Deep Impact heimsækir Hartley 2
Sævar Helgi Bragason
04. nóv. 2010
Fréttir
Fyrstu myndir Deep Impact geimfarsins af halastjörnunni Hartley 2 sýna að halastjarnan líkist helst hnetu eða hundabeini!
Í dag, fimmtudaginn 4. nóvember, flaug Deep Impact geimfarið framhjá halastjörnunni Hartley 2 úr aðeins 700 km fjarlægð. Myndirnar sýna að halastjarnan, sem er rétt um 1,5 til 2 km á lengd, minnir einna helst á hnetu eða hundabein. Á myndunum sjást meðal annars fjöldi gasstróka skaga út úr kjarna halastjörnunnar. Hún virðist slétt og samfelld fyrir miðju en stráð hnullungum á sitt hvorum endanum. Halastjarnan er ólík öllum halastjörnum sem skoðaðar hafa verið úr návígi hingað til.
Árið 2005 heimsótti Deep Impact halastjörnuna Tempel 1. Í júlí það ár losnaði lítið koparskeyti frá geimfarinu og rakst á halastjörnuna. Við það myndaðist gígur á yfirborðinu og talsvert magn íss og ryks þeyttist út í geiminn.
Eftir frægðarförina til Tempel 1 var geimfarið, sem er á stærð við lítinn fólksbíl, enn við hestaheilsu og nóg eftir af eldsneyti. Því ákvað NASA að endurnýta geimfarið og setja stefnuna á aðra halastjörnu. Því miður var ekki fýsilegt fyrir Deep Impact að heimsækja Tempel 1 aftur. Það fellur aftur á móti í skaut Stardust geimfarsins að skoða ummerki árekstursins þann 14. febrúar á næst ári.
|
Halastjarnan Hartley 2 (græni hnoðrinn) á mynd sem Jón Örn Sigurðsson tók nýverið.
|
Halastjarnan sem Deep Impact flaug nú framhjá er sú sama og prýtt hefur kvöldhiminninn síðustu vikur, íslensku stjörnuáhugafólk til mikillar ánægju. Sú halastjarna heitir Hartley 2, nefnd eftir breska stjörnufræðingnum Malcolm Hartley sem uppgötvaði hana árið 1986, og sést sem grænn hnoðri á myndinni hér til hægri sem íslenski stjörnuljósmyndarinn Jón Örn Sigurðsson tók um það leyti sem hún var næst jörðinni, þá í um 18 milljón km fjarlægð.
Deep Impact geimfarið var næst halastjörnunni klukkan 13:50 í dag (fimmtudaginn 4. nóvember). Fyrstu nærmyndirnar bárust svo til jarðar skömmu eftir klukkan 15. Geimfarið og halastjarnan voru þá í um 23 milljón km fjarlægð frá jörðinni.
Myndirnar sýna að halastjarnan er ílöng og minnir einna helst á hnetu eða hundabein við fyrstu sýn.
Rannsóknir á halastjörnum þykja mjög mikilvægur liður í að læra um uppruna sólkerfisins. Í halastjörnum er elsta efni sem finnst í sólkerfinu enda eru þær leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4.600 milljón árum.
Halastjörnur eru ennfremur taldar leika lykilhlutverk í uppruna vatns á jörðinni. Halastjörnur eru nefnilega að mestu leyti úr vatnsís og þegar jörðin var í mótun rigndi þeim yfir jörðina.
Fleiri myndum verður smám saman bætt við þessa frétt þegar þær berast til jarðar. Myndirnar eru fengnar af heimasíðu verkefnisins.
|
Nærmynd Deep Impact geimfarsins af kjarna halastjörnunnar Hartley 2. Myndin var tekin um það leyti þegar geimfarið var næst halastjörnunni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13:59. Mynd: NASA/JPL/UMD
|
Tenglar
Deep Impact heimsækir Hartley 2
Sævar Helgi Bragason 04. nóv. 2010 Fréttir
Fyrstu myndir Deep Impact geimfarsins af halastjörnunni Hartley 2 sýna að halastjarnan líkist helst hnetu eða hundabeini!
Í dag, fimmtudaginn 4. nóvember, flaug Deep Impact geimfarið framhjá halastjörnunni Hartley 2 úr aðeins 700 km fjarlægð. Myndirnar sýna að halastjarnan, sem er rétt um 1,5 til 2 km á lengd, minnir einna helst á hnetu eða hundabein. Á myndunum sjást meðal annars fjöldi gasstróka skaga út úr kjarna halastjörnunnar. Hún virðist slétt og samfelld fyrir miðju en stráð hnullungum á sitt hvorum endanum. Halastjarnan er ólík öllum halastjörnum sem skoðaðar hafa verið úr návígi hingað til.
Árið 2005 heimsótti Deep Impact halastjörnuna Tempel 1. Í júlí það ár losnaði lítið koparskeyti frá geimfarinu og rakst á halastjörnuna. Við það myndaðist gígur á yfirborðinu og talsvert magn íss og ryks þeyttist út í geiminn.
Eftir frægðarförina til Tempel 1 var geimfarið, sem er á stærð við lítinn fólksbíl, enn við hestaheilsu og nóg eftir af eldsneyti. Því ákvað NASA að endurnýta geimfarið og setja stefnuna á aðra halastjörnu. Því miður var ekki fýsilegt fyrir Deep Impact að heimsækja Tempel 1 aftur. Það fellur aftur á móti í skaut Stardust geimfarsins að skoða ummerki árekstursins þann 14. febrúar á næst ári.
Halastjarnan sem Deep Impact flaug nú framhjá er sú sama og prýtt hefur kvöldhiminninn síðustu vikur, íslensku stjörnuáhugafólk til mikillar ánægju. Sú halastjarna heitir Hartley 2, nefnd eftir breska stjörnufræðingnum Malcolm Hartley sem uppgötvaði hana árið 1986, og sést sem grænn hnoðri á myndinni hér til hægri sem íslenski stjörnuljósmyndarinn Jón Örn Sigurðsson tók um það leyti sem hún var næst jörðinni, þá í um 18 milljón km fjarlægð.
Deep Impact geimfarið var næst halastjörnunni klukkan 13:50 í dag (fimmtudaginn 4. nóvember). Fyrstu nærmyndirnar bárust svo til jarðar skömmu eftir klukkan 15. Geimfarið og halastjarnan voru þá í um 23 milljón km fjarlægð frá jörðinni.
Myndirnar sýna að halastjarnan er ílöng og minnir einna helst á hnetu eða hundabein við fyrstu sýn.
Rannsóknir á halastjörnum þykja mjög mikilvægur liður í að læra um uppruna sólkerfisins. Í halastjörnum er elsta efni sem finnst í sólkerfinu enda eru þær leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4.600 milljón árum.
Halastjörnur eru ennfremur taldar leika lykilhlutverk í uppruna vatns á jörðinni. Halastjörnur eru nefnilega að mestu leyti úr vatnsís og þegar jörðin var í mótun rigndi þeim yfir jörðina.
Fleiri myndum verður smám saman bætt við þessa frétt þegar þær berast til jarðar. Myndirnar eru fengnar af heimasíðu verkefnisins.
Tenglar
Halastjörnur