Stjörnufræðivefurinn býður nú upp á íslensk kort og myndir af öllum 88 stjörnumerkjum himinhvolfsins. Kortin eru frá Alþjóðasambandi stjarnfræðinga (International Astronomical Union, IAU) og tímaritinu Sky & Telescope en Stjörnufræðivefurinn fékk leyfi til að íslenska þau. Myndirnar eru hins vegar úr Stellarium hugbúnaðinum. Á kortunum eru sýnd áhugaverð fyrirbæri sem áhugafólk getur skoðað í stjörnusjónauka. Hægt er að sækja öll kortin á pdf-formi í prentvænni upplausn. Þau ættu því að koma að góðu gagni í stjörnuskoðun ásamt Stjörnukorti mánaðarins og Stellarium stjörnufræðiforritinu.
Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Frá Íslandi sjást 53 merki að hluta eða í heild. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum hópi stjarna sem, frá jörðu séð, sýnast tiltölulega nálægt hver annarri. Stjörnurnar í merkjunum tengjast yfirleitt ekkert innbyrðis enda er fjarlægðin til stjarnanna mjög mismunandi.
Flest þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi grískra persóna sem Kládíus Ptólmæos skrásetti um 150 e.Kr. Síðar, á 16., 17. og 18. öld, bættu menn við fleiri merkjum, einkum á suðurhveli og bera þau keim af tækni þess tíma. Það var svo árið 1930 sem Alþjóðasamband stjarnfræðinga samþykkti formlega mörk merkjanna 88 og eru það þau merki sem notuð eru í dag.
Stjörnukortin voru útbúin af Alþjóðasambandi stjarnfræðinga og Sky & Telescope tímaritinu en Stjörnufræðivefurinn fékk leyfi til að íslenska þau og birta á vefnum.
„Hingað til hafa kort í þessum gæðaflokki aðeins verið aðgengileg í bókum og tímaritum. Nú eru þau loks aðgengileg á netinu, öllum að kostnaðarlausu.“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af þremur þýðendum kortanna. „Á kortunum eru tilteknar staðsetningar fjölmargra fyrirbæra – stjörnuþyrpinga, stjörnuþoka og vetrarbrauta – sem gaman er að skoða með litlum áhugamannasjónaukum. Við vonum því að áhugafólk nýti sér þessi góðu kort.“
Í hverjum mánuði birtir Stjörnufræðivefurinn stjörnukort mánaðarins. Stjörnukort mánaðarins sýnir himininn í heild á hringlaga korti (stjörnuskífu). Það kort er ætlað til þess að hjálpa fólki að læra á stjörnuhimininn og átta sig á því sem þar sést með berum augum. Nýju kortin eru hins vegar aðeins annars eðlis.
„Nú þegar Galíleósjónaukum hefur verið dreift í næstum alla skóla landsins viljum við fylgja verkefninu eftir til að tryggja að sjónaukarnir verði notaðir“ segir Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn þýðandi kortanna. „Einn liður í því er að útbúa einfalt stuðningsefni sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Við bjóðum nú þegar upp á Stjörnukort mánaðarins sem sýnir himinhvolfið í heild en hér er eitt stjörnumerki á einu korti. Það auðveldar áhugafólki að finna áhugaverð fyrirbæri á himninum.“
Hægt er að sækja prentvænar útgáfur af öllum kortunum á pdf-formi. Á kortunum eru tiltekin áhugaverð djúpfyrirbæri sem stjörnuáhugafólk getur skoðað með sínum eigin stjörnusjónaukum.
Tenglar
Tengdar myndir
- Kort af stjörnumerkinu Óríon sem sýnir staðsetningu Messier 42. Mynd: IAU/S&T og Stjörnufræðivefurinn.
- Kort af stjörnumerkinu Stórabirni. Mynd: IAU/S&T og Stjörnufræðivefurinn.
- Mynd af stjörnumerkinu Óríon úr Stellarium hugbúnaðinum.
Tengiliðir
Sverrir Guðmundsson
Sími: 896-1984
Email: sverrirstjarna[hjá]gmail.com
Sævar Helgi Bragason
Sími: 898-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Tryggvi Kristmar Tryggvason
Sími: 847-5479
Email: kibbi10[hjá]gmail.com
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1103
Íslensk stjörnukort af öllum stjörnumerkjunum
Sævar Helgi Bragason 24. jan. 2011 Fréttir
Stjörnufræðivefurinn býður nú upp hágæðakort af öllum stjörnumerkjum himinhvolfsins á íslensku.
Stjörnufræðivefurinn býður nú upp á íslensk kort og myndir af öllum 88 stjörnumerkjum himinhvolfsins. Kortin eru frá Alþjóðasambandi stjarnfræðinga (International Astronomical Union, IAU) og tímaritinu Sky & Telescope en Stjörnufræðivefurinn fékk leyfi til að íslenska þau. Myndirnar eru hins vegar úr Stellarium hugbúnaðinum. Á kortunum eru sýnd áhugaverð fyrirbæri sem áhugafólk getur skoðað í stjörnusjónauka. Hægt er að sækja öll kortin á pdf-formi í prentvænni upplausn. Þau ættu því að koma að góðu gagni í stjörnuskoðun ásamt Stjörnukorti mánaðarins og Stellarium stjörnufræðiforritinu.
Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Frá Íslandi sjást 53 merki að hluta eða í heild. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum hópi stjarna sem, frá jörðu séð, sýnast tiltölulega nálægt hver annarri. Stjörnurnar í merkjunum tengjast yfirleitt ekkert innbyrðis enda er fjarlægðin til stjarnanna mjög mismunandi.
Flest þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi grískra persóna sem Kládíus Ptólmæos skrásetti um 150 e.Kr. Síðar, á 16., 17. og 18. öld, bættu menn við fleiri merkjum, einkum á suðurhveli og bera þau keim af tækni þess tíma. Það var svo árið 1930 sem Alþjóðasamband stjarnfræðinga samþykkti formlega mörk merkjanna 88 og eru það þau merki sem notuð eru í dag.
Stjörnukortin voru útbúin af Alþjóðasambandi stjarnfræðinga og Sky & Telescope tímaritinu en Stjörnufræðivefurinn fékk leyfi til að íslenska þau og birta á vefnum.
„Hingað til hafa kort í þessum gæðaflokki aðeins verið aðgengileg í bókum og tímaritum. Nú eru þau loks aðgengileg á netinu, öllum að kostnaðarlausu.“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af þremur þýðendum kortanna. „Á kortunum eru tilteknar staðsetningar fjölmargra fyrirbæra – stjörnuþyrpinga, stjörnuþoka og vetrarbrauta – sem gaman er að skoða með litlum áhugamannasjónaukum. Við vonum því að áhugafólk nýti sér þessi góðu kort.“
Í hverjum mánuði birtir Stjörnufræðivefurinn stjörnukort mánaðarins. Stjörnukort mánaðarins sýnir himininn í heild á hringlaga korti (stjörnuskífu). Það kort er ætlað til þess að hjálpa fólki að læra á stjörnuhimininn og átta sig á því sem þar sést með berum augum. Nýju kortin eru hins vegar aðeins annars eðlis.
„Nú þegar Galíleósjónaukum hefur verið dreift í næstum alla skóla landsins viljum við fylgja verkefninu eftir til að tryggja að sjónaukarnir verði notaðir“ segir Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn þýðandi kortanna. „Einn liður í því er að útbúa einfalt stuðningsefni sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Við bjóðum nú þegar upp á Stjörnukort mánaðarins sem sýnir himinhvolfið í heild en hér er eitt stjörnumerki á einu korti. Það auðveldar áhugafólki að finna áhugaverð fyrirbæri á himninum.“
Hægt er að sækja prentvænar útgáfur af öllum kortunum á pdf-formi. Á kortunum eru tiltekin áhugaverð djúpfyrirbæri sem stjörnuáhugafólk getur skoðað með sínum eigin stjörnusjónaukum.
Tenglar
Stjörnumerkin
Stjörnukort mánaðarins
Stellarium
Alþjóðasamband stjarnfræðinga
Sky & Telescope tímaritið
Tengdar myndir
Tengiliðir
Sverrir Guðmundsson
Sími: 896-1984
Email: sverrirstjarna[hjá]gmail.com
Sævar Helgi Bragason
Sími: 898-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Tryggvi Kristmar Tryggvason
Sími: 847-5479
Email: kibbi10[hjá]gmail.com
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1103