Rykug skífa NGC 247
Sævar Helgi Bragason
02. mar. 2011
Fréttir
Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar á nýrri mynd frá European Southern Observatory (ESO).
Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar sjást á þessari mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. Vetrarbrautin hallar töluvert sem að sögn stjörnufræðinga skýrir hvers vegna fjarlægðin til hennar var lengi vel ofmetin.
NGC 247 er ein nálægasta þyrilvetrarbrautin sem sést á suðurhimni. Á þessari nýju mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í Chile, sést fjöldi stjarna og fjölmörg bleikglóandi vetnisský, virk stjörnumyndunarsvæði, í úfnum og lausum þyrilörmunum.
NGC 247 tilheyrir Myndhöggvarahópnum, safni vetrarbrauta sem tengjast allar Myndhöggvaravetrarbrautinni NGC 253 (sjá eso0902 og eso1025). Þetta er nálægasti vetrarbrautahópurinn fyrir utan Grenndarhópinn sem inniheldur Vetrarbrautina okkar, en þrátt fyrir það hefur reynst örðugt að meta fjarlægðina til hans nákvæmlega.
Stjörnufræðingar mæla fjarlægðir til nálægra vetrarbrauta með hjálp breytistjarna sem kallast sefítar. Sefítar eru mjög bjartar stjörnur sem breyta birtu sinni með lotubundnum hætti. Hægt er að setja tímann sem líður milli birtubreytinganna í einfalt stærðfræðilegt samband sem gefur raunverulega birtu stjörnunnar. Síðan er hægt að reikna út fjarlægðina út frá samanburði á raunverulegri birtu og sýndarbirtu stjörnunnar. Þessi aðferð er aftur á móti ekki pottþétt því stjörnufræðingar telja að uppbygging sefíta hafi áhrif á þetta sveiflulýsilögmál.
Annað vandamál má rekja til þess að geimryk dregur í sig ljós sem berst frá sefítum til jarðar. Þeir verða daufari í raun og veru svo fjarlægðin mælist meiri. Þetta vandamál á sérstaklega við um NGC 247 vegna þess hve hall hennar er mikill og sjónlínan til sefítanna er í gegnum rykuga skífu vetrarbrautarinnar.
Hópur stjörnufræðingar er hins vegar að rannsaka þá þætti sem hafa áhrif á þessa fjarlægðastika í Araucaria verkefninu [1]. Hópurinn hefur þegar greint frá því að NGC 247 er meira en milljón ljósárum nær okkur en áður var talið eða í rétt rúmlega 11 milljón ljósára fjarlægð.
Fyrir utan þyrilþokuna sjálfa sjást fjölmargar aðrar fjarlægari vetrarbrautir á bak við NGC 247 á myndinni. Ofarlega hægra megin sjást þrjár áberandi þyrilvetrarbrautir en enn lengra, langt fyrir aftan, sjást enn fleiri vetrarbrautir, sumar beint í gegnum skífu NGC 247.
Þessi litmynd var búin til úr mörgum svarthvítum ljósmyndum sem teknar voru í gegnum bláa, gul/græna og rauða síu yfir nokkurra ára tímabil. Auk þess hafa myndir sem teknar voru í gegnum síu sem hleypir í gegn ljósi frá glóandi vetni verið bætt við og litaðar rauðar. Í heild var lýsingartíminn í gegnum hverja síu 20 klukkustundir, 19 klukkustundir, 25 mínútur og 35 mínútur.
Skýringar
[1] Araucaria verkefnið er samstarfsverkefni stjörnufræðinga frá stofnunum í Chile, Bandaríkjunum og Evrópu. Gagnaöflunin fer fram með Very Large Telescope ESO.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1107.
Tengdar myndir
- Þessi mynd af þyrilþokunni NGC 247 var tekin með Wide Field Imager (WFI) í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. NGC 247 er talin í um 11 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Hvalnum. Hún er ein nálægasta vetrarbrautin við Vetrarbrautina okkar og tilheyrir Myndhöggvarahópnum. Mynd: ESO
- Á þessu korti sést hvar vetrarbrautin NGC 247 er staðsett í stjörnumerkinu Hvalnum. Á kortinu sjást flestar þær stjörnur sem eru sýnilegar berum augum við góðar aðstæður. Þótt vetrarbrautin sjáist í gegnum meðalstóra áhugamannasjónauka við góðar aðstæður sést hún því miður ekki frá Íslandi. Kort: IAU, S&T og Stjörnufræðivefurinn
- Þessi víðmynd af svæðinu í kringum NGC 247 var búin til úr ljósmyndum sem teknar voru í gegnum rauðar og bláar síur og eru hluti Digitized Sky Survey 2. Vetrarbrautin er nálægt miðju. Sjónsviðið er um 2,8 gráður á breidd. Mynd: ESO og Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin
Rykug skífa NGC 247
Sævar Helgi Bragason 02. mar. 2011 Fréttir
Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar á nýrri mynd frá European Southern Observatory (ESO).
Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar sjást á þessari mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. Vetrarbrautin hallar töluvert sem að sögn stjörnufræðinga skýrir hvers vegna fjarlægðin til hennar var lengi vel ofmetin.
NGC 247 er ein nálægasta þyrilvetrarbrautin sem sést á suðurhimni. Á þessari nýju mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í Chile, sést fjöldi stjarna og fjölmörg bleikglóandi vetnisský, virk stjörnumyndunarsvæði, í úfnum og lausum þyrilörmunum.
NGC 247 tilheyrir Myndhöggvarahópnum, safni vetrarbrauta sem tengjast allar Myndhöggvaravetrarbrautinni NGC 253 (sjá eso0902 og eso1025). Þetta er nálægasti vetrarbrautahópurinn fyrir utan Grenndarhópinn sem inniheldur Vetrarbrautina okkar, en þrátt fyrir það hefur reynst örðugt að meta fjarlægðina til hans nákvæmlega.
Stjörnufræðingar mæla fjarlægðir til nálægra vetrarbrauta með hjálp breytistjarna sem kallast sefítar. Sefítar eru mjög bjartar stjörnur sem breyta birtu sinni með lotubundnum hætti. Hægt er að setja tímann sem líður milli birtubreytinganna í einfalt stærðfræðilegt samband sem gefur raunverulega birtu stjörnunnar. Síðan er hægt að reikna út fjarlægðina út frá samanburði á raunverulegri birtu og sýndarbirtu stjörnunnar. Þessi aðferð er aftur á móti ekki pottþétt því stjörnufræðingar telja að uppbygging sefíta hafi áhrif á þetta sveiflulýsilögmál.
Annað vandamál má rekja til þess að geimryk dregur í sig ljós sem berst frá sefítum til jarðar. Þeir verða daufari í raun og veru svo fjarlægðin mælist meiri. Þetta vandamál á sérstaklega við um NGC 247 vegna þess hve hall hennar er mikill og sjónlínan til sefítanna er í gegnum rykuga skífu vetrarbrautarinnar.
Hópur stjörnufræðingar er hins vegar að rannsaka þá þætti sem hafa áhrif á þessa fjarlægðastika í Araucaria verkefninu [1]. Hópurinn hefur þegar greint frá því að NGC 247 er meira en milljón ljósárum nær okkur en áður var talið eða í rétt rúmlega 11 milljón ljósára fjarlægð.
Fyrir utan þyrilþokuna sjálfa sjást fjölmargar aðrar fjarlægari vetrarbrautir á bak við NGC 247 á myndinni. Ofarlega hægra megin sjást þrjár áberandi þyrilvetrarbrautir en enn lengra, langt fyrir aftan, sjást enn fleiri vetrarbrautir, sumar beint í gegnum skífu NGC 247.
Þessi litmynd var búin til úr mörgum svarthvítum ljósmyndum sem teknar voru í gegnum bláa, gul/græna og rauða síu yfir nokkurra ára tímabil. Auk þess hafa myndir sem teknar voru í gegnum síu sem hleypir í gegn ljósi frá glóandi vetni verið bætt við og litaðar rauðar. Í heild var lýsingartíminn í gegnum hverja síu 20 klukkustundir, 19 klukkustundir, 25 mínútur og 35 mínútur.
Skýringar
[1] Araucaria verkefnið er samstarfsverkefni stjörnufræðinga frá stofnunum í Chile, Bandaríkjunum og Evrópu. Gagnaöflunin fer fram með Very Large Telescope ESO.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Araucaria verkefnið
Rannsóknargreinar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1107.
Tengdar myndir