VISTA starir djúpt í bláa lónið
Sævar Helgi Bragason
05. jan. 2011
Fréttir
Ný innrauð ljósmynd VISTA sjónauka ESO gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast djúpt í Lónþokuna.
Þessa nýju ljósmynd, sem er innrauð, tók VISTA sjónauki ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Chile af Lónþokunni. Myndin er hluti af fimm ára rannsókn á Vetrarbrautinni okkar og aðeins lítill hluti af miklu stærri ljósmynd af svæðinu í kringum þokuna. Sú mynd er að sama skapi aðeins lítill hluti af enn stærra svæði allt verður kortlagt.
Stjörnufræðingar nota VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) sjónauka ESO til að kortleggja miðsvæði Vetrarbrautarinnar í leit að breytilegum fyrirbærum svo hægt sé að rannsaka uppbyggingu þeirra í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Þessi innrauða ljósmynd er hluti af þessu kortlagningarverkefni sem nefnist VISTA Variables in the Via Lactea [1] en á henni sést stjörnuhreiður sem nefnist Lónþokan (einnig þekkt sem Messier 8, sjá eso0936). Þokan er í um 4.000 til 5.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Bogmanninum.
Innrauðar mælingar gera stjörnufræðingum kleift að skyggnast á bakvið rykslæðurnar sem koma í veg fyrir að sýnilegt ljós berist frá fyrirbærum í bakgrunni. Ástæðan er sú að bylgjulengd sýnilegs ljóss er af svipaðri stærð og rykagnirnar í skýinu svo það dreifist mjög mikið; miklu meira en innrautt ljós sem er með lengri bylgjulengd og berst að mestu óhindrað í gegnum rykið. VISTA hefur 4,1 metra breiðan safnspegil og er því stærsti kortlagningarsjónauki heims. Með honum kortleggja stjörnufræðingar stór svæði á himninum á nær-innrauðum bylgjulengdum, gera það hratt og örugglega og seilast djúpt út í geim. Sjónaukinn er því kjörinn til rannsókna á myndun stjarna.
Stjörnur myndast venjulega í stórum gas- og rykskýjum sem falla saman undan eigin þyngd. Í Lónþokunni er fjöldi þéttra svæða sem kallast Bokhnoðrar [2] þar sem gas og ryk er að falla saman. Þessir dökku hnoðrar eru svo þéttir að meira að segja innrautt ljós frá stjörnum í bakgrunni berst illa í gegnum þá. Frægasti dökki hnoðrinn í þessari þoku er lónlaga rykslæða sem vindur sig í gegnum glóandi gasskýið og sá hnoðri sem þokan er nefnd eftir.
Sterkt útfjólublátt ljós frá heitum, ungum stjörnum lýsir upp þokuna. Í Lónþokunni eru líka fjölmörg yngri stjörnumyndunarsvæði. Í þokunni hafa fundist nýfæddar stjörnur sem eru svo ungar að enn í kringum þær aðsópskringlurnar sem umluktu þær við fæðingu. Stundum skaga skammlífir en bjartir efnisstrókar út frá pólum þessara nýfæddu stjarna sem grafa sig í gasið í kring og mynda Herbig-Haro fyrirbæri [3]. Þess vegna er auðvelt að finna þessar nýfæddu stjörnur. Undanfarin fimm ár hafa nokkur Herbig-Haro fyrirbæri fundist í Lónþokunni sem segir okkur að þar fæðast enn stjörnur.
Skýringar
[1] Þetta er eitt af sex kortlagningarverkefnum VISTA sem standa nú yfir. Í því eru miðsvæði Vetrarbrautarinnar kortlögð ítrekað yfir fimm ára tímabil svo unnt sé að finna ný breytileg fyrirbæri.
[2] Bart Bok var hollensk-bandarískur stjörnufræðingur sem varði stærstum hluta starfsævi sinnar í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann tók fyrst eftir dökku hnoðrunum sem bera nafn hans í stjörnumyndunarsvæðum og ályktaði að þeir tengdust fyrstu stigum stjörnumyndunar. Ungu stjörnurnar í hnoðrunum sáust fyrst þegar innrauðar ljósmyndir voru teknar af þeim nokkrum áratugum síðar.
[3] George Herbig og Guillermo Haro voru ekki fyrstu stjörnufræðingarnir sem sáu þessi sérkennilegu fyrirbæri en þeir rannsökuðu litróf þeirra í smáatriðum fyrstir manna. Þeim varð ljóst að ekki var aðeins um að ræða gas- og rykklumpa sem endurvörpuðu ljós eða gáfu frá sér geislun fyrir tilstilli útblás ljóss frá ungum stjörnum, heldur var þetta nýr flokkur fyrirbæra sem tengdist myndun stjarna.
Frekari upplýsingar
Í VVV rannsóknahópnum eru meðal annarra Dante Minniti (Universidad Catolica í Chile), Phil Lucas (University of Hertfordshire í Bretland), Ignacio Toledo (Universidad Catolica) og Maren Hempel (Universidad Catolica).
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengdar myndir
- Innrauð ljósmynd VISTA af Lónþokunni (Messier 8)
- Samanburður á Lónþokunni (Messier 8) í innrauðu og sýnilegu ljósi.
- Innrauð ljósmynd VISTA af Lónþokunni (Messier 8)
- VISTA kortlagningarsjónauki ESO
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: rhook[hjá]eso.org
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1101.
VISTA starir djúpt í bláa lónið
Sævar Helgi Bragason 05. jan. 2011 Fréttir
Ný innrauð ljósmynd VISTA sjónauka ESO gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast djúpt í Lónþokuna.
Þessa nýju ljósmynd, sem er innrauð, tók VISTA sjónauki ESO í Paranal-stjörnustöðinni í Chile af Lónþokunni. Myndin er hluti af fimm ára rannsókn á Vetrarbrautinni okkar og aðeins lítill hluti af miklu stærri ljósmynd af svæðinu í kringum þokuna. Sú mynd er að sama skapi aðeins lítill hluti af enn stærra svæði allt verður kortlagt.
Stjörnufræðingar nota VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) sjónauka ESO til að kortleggja miðsvæði Vetrarbrautarinnar í leit að breytilegum fyrirbærum svo hægt sé að rannsaka uppbyggingu þeirra í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Þessi innrauða ljósmynd er hluti af þessu kortlagningarverkefni sem nefnist VISTA Variables in the Via Lactea [1] en á henni sést stjörnuhreiður sem nefnist Lónþokan (einnig þekkt sem Messier 8, sjá eso0936). Þokan er í um 4.000 til 5.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Bogmanninum.
Innrauðar mælingar gera stjörnufræðingum kleift að skyggnast á bakvið rykslæðurnar sem koma í veg fyrir að sýnilegt ljós berist frá fyrirbærum í bakgrunni. Ástæðan er sú að bylgjulengd sýnilegs ljóss er af svipaðri stærð og rykagnirnar í skýinu svo það dreifist mjög mikið; miklu meira en innrautt ljós sem er með lengri bylgjulengd og berst að mestu óhindrað í gegnum rykið. VISTA hefur 4,1 metra breiðan safnspegil og er því stærsti kortlagningarsjónauki heims. Með honum kortleggja stjörnufræðingar stór svæði á himninum á nær-innrauðum bylgjulengdum, gera það hratt og örugglega og seilast djúpt út í geim. Sjónaukinn er því kjörinn til rannsókna á myndun stjarna.
Stjörnur myndast venjulega í stórum gas- og rykskýjum sem falla saman undan eigin þyngd. Í Lónþokunni er fjöldi þéttra svæða sem kallast Bokhnoðrar [2] þar sem gas og ryk er að falla saman. Þessir dökku hnoðrar eru svo þéttir að meira að segja innrautt ljós frá stjörnum í bakgrunni berst illa í gegnum þá. Frægasti dökki hnoðrinn í þessari þoku er lónlaga rykslæða sem vindur sig í gegnum glóandi gasskýið og sá hnoðri sem þokan er nefnd eftir.
Sterkt útfjólublátt ljós frá heitum, ungum stjörnum lýsir upp þokuna. Í Lónþokunni eru líka fjölmörg yngri stjörnumyndunarsvæði. Í þokunni hafa fundist nýfæddar stjörnur sem eru svo ungar að enn í kringum þær aðsópskringlurnar sem umluktu þær við fæðingu. Stundum skaga skammlífir en bjartir efnisstrókar út frá pólum þessara nýfæddu stjarna sem grafa sig í gasið í kring og mynda Herbig-Haro fyrirbæri [3]. Þess vegna er auðvelt að finna þessar nýfæddu stjörnur. Undanfarin fimm ár hafa nokkur Herbig-Haro fyrirbæri fundist í Lónþokunni sem segir okkur að þar fæðast enn stjörnur.
Skýringar
[1] Þetta er eitt af sex kortlagningarverkefnum VISTA sem standa nú yfir. Í því eru miðsvæði Vetrarbrautarinnar kortlögð ítrekað yfir fimm ára tímabil svo unnt sé að finna ný breytileg fyrirbæri.
[2] Bart Bok var hollensk-bandarískur stjörnufræðingur sem varði stærstum hluta starfsævi sinnar í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann tók fyrst eftir dökku hnoðrunum sem bera nafn hans í stjörnumyndunarsvæðum og ályktaði að þeir tengdust fyrstu stigum stjörnumyndunar. Ungu stjörnurnar í hnoðrunum sáust fyrst þegar innrauðar ljósmyndir voru teknar af þeim nokkrum áratugum síðar.
[3] George Herbig og Guillermo Haro voru ekki fyrstu stjörnufræðingarnir sem sáu þessi sérkennilegu fyrirbæri en þeir rannsökuðu litróf þeirra í smáatriðum fyrstir manna. Þeim varð ljóst að ekki var aðeins um að ræða gas- og rykklumpa sem endurvörpuðu ljós eða gáfu frá sér geislun fyrir tilstilli útblás ljóss frá ungum stjörnum, heldur var þetta nýr flokkur fyrirbæra sem tengdist myndun stjarna.
Frekari upplýsingar
Í VVV rannsóknahópnum eru meðal annarra Dante Minniti (Universidad Catolica í Chile), Phil Lucas (University of Hertfordshire í Bretland), Ignacio Toledo (Universidad Catolica) og Maren Hempel (Universidad Catolica).
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengdar myndir
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: rhook[hjá]eso.org
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1101.