morgunhimininn í október er einstaklega glæsilegur, skreyttur þremur reikistjörnum — Júpíter, Mars og Venusi — í suðaustri við sólarupprás í stjörnumerkinu Ljóninu. Venus er skærust (birtustig –4,5), Júpíter litlu daufari (birtustig –1,8) en Mars daufastur (birtustig +1,7).
Í gegnum sjónauka sést að Venus er vaxandi sigð en stærð hennar á himninum minnkar þegar líður á mánuðinn, enda að fjarlægast Jörðina á för sinni um sólina.
Að morgni föstudagsins 9. október myndar tunglið, sem er minnkandi, þríhyrning með Mars og Júpíter og Venusi og Regúlusi í Ljóninu fyrir ofan. Tveimur dögum síðar gæti verið hægt að sjá Merkúríus við hlið tunglsins, mjög lágt á lofti, í morgunbirtunni.
|
Tunglið og reikistjörnur á morgunhimninum yfir Íslandi föstudagsmorguninn 9. október 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Stellarium
|
Í dögun dagana 24.-26. október skín þríeykið Venus, Júpíter og Mars á himni í austri. Innan við 2 gráður skilja að Venus og Júpíter og Mars verður aðeins 3 gráður fyrir neðan.
|
Samstaða þríeykisins Venusar, Júpíters og Mars á suð-austurhimni skömmu fyrir sólarupprás dagana 24.-26. október 2015. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Stellarium
|
Heimildir
-
Calendar of Astronomical Events eftir Fred Espenak, www.AstroPixels.com.
- Sævar Helgi Bragason
Stjörnuhimininn í október 2015
Sævar Helgi Bragason 30. sep. 2015 Fréttir
Október hefur upp á margt að bjóða fyrir stjörnuáhugafólk, sér í lagi á morgunhimninum sem prýddur er þremur reikistjörnum.
Helstu stjarnfræðilegu atburðir í október 2015
Eftirfarandi tafla sýnir helstu stjarnfræðilegu atburði sem eiga sér stað í mánuðinum. Tímasetningar eru miðaðar við Ísland. Athugaðu að ekki allir atburðir sjást frá Íslandi vegna legu landsins og birtuskilyrða.
Vakin er sérstök athygli á helstu atburðum á Facebook síðu Stjörnufræðivefsins og, í sumum tilvikum, á Stjörnufræðivefnum sjálfum.
Settar verða inn ljósmyndir af helstu viðburðum eftir að atburðirnir eiga sér stað.
Reikistjörnur á morgunhimni
Morgunhimininn í október er einstaklega glæsilegur, skreyttur þremur reikistjörnum — Júpíter, Mars og Venusi — í suðaustri við sólarupprás í stjörnumerkinu Ljóninu. Venus er skærust (birtustig –4,5), Júpíter litlu daufari (birtustig –1,8) en Mars daufastur (birtustig +1,7).
Í gegnum sjónauka sést að Venus er vaxandi sigð en stærð hennar á himninum minnkar þegar líður á mánuðinn, enda að fjarlægast Jörðina á för sinni um sólina.
Að morgni föstudagsins 9. október myndar tunglið, sem er minnkandi, þríhyrning með Mars og Júpíter og Venusi og Regúlusi í Ljóninu fyrir ofan. Tveimur dögum síðar gæti verið hægt að sjá Merkúríus við hlið tunglsins, mjög lágt á lofti, í morgunbirtunni.
Í dögun dagana 24.-26. október skín þríeykið Venus, Júpíter og Mars á himni í austri. Innan við 2 gráður skilja að Venus og Júpíter og Mars verður aðeins 3 gráður fyrir neðan.
Heimildir
Calendar of Astronomical Events eftir Fred Espenak, www.AstroPixels.com.
- Sævar Helgi Bragason