NGC 4666: Vindasöm vetrarbraut
Sævar Helgi Bragason
01. sep. 2010
Fréttir
Vetrarbrautin NGC 4666 prýðir miðju þessarar nýju ljósmyndar frá ESO. Mikil stjörnumyndun á sér stað í vetrarbrautinni og frá henni streymir mikið gas á miklum hraða, einskonar vindur.
Vetrarbrautin NGC 4666 prýðir miðju þessarar nýju ljósmyndar sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöðinni á La Silla í Chile. Mikil stjörnumyndun á sér stað í vetrarbrautinni og frá henni streymir mikið gas á miklum hraða, einskonar vindur. Áður hafði XMM-Newton geimsjónauki ESA rannsakað röntgengeislun frá vetrarbrautinni en þessi mynd hér var tekin til þess að kanna nánar aðrar röntgenuppsprettur.
Vetrarbrautin NGC 4666 sem er fyrir miðju myndar er hrinuvetrarbraut í um 80 milljón ljósára fjarlægð frá sólinni. Í henni á sér stað sérstaklega öflug hrina stjörnumyndunar. Þessi stjörnumyndun er talin afleiðing víxlverkunar NGC 4666 og annarra vetrarbrauta í nágrenni hennar, þar á meðal NGC 4668 sem sést í neðra horninu vinstra megin. Víxlverkunin kemur oft af stað mikilli stjörnumyndun í þeim vetrarbrautum sem eiga hlut að máli.
Sprengistjörnur og sterkir vindar frá massamiklum stjörnum á stjörnumyndunarsvæðunum knýja áfram mikið gasflæði frá vetrarbrautinni. Þessi vindur er gríðarmikill og má rekja til bjarta miðsvæðis vetrarbrautarinnar. Áhrifa hans gætir tug þúsundir ljósára út í geiminn. Gasið er mjög heitt og gefur því frá sér geislun sem er að mestu á röntgen- og útvarpssviði rafsegulrófsins. Vindurinn sést því ekki á ljósmyndum sem þessari sem teknar eru í sýnilegu ljósi.
Myndin var tekin til að fylgja eftir athugunum XMM-Newton geimsjónauka ESA á röntgengeislun frá vetrarbrautinni. NGC 4666 var meginviðfangsefni rannsókna XMM-Newton en þar sem geimsjónaukinn hefur vítt sjónsvið sáust líka aðrar uppsprettur röntgengeislunar í bakgrunni. Ein slík er dauf vetrarbrautaþyrping neðst á myndinni, hægra megin við miðju. Þyrpingin er mun fjarlægari en NGC 4666 eða í um þriggja milljarða ljósára fjarlægð.
Til að átta sig á eðli fyrirbæra í alheimi verða stjörnufræðingar að gera rannsóknir á þeim á ólíkum bylgjulengdum. Ljós með mismunandi bylgjulengdir getur sagt okkur sitthvað um þau ólíku ferli sem eiga sér stað í þessum fyrirbærunum. Hér tók Wide Field Imager [1] ljósmyndir í sýnilegu ljósi svo unnt væri að kanna betur uppsprettur röntgengeislunar. Þetta er gott dæmi um hvernig stjörnufræðingar láta mismunandi sjónauka starfa saman til að rannsaka alheiminn.
Skýringar
[1] WFI er samstarfsverkefni European Southern Observatory (ESO), Max-Planck-Institut fur Astronomie (MPIA) í Heidelberg (Þýskalandi) og Observatorio Astronomico di Capodimonte (OAC) í Napolí (Ítalíu).
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO La Silla/Paranal & E-ELT Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Jörg Dietrich
Physics Department, University of Michigan
USA
Tel: +1 734 615 4256
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1036.
NGC 4666: Vindasöm vetrarbraut
Sævar Helgi Bragason 01. sep. 2010 Fréttir
Vetrarbrautin NGC 4666 prýðir miðju þessarar nýju ljósmyndar frá ESO. Mikil stjörnumyndun á sér stað í vetrarbrautinni og frá henni streymir mikið gas á miklum hraða, einskonar vindur.
Vetrarbrautin NGC 4666 prýðir miðju þessarar nýju ljósmyndar sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöðinni á La Silla í Chile. Mikil stjörnumyndun á sér stað í vetrarbrautinni og frá henni streymir mikið gas á miklum hraða, einskonar vindur. Áður hafði XMM-Newton geimsjónauki ESA rannsakað röntgengeislun frá vetrarbrautinni en þessi mynd hér var tekin til þess að kanna nánar aðrar röntgenuppsprettur.
Vetrarbrautin NGC 4666 sem er fyrir miðju myndar er hrinuvetrarbraut í um 80 milljón ljósára fjarlægð frá sólinni. Í henni á sér stað sérstaklega öflug hrina stjörnumyndunar. Þessi stjörnumyndun er talin afleiðing víxlverkunar NGC 4666 og annarra vetrarbrauta í nágrenni hennar, þar á meðal NGC 4668 sem sést í neðra horninu vinstra megin. Víxlverkunin kemur oft af stað mikilli stjörnumyndun í þeim vetrarbrautum sem eiga hlut að máli.
Sprengistjörnur og sterkir vindar frá massamiklum stjörnum á stjörnumyndunarsvæðunum knýja áfram mikið gasflæði frá vetrarbrautinni. Þessi vindur er gríðarmikill og má rekja til bjarta miðsvæðis vetrarbrautarinnar. Áhrifa hans gætir tug þúsundir ljósára út í geiminn. Gasið er mjög heitt og gefur því frá sér geislun sem er að mestu á röntgen- og útvarpssviði rafsegulrófsins. Vindurinn sést því ekki á ljósmyndum sem þessari sem teknar eru í sýnilegu ljósi.
Myndin var tekin til að fylgja eftir athugunum XMM-Newton geimsjónauka ESA á röntgengeislun frá vetrarbrautinni. NGC 4666 var meginviðfangsefni rannsókna XMM-Newton en þar sem geimsjónaukinn hefur vítt sjónsvið sáust líka aðrar uppsprettur röntgengeislunar í bakgrunni. Ein slík er dauf vetrarbrautaþyrping neðst á myndinni, hægra megin við miðju. Þyrpingin er mun fjarlægari en NGC 4666 eða í um þriggja milljarða ljósára fjarlægð.
Til að átta sig á eðli fyrirbæra í alheimi verða stjörnufræðingar að gera rannsóknir á þeim á ólíkum bylgjulengdum. Ljós með mismunandi bylgjulengdir getur sagt okkur sitthvað um þau ólíku ferli sem eiga sér stað í þessum fyrirbærunum. Hér tók Wide Field Imager [1] ljósmyndir í sýnilegu ljósi svo unnt væri að kanna betur uppsprettur röntgengeislunar. Þetta er gott dæmi um hvernig stjörnufræðingar láta mismunandi sjónauka starfa saman til að rannsaka alheiminn.
Skýringar
[1] WFI er samstarfsverkefni European Southern Observatory (ESO), Max-Planck-Institut fur Astronomie (MPIA) í Heidelberg (Þýskalandi) og Observatorio Astronomico di Capodimonte (OAC) í Napolí (Ítalíu).
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO La Silla/Paranal & E-ELT Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Jörg Dietrich
Physics Department, University of Michigan
USA
Tel: +1 734 615 4256
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1036.