Hubble tekur nærmynd af Tarantúluþokunni
Sævar Helgi Bragason
15. mar. 2011
Fréttir
Hubblessjónaukinn hefur beint sjónum sínum að hluta hinnar frægu Tarantúluþoku og birtist hún á þessari glæsilegu mynd..
Hubblessjónauki NASA og ESA hefur beint sjónum sínum að hluta hinnar frægu Tarantúluþoku og birtist hún okkur á þessari glæsilegu mynd. Þokan er gríðarstórt stjörnumyndunarsvæði, ský gass og ryks í nágrannavetrarbraut okkar, Stóra Magellansskýinu. Myndin sýnir okkur miðsvæði Tarantúluþokunnar, glóandi rafað gas og ungar stjörnur.
Rekja má óvenjulegt nafnið til tjásulegra arma Tarantúluþokunnar sem minntu fyrst á langa granna leggi köngulóar. Gas og rykþræðir þokunnar sem sjást á þessari mynd Advanced Camera for Surveys myndavél Hubblessjónaukans liggja þvers og kruss eftir að sprengistjarna lét til sína taka. Í sprengistjörnuleifinni er fyrirbærið NGC 2060, sem sést ofarlega, vinstra megin við miðju á myndinni. Þar er bjartasta tifstjarna sem við þekkjum.
Bit tarantúlunnar nær lengra en NGC 2060. Nálægt brún þokunnar, niður til hægri, utan rammans, eru leifar sprengistjörnunnar SN 1987a, nálægustu sprengistjörnu sem sést hefur frá jörðu síðan stjörnustjónaukinn var fundinn upp á 17. öld. Hubble og aðrir sjóaukar hafa oft leitað á þessi mið síðan stjarnan sprakk árið 1987. Í sérhvert skipti sést að höggbylgja breiðist út og fær gasið umhverfis stjörnuna til glóa svo það virðist sem perlufesti glóandi gass hangi á himninum kringum stjörnuna. SN 1987a er sýnileg á víðmyndum af þokunni, eins og þeirri sem 2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn tók eitt sinn.
Fyrir utan deyjandi stjörnur er Tarantúluþokan uppfull af ungum, nýmynduðum stjörnum sem hafa myndast úr vetnisbirgðum hennar. Þessar nýju stjörnu gefa frá sér skært útblátt ljós sem rafar gas svo það verður rauðglóandi. Ljósið er svo skært að þótt Tarantúluþokan sé í um 170.000 ljósára fjarlægð, langt fyrir utan Vetrarbrautina okkar, er hún sýnileg með berum augum á stjörnubjörtu kvöldi. Þokan kann að vera fjarlæg en er þrátt fyrir það sú bjartasta sinnar tegundar sem stjörnufræðingar hafa séð í nágrenni okkar í alheiminum.
Þétt og mjög björt stjörnuþyrping, RMC 136, er ofarlega vinstra megin, rétt utan myndina. Þyrpingin gefur frá sér stærstan hluta þeirrar geislunar sem lýsir upp marglitt skýið. Þangað til nýlega höfðu stjörnufræðingar þráttað um það hvort uppspretta þessarar miklu geislunar mætti rekja til stjörnuþyrpingarinnar eða óþekktrar gerðar ofurstjörnu, nokkur þúsund sinnum stærri en sólin. Það er aðeins nú á síðustu 20 árum sem stjörnufræðingum, með hjálp Hubblessjónaukans og þeim hárfínu smáatriðum sem hann er fær um að greina (og nýjustu gerð stjörnusjónauka á jörðu niðri), hefur tekist að færa sönnur á að þar sé í reynd stjörnuþyrping.
En þótt Tarantúluþokan geymi ekki þessa ofurstjörnu er þar að finna mjög öfgafull fyrirbæri svo sjónaukum er gjarnan beint þangað. Innan hinnar björtu stjörnuþyrpingar er nýuppgötvuð stjarna, RMC 136a1, þyngsta stjarna sem fundist hefur, sem var um 300 sinnum massameiri en sólin við fæðingu (eso1030). Þessi þungavigtarstjarna storkar nú kenningum stjörnufræðinga um stjörnumyndun enda miklu þyngri en efri mörk þess massa sem menn töldu mögulegan.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samvinnuverkefni ESA og NASA.
Mynd: NASA, ESA
Tenglar
Tengiliðir
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands,
Reykjavík
Sími: +354 663 6867
Tölvupóstur: [email protected]
Oli Usher
Hubble/ESA,
Garching,
Þýskalandi
Sími: +49-89-3200-6855
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESA/Hubble heic1105
Tengdar myndir
- Hubblessjónaukinn tók þessa glæsilegu nærmynd af hluta Tarantúluþokunnar. Í þokunni fer fram mikil stjörnumyndun í röfuðum vetnisskýjum. Þokan er í Stóra Magellansskýinu, dvergþoku í grennd við Vetrarbrautina okkar. Miklar öfgar búa í þokunni, sprengistjörnuleifar og þyngsta stjarna sem fundist hefur. Tarantúluþokan er sú bjartasta sinnar tegundar sem stjörnufræðingar hafa séð í nágrenni okkar í alheiminum. Mynd: NASA, ESA
- Vinstra megin er víðmynd af Tarantúluþokunni, gríðarstóru stjörnuhreiðri í Stóra Magellansskýinu. Sú var tekin með Wide Field Imager (WFI) á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla í Chile. Hægra megin er þrengri, nákvæmari mynd af hluta þokunnar, séð með Advanced Camera for Surveys myndavél Hubblessjónaukans. Það svæði sem Hubble myndin spannar er merkt með rétthyrningi á víðmyndinni, nálægt miðju hennar. Mynd: NASA, ESA, ESO
- Víðmynd af Tarantúluþokunni sem var tekin með Wide Field Imager (WFI) myndavélinni á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla í Chile. Myndin sýnir staðsetningu massamestu stjörnu sem fundist hefur (RMC 136a1, sem leynist í ofur-stjörnuþyrpingunni RMC 136), nálægustu sprengistjörnu sem sést hefur frá jörðu síðan stjörnusjónaukinn var fundinn upp (SN 1987a), auk leifa annarrar sprengistjörnu (NGC 2060). Tarantúluþokan er bjartasta þokan af þessari gerð í nágrenni okkar í alheiminum.
- Á þessari mynd, sem tekin var af jörðu niðri, sést Tarantúluþokan í heild sinni. Hún er bjartasta stjörnumyndunarsvæðið í nágrenni okkar í alheiminum. Sjónsvið Hubbles nær aðeins yfir lítinn hluta þess svæðis sem hér sést. Mynd: NASA, ESA, Digitized Sky Survey 2. Þakkir Davide De Martin
- Hubblecast 44: Hubble kannar Tarantúluþokuna
Hubble tekur nærmynd af Tarantúluþokunni
Sævar Helgi Bragason 15. mar. 2011 Fréttir
Hubblessjónaukinn hefur beint sjónum sínum að hluta hinnar frægu Tarantúluþoku og birtist hún á þessari glæsilegu mynd..
Hubblessjónauki NASA og ESA hefur beint sjónum sínum að hluta hinnar frægu Tarantúluþoku og birtist hún okkur á þessari glæsilegu mynd. Þokan er gríðarstórt stjörnumyndunarsvæði, ský gass og ryks í nágrannavetrarbraut okkar, Stóra Magellansskýinu. Myndin sýnir okkur miðsvæði Tarantúluþokunnar, glóandi rafað gas og ungar stjörnur.
Rekja má óvenjulegt nafnið til tjásulegra arma Tarantúluþokunnar sem minntu fyrst á langa granna leggi köngulóar. Gas og rykþræðir þokunnar sem sjást á þessari mynd Advanced Camera for Surveys myndavél Hubblessjónaukans liggja þvers og kruss eftir að sprengistjarna lét til sína taka. Í sprengistjörnuleifinni er fyrirbærið NGC 2060, sem sést ofarlega, vinstra megin við miðju á myndinni. Þar er bjartasta tifstjarna sem við þekkjum.
Bit tarantúlunnar nær lengra en NGC 2060. Nálægt brún þokunnar, niður til hægri, utan rammans, eru leifar sprengistjörnunnar SN 1987a, nálægustu sprengistjörnu sem sést hefur frá jörðu síðan stjörnustjónaukinn var fundinn upp á 17. öld. Hubble og aðrir sjóaukar hafa oft leitað á þessi mið síðan stjarnan sprakk árið 1987. Í sérhvert skipti sést að höggbylgja breiðist út og fær gasið umhverfis stjörnuna til glóa svo það virðist sem perlufesti glóandi gass hangi á himninum kringum stjörnuna. SN 1987a er sýnileg á víðmyndum af þokunni, eins og þeirri sem 2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn tók eitt sinn.
Fyrir utan deyjandi stjörnur er Tarantúluþokan uppfull af ungum, nýmynduðum stjörnum sem hafa myndast úr vetnisbirgðum hennar. Þessar nýju stjörnu gefa frá sér skært útblátt ljós sem rafar gas svo það verður rauðglóandi. Ljósið er svo skært að þótt Tarantúluþokan sé í um 170.000 ljósára fjarlægð, langt fyrir utan Vetrarbrautina okkar, er hún sýnileg með berum augum á stjörnubjörtu kvöldi. Þokan kann að vera fjarlæg en er þrátt fyrir það sú bjartasta sinnar tegundar sem stjörnufræðingar hafa séð í nágrenni okkar í alheiminum.
Þétt og mjög björt stjörnuþyrping, RMC 136, er ofarlega vinstra megin, rétt utan myndina. Þyrpingin gefur frá sér stærstan hluta þeirrar geislunar sem lýsir upp marglitt skýið. Þangað til nýlega höfðu stjörnufræðingar þráttað um það hvort uppspretta þessarar miklu geislunar mætti rekja til stjörnuþyrpingarinnar eða óþekktrar gerðar ofurstjörnu, nokkur þúsund sinnum stærri en sólin. Það er aðeins nú á síðustu 20 árum sem stjörnufræðingum, með hjálp Hubblessjónaukans og þeim hárfínu smáatriðum sem hann er fær um að greina (og nýjustu gerð stjörnusjónauka á jörðu niðri), hefur tekist að færa sönnur á að þar sé í reynd stjörnuþyrping.
En þótt Tarantúluþokan geymi ekki þessa ofurstjörnu er þar að finna mjög öfgafull fyrirbæri svo sjónaukum er gjarnan beint þangað. Innan hinnar björtu stjörnuþyrpingar er nýuppgötvuð stjarna, RMC 136a1, þyngsta stjarna sem fundist hefur, sem var um 300 sinnum massameiri en sólin við fæðingu (eso1030). Þessi þungavigtarstjarna storkar nú kenningum stjörnufræðinga um stjörnumyndun enda miklu þyngri en efri mörk þess massa sem menn töldu mögulegan.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samvinnuverkefni ESA og NASA.
Mynd: NASA, ESA
Tenglar
Tengiliðir
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands,
Reykjavík
Sími: +354 663 6867
Tölvupóstur: [email protected]
Oli Usher
Hubble/ESA,
Garching,
Þýskalandi
Sími: +49-89-3200-6855
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESA/Hubble heic1105
Tengdar myndir