Svifið yfir suðurpól Mars
Sævar Helgi Bragason
10. sep. 2015
Fréttir
Evrópska geimfarið Mars Express hefur rannsakað reikistjörnuna Mars
í rúman áratug og tekið á þeim tíma margar glæsilegar myndir. Hinn 25.
febrúar síðastliðinn tók geimfarið þessa óvenjulegu mynd af útsýninu
yfir suðurpól Mars og gígótt suðurhálendið.
Neðarlega á myndinni sést suðurpólinn sem er úr vatnsís og þurrís (frosnu koldíoxíði). Póllinn breytist talsvert árstíðabundið en hér sést hann að sumri til. Á veturna vex pólhettan umtalsvert.
Á miðhluta myndarinnar sést suðurhálendi reikistjörnunnar sem er mjög gígótt og því ævafornt. Gígarnir eru misveðraðir en dökku skellurnar eru einmitt set, aðallega sandur og aska, sem hefur fokið í vindinum og safnast fyrir í lægðum.
Ofarlega vinstra megin sést hluti af Hellas dældinni, stærstu árekstradældinni á Mars. Hún er meira en 2200 km í þvermál og næstum 8 km á dýpt. Sjá má tvo áberandi farvegi — Dao Vallis og Niger Vallis — skera barm dældarinnar (tvær þunnar, dökkar og hlykkjóttar rákir).
|
Suðurpóll og suðurhálendi Mars.
|
Mynd: ESA/DLR/FU Berlin, CC BY-SA 3.0 IGO
- Sævar Helgi Bragason
Svifið yfir suðurpól Mars
Sævar Helgi Bragason 10. sep. 2015 Fréttir
Evrópska geimfarið Mars Express hefur rannsakað reikistjörnuna Mars í rúman áratug og tekið á þeim tíma margar glæsilegar myndir. Hinn 25. febrúar síðastliðinn tók geimfarið þessa óvenjulegu mynd af útsýninu yfir suðurpól Mars og gígótt suðurhálendið.
Neðarlega á myndinni sést suðurpólinn sem er úr vatnsís og þurrís (frosnu koldíoxíði). Póllinn breytist talsvert árstíðabundið en hér sést hann að sumri til. Á veturna vex pólhettan umtalsvert.
Á miðhluta myndarinnar sést suðurhálendi reikistjörnunnar sem er mjög gígótt og því ævafornt. Gígarnir eru misveðraðir en dökku skellurnar eru einmitt set, aðallega sandur og aska, sem hefur fokið í vindinum og safnast fyrir í lægðum.
Ofarlega vinstra megin sést hluti af Hellas dældinni, stærstu árekstradældinni á Mars. Hún er meira en 2200 km í þvermál og næstum 8 km á dýpt. Sjá má tvo áberandi farvegi — Dao Vallis og Niger Vallis — skera barm dældarinnar (tvær þunnar, dökkar og hlykkjóttar rákir).
Mynd: ESA/DLR/FU Berlin, CC BY-SA 3.0 IGO
- Sævar Helgi Bragason