Tignarleg vetrarbraut í óvenjulegu ljósi
Sævar Helgi Bragason
22. sep. 2010
Fréttir
Vetrarbrautin NGC 1365 prýðir þessa nýju mynd frá Very Large Telescope ESO sem tekin var í innrauðu ljósi.
Bjálkaþyrilvetrarbrautin NGC 1365 prýðir þessa nýju ljósmynd sem tekin var í innrauðu ljósi með HAWK-I myndavélinni á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. NGC 1365 tilheyrir þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Ofninn og er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni.
NGC 1365 er ein mest rannsakaða bjálkaþyrilvetrarbrautin á himinhvelfingunni. Hún er stundum kölluð Bjálkaþyrilvetrarbrautin mikla vegna þess hve formfögur hún er. Í miðju hennar er bjálki og út skaga tveir mjög áberandi þyrilarmar frá honum en nærri miðju bjálkans er líka annar umfangsminni þyrilarmur. Vetrarbrautin öll er svo öll sett þunnum rykslæðum.
Vetrarbrautin er kjörið viðfangsefni fyrir stjarnvísindamenn sem rannsaka myndun og þróun bjálkaþyrilvetrarbrauta. Þessi nýja innrauða ljósmynd frá HAWK-I gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast inn í ryksvæðin sem hylja hluta vetrarbrautarinnar, nokkuð sem er nánast útilokað á myndum sem teknar eru í sýnilegu ljósi (potw1037a). Innrauðu myndirnar sýna glöggt glæðurnar frá ógrynni stjarna í bjálkanum og þyrilörmunum. Myndin var tekin til að hjálpa stjörnufræðingum að skilja flókið flæði efnis innan vetrarbrautarinnar og þau áhrif sem það hefur á gasið sem nýjar stjörnur geta myndast úr. Bjálkinn stóri hefur mikil áhrif þyngdarsvið vetrarbrautarinnar, þannig að sums staðar myndast svæði þar sem gas þéttist og stjörnur verða til. Í þyrilörmunum eru margar ungar stjörnuþyrpingar sem innihalda hundruð eða þúsundir bjartra stjarna sem eru innan við 10 milljón ára gamlar. Vetrarbrautin er of fjarlæg til þess að stakar stjörnur greinist á myndinni. Þessir litlu kekkir sem sjást á henni eru í raun stjörnuþyrpingar. Í vetrarbrautinni allri myndast um þrír sólmassar af stjörnum á ári.
Í bjálkanum eru mestmegnis gamlar stjörnur sem eru löngu komnar yfir sitt blómaskeið. Þó myndast fjölmargar nýjar stjörnur í gas- og rykskýjunum í innri þyrilarminum sem liggur nærri kjarna vetrarbrautarinnar. Gas og ryk streymir einnig í gegnum bjálkann inn að miðju vetrarbrautarinnar þar sem stjörnufræðingar greint merki risasvarthols sem er vel falið innan um aragrúa ungra og mjög bjartra stjarna.
NGC 1365 og þyrilarmar hennar teygja sig meira en 200.000 ljósár út í geiminn. Mismunandi hlutar vetrarbrautarinnar eru mislengi að ljúka einni hringferð í kringum kjarnann en ytri hlutar bjálkans ljúka einni umferð á um 350 milljón árum. Síðustu ár hefur NGC 1365 og aðrar vetrarbrautir sömu gerðar gegnt æ veigameira hlutverki í rannsóknum í stjarnvísindum því margt bendir til að Vetrarbrautin okkar sé líka bjálkaþyrilvetrarbraut. Slíkar vetrarbrautir eru tiltölulega algengar. Samkvæmt nýlegum útreikningum hafa tveir þriðju allra þyrilvetrarbrauta bjálka svo rannsóknir á þeim getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja okkar eigin vetrarbraut.
Tenglar
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1038.
Tignarleg vetrarbraut í óvenjulegu ljósi
Sævar Helgi Bragason 22. sep. 2010 Fréttir
Vetrarbrautin NGC 1365 prýðir þessa nýju mynd frá Very Large Telescope ESO sem tekin var í innrauðu ljósi.
Bjálkaþyrilvetrarbrautin NGC 1365 prýðir þessa nýju ljósmynd sem tekin var í innrauðu ljósi með HAWK-I myndavélinni á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. NGC 1365 tilheyrir þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Ofninn og er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni.
NGC 1365 er ein mest rannsakaða bjálkaþyrilvetrarbrautin á himinhvelfingunni. Hún er stundum kölluð Bjálkaþyrilvetrarbrautin mikla vegna þess hve formfögur hún er. Í miðju hennar er bjálki og út skaga tveir mjög áberandi þyrilarmar frá honum en nærri miðju bjálkans er líka annar umfangsminni þyrilarmur. Vetrarbrautin öll er svo öll sett þunnum rykslæðum.
Vetrarbrautin er kjörið viðfangsefni fyrir stjarnvísindamenn sem rannsaka myndun og þróun bjálkaþyrilvetrarbrauta. Þessi nýja innrauða ljósmynd frá HAWK-I gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast inn í ryksvæðin sem hylja hluta vetrarbrautarinnar, nokkuð sem er nánast útilokað á myndum sem teknar eru í sýnilegu ljósi (potw1037a). Innrauðu myndirnar sýna glöggt glæðurnar frá ógrynni stjarna í bjálkanum og þyrilörmunum. Myndin var tekin til að hjálpa stjörnufræðingum að skilja flókið flæði efnis innan vetrarbrautarinnar og þau áhrif sem það hefur á gasið sem nýjar stjörnur geta myndast úr. Bjálkinn stóri hefur mikil áhrif þyngdarsvið vetrarbrautarinnar, þannig að sums staðar myndast svæði þar sem gas þéttist og stjörnur verða til. Í þyrilörmunum eru margar ungar stjörnuþyrpingar sem innihalda hundruð eða þúsundir bjartra stjarna sem eru innan við 10 milljón ára gamlar. Vetrarbrautin er of fjarlæg til þess að stakar stjörnur greinist á myndinni. Þessir litlu kekkir sem sjást á henni eru í raun stjörnuþyrpingar. Í vetrarbrautinni allri myndast um þrír sólmassar af stjörnum á ári.
Í bjálkanum eru mestmegnis gamlar stjörnur sem eru löngu komnar yfir sitt blómaskeið. Þó myndast fjölmargar nýjar stjörnur í gas- og rykskýjunum í innri þyrilarminum sem liggur nærri kjarna vetrarbrautarinnar. Gas og ryk streymir einnig í gegnum bjálkann inn að miðju vetrarbrautarinnar þar sem stjörnufræðingar greint merki risasvarthols sem er vel falið innan um aragrúa ungra og mjög bjartra stjarna.
NGC 1365 og þyrilarmar hennar teygja sig meira en 200.000 ljósár út í geiminn. Mismunandi hlutar vetrarbrautarinnar eru mislengi að ljúka einni hringferð í kringum kjarnann en ytri hlutar bjálkans ljúka einni umferð á um 350 milljón árum. Síðustu ár hefur NGC 1365 og aðrar vetrarbrautir sömu gerðar gegnt æ veigameira hlutverki í rannsóknum í stjarnvísindum því margt bendir til að Vetrarbrautin okkar sé líka bjálkaþyrilvetrarbraut. Slíkar vetrarbrautir eru tiltölulega algengar. Samkvæmt nýlegum útreikningum hafa tveir þriðju allra þyrilvetrarbrauta bjálka svo rannsóknir á þeim getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja okkar eigin vetrarbraut.
Tenglar
NGC 1365 í sýnilegu ljósi
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1038.