Allir skólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka
Dreifingu Galíleósjónauka lokið
Sævar Helgi Bragason
28. feb. 2011
Fréttir
Dreifingu Galíleósjónauka er lokið. Allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka.
Árið 2010 ákváðu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn að færa öllum skólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Fyrstu sjónaukarnir voru afhentir með viðhöfn í Setbergsskóla í Hafnarfirði í september 2010 en síðan hafa umsjónarmenn Stjörnufræðivefsins heimsótt um 150 skóla og afhent sjónaukana persónulega eins víða og hægt var. Dreifingu sjónaukanna er nú formlega lokið og eiga því allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi stjörnusjónauka.
Galíleósjónaukinn var útbúinn í tilefni Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009 [1]. Hann er linsusjónauki með 50mm ljósop sem gefur ýmist 25 eða 50 falda stækkun. Það nægir til þess að sjá gígana á tunglinu, Galíleótunglin við Júpíter, hringa Satúrnusar, stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir. Sjónaukinn er einfaldur í notkun, enda markmiðið með honum að gera sem allra flestum kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum.
Þrjú hundruð sjónaukar voru pantaðir hingað til lands með hjálp góðra aðila [2] og hefur þeim nú verið komið í hendur kennara í öllum skólum á Íslandi. Auk sjónaukans fengu allir skólar tvö eintök af tímaritinu Undur alheimsins sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf út í tilefni stjörnufræðiársins og eitt eintak af heimildarmyndinni Horft til himins (Eyes on the Skies) á DVD.
Í september 2010 afhenti Katrín Jakobsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, fyrstu Galíleósjónaukana við athöfn í Setbergsskóla í Hafnarfirði (stj1001). Síðan hafa umsjónarmenn Stjörnufræðivefsins heimsótt yfir 150 grunn- og framhaldsskóla um allt land og afhent sjónaukana persónulega í eins mörgum skólum og mögulegt var.
„Það gladdi okkur mjög að allir þekktu til verkefnisins og skólarnir hlökkuðu til þess að fá sitt eintak“ segir Ottó Elíasson, einn fjögurra umsjónarmanna verkefnisins. „Við fengum ómetanlega hjálp við dreifinguna frá tengiliðum okkar víða um land og kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Nú vonum við bara að sjónaukarnir komi að góðu gagni og efli náttúrufræðikennslu.“
En þótt sjónaukinn sé einfaldur í notkun getur stundum verið vandasamt að setja hann saman og nota.
„Við vitum að kennararnir þurfa stundum hjálp við að læra á sjónaukann, sem eðlilegt er“, segir Tryggvi Kristmar Tryggvason, einn af umsjónarmönnum verkefnisins. „Þess vegna hafa Stjörnufræðivefurinn og Stjörnuskoðunarfélagið í sameiningu staðið fyrir námskeiðum fyrir kennara í stjörnufræði þar sem við kennum kennurum að setja sjónaukann saman og nota hann.“
Hingað til hafa næstum 100 kennarar sótt námskeiðin. Fleiri námskeið verða haldin á þessu ári, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Gjöfinni verður líka fylgt eftir með öðrum hætti, t.d. með samningu námsefnis.
„Nú þurfum við bara að gera eitthvað fyrir leikskólana“ segir Sævar Helgi Bragason að lokum.
Skýringar
[1] Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 var haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna og UNESCO undir kjörorðinu Undur alheimsins. Á ári stjörnufræðinnar 2009 voru liðin 400 ár frá því Galíleó Galílei gerði sínar fyrstu stjörnuathuganir með aðstoð sjónauka. Árið var að grunni til alþjóðleg hátíð þar sem áhersla var lögð á stjarnvísindi og framlag þeirra til samfélags og menningar.
Á Íslandi var haldið upp á árið með ýmsum hætti. Gefið var út veglegt tímarit, fyrirlestraröð haldin, staðið fyrir ritgerðarsamkeppni þar sem vinningshafinn hlaut að launum ferð í Norræna sjónaukann á Kanaríeyjum, auk þess sem ljósmyndasýningin From Earth to the Universe var sett upp á Skólavörðuholti.
Sjá nánar 2009.astro.is og astronomy2009.org
[2] Styrktaraðilar verkefnisins eru: Alcoa Fjarðaál, CCP, Menntamálaráðuneytið, Rannís, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnufræðivefurinn, Sjónaukar.is og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Sími: 896-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Sverrir Guðmundsson
Email: sverrir[hjá]stjornuskodun.is
Ottó Elíasson
Sími: 663-6867
Email: ottoel[hjá]stjornuskodun.is
Tryggvi Kristmar Tryggvason
Sími: 847-5479
Email: tryggvi[hjá]stjornuskodun.is
Tengdar myndir
- Nemandi Grunnskólans á Reyðarfirði kíkir í gegnum Galíleósjónaukann. Mynd: Kristborg Steinþórsdóttir
- Nemendur í Krikaskóla í Mosfellsbæ taka á móti Galíleósjónaukanum. Mynd: Sævar Helgi Bragason (með iPhone)
- Nemendur og starfsfólk Grunnskólans Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði með Galíleósjónaukann. Allir að segja „Júpíter“. Mynd: Sævar Helgi Bragason (með iPhone)
- Styrktaraðilar verkefnisins eru meðal annars Alcoa Fjarðaál, CCP og Menntamálaráðuneytið.
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum stj1106
Allir skólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka
Dreifingu Galíleósjónauka lokið
Sævar Helgi Bragason 28. feb. 2011 Fréttir
Dreifingu Galíleósjónauka er lokið. Allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi eiga nú stjörnusjónauka.
Árið 2010 ákváðu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn að færa öllum skólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Fyrstu sjónaukarnir voru afhentir með viðhöfn í Setbergsskóla í Hafnarfirði í september 2010 en síðan hafa umsjónarmenn Stjörnufræðivefsins heimsótt um 150 skóla og afhent sjónaukana persónulega eins víða og hægt var. Dreifingu sjónaukanna er nú formlega lokið og eiga því allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi stjörnusjónauka.
Galíleósjónaukinn var útbúinn í tilefni Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009 [1]. Hann er linsusjónauki með 50mm ljósop sem gefur ýmist 25 eða 50 falda stækkun. Það nægir til þess að sjá gígana á tunglinu, Galíleótunglin við Júpíter, hringa Satúrnusar, stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir. Sjónaukinn er einfaldur í notkun, enda markmiðið með honum að gera sem allra flestum kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum.
Þrjú hundruð sjónaukar voru pantaðir hingað til lands með hjálp góðra aðila [2] og hefur þeim nú verið komið í hendur kennara í öllum skólum á Íslandi. Auk sjónaukans fengu allir skólar tvö eintök af tímaritinu Undur alheimsins sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf út í tilefni stjörnufræðiársins og eitt eintak af heimildarmyndinni Horft til himins (Eyes on the Skies) á DVD.
Í september 2010 afhenti Katrín Jakobsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, fyrstu Galíleósjónaukana við athöfn í Setbergsskóla í Hafnarfirði (stj1001). Síðan hafa umsjónarmenn Stjörnufræðivefsins heimsótt yfir 150 grunn- og framhaldsskóla um allt land og afhent sjónaukana persónulega í eins mörgum skólum og mögulegt var.
„Það gladdi okkur mjög að allir þekktu til verkefnisins og skólarnir hlökkuðu til þess að fá sitt eintak“ segir Ottó Elíasson, einn fjögurra umsjónarmanna verkefnisins. „Við fengum ómetanlega hjálp við dreifinguna frá tengiliðum okkar víða um land og kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Nú vonum við bara að sjónaukarnir komi að góðu gagni og efli náttúrufræðikennslu.“
En þótt sjónaukinn sé einfaldur í notkun getur stundum verið vandasamt að setja hann saman og nota.
„Við vitum að kennararnir þurfa stundum hjálp við að læra á sjónaukann, sem eðlilegt er“, segir Tryggvi Kristmar Tryggvason, einn af umsjónarmönnum verkefnisins. „Þess vegna hafa Stjörnufræðivefurinn og Stjörnuskoðunarfélagið í sameiningu staðið fyrir námskeiðum fyrir kennara í stjörnufræði þar sem við kennum kennurum að setja sjónaukann saman og nota hann.“
Hingað til hafa næstum 100 kennarar sótt námskeiðin. Fleiri námskeið verða haldin á þessu ári, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Gjöfinni verður líka fylgt eftir með öðrum hætti, t.d. með samningu námsefnis.
„Nú þurfum við bara að gera eitthvað fyrir leikskólana“ segir Sævar Helgi Bragason að lokum.
Skýringar
[1] Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 var haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna og UNESCO undir kjörorðinu Undur alheimsins. Á ári stjörnufræðinnar 2009 voru liðin 400 ár frá því Galíleó Galílei gerði sínar fyrstu stjörnuathuganir með aðstoð sjónauka. Árið var að grunni til alþjóðleg hátíð þar sem áhersla var lögð á stjarnvísindi og framlag þeirra til samfélags og menningar.
Á Íslandi var haldið upp á árið með ýmsum hætti. Gefið var út veglegt tímarit, fyrirlestraröð haldin, staðið fyrir ritgerðarsamkeppni þar sem vinningshafinn hlaut að launum ferð í Norræna sjónaukann á Kanaríeyjum, auk þess sem ljósmyndasýningin From Earth to the Universe var sett upp á Skólavörðuholti.
Sjá nánar 2009.astro.is og astronomy2009.org
[2] Styrktaraðilar verkefnisins eru: Alcoa Fjarðaál, CCP, Menntamálaráðuneytið, Rannís, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnufræðivefurinn, Sjónaukar.is og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness.
Tenglar
Stjörnufræðivefurinn
Galíleósjónaukinn
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
Sjónaukar.is
Stjarnvísindafélag Íslands
Almanak Háskóla Íslands
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar á Íslandi
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Sími: 896-1984
Email: saevar[hjá]stjornuskodun.is
Sverrir Guðmundsson
Email: sverrir[hjá]stjornuskodun.is
Ottó Elíasson
Sími: 663-6867
Email: ottoel[hjá]stjornuskodun.is
Tryggvi Kristmar Tryggvason
Sími: 847-5479
Email: tryggvi[hjá]stjornuskodun.is
Tengdar myndir
Þetta er fréttatilkynning frá Stjörnufræðivefnum stj1106