Stóra alþjóðlega stjörnutalningin stendur yfir til 17.-31. október 2014
Sverrir Guðmundsson
02. nóv. 2010
Fréttir
Með því að skoða stjörnumerkið Svaninn er hægt að áætla hve margar stjörnur sjást á himninum.
Í október eða nóvember fer fram árleg stjörnutalning um allan heim sem nefnist Stóra alþjóðlega stjörnutalningin (á ensku Great World Wide Star Count).
Það þarf ekki að telja allar stjörnurnar til þess að taka þátt heldur er nóg að vera með stjörnukort og skoða stjörnumerkið Svaninn til þess að hafa hugmynd um hve margar stjörnur sjást á öllum stjörnuhimninum.
Á vefsíðunni Stjörnutalning eru leiðbeiningar um hvernig stjörnutalningin fer fram. Upplýsingar og leiðarvísir fyrir Stóru alþjóðlegu stjörnutalninguna eru á miðri síðunni. Lokadagurinn miðast við að þá fer tunglið vaxandi og lýsir upp himininn á kvöldin svo við sjáum færri stjörnur.
Stóra alþjóðlega stjörnutalningin stendur yfir til 17.-31. október 2014
Sverrir Guðmundsson 02. nóv. 2010 Fréttir
Með því að skoða stjörnumerkið Svaninn er hægt að áætla hve margar stjörnur sjást á himninum.
Í október eða nóvember fer fram árleg stjörnutalning um allan heim sem nefnist Stóra alþjóðlega stjörnutalningin (á ensku Great World Wide Star Count).
Það þarf ekki að telja allar stjörnurnar til þess að taka þátt heldur er nóg að vera með stjörnukort og skoða stjörnumerkið Svaninn til þess að hafa hugmynd um hve margar stjörnur sjást á öllum stjörnuhimninum.
Á vefsíðunni Stjörnutalning eru leiðbeiningar um hvernig stjörnutalningin fer fram. Upplýsingar og leiðarvísir fyrir Stóru alþjóðlegu stjörnutalninguna eru á miðri síðunni. Lokadagurinn miðast við að þá fer tunglið vaxandi og lýsir upp himininn á kvöldin svo við sjáum færri stjörnur.