Flugeldasýning deyjandi stjarna
Sævar Helgi Bragason
13. apr. 2011
Fréttir
Á nýrri og glæsilegri mynd ESO sjást stórar gaslykkjur sem minna um margt á sólstróka en rekja má til deyjandi stjarna.
Á þessari mynd af geimþokunni NGC 3582, sem tekin var með Wide Field Imager (WFI) á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla, sjást stórar gaslykkjur sem minna um margt á sólstróka. Talið er að deyjandi stjörnur myndi lykkjurnar þegar þær varpa efni frá sér út í geiminn. Á þessu svæði myndast líka nýjar stjörnur sem gefa frá sér sterka útbláa geislun sem lýsir upp þokuna og býr til þessa fallegu flugeldasýningu.
NGC 3582 er hluti stórs stjörnumyndunarsvæðis í Vetrarbrautinni sem heitir RCW 57. Svæðið er við miðflöt Vetrarbrautarinnar í stjörnumerkinu Kilinum (nefnt eftir kili fleysins Argó sem Jason sigldi í einni grískri goðsögn). Það var John Herschel sem sá þetta flókna gas- og rykský fyrstur manna árið 1834 þegar hann dvaldi í Suður Afríku.
Sumar af þeim stjörnum sem myndast á svæðum eins og NGC 3582 eru töluvert þyngri en sólin okkar. Þessar risastjörnur lifa stutt því þær geisla frá sér orku með miklu offorsi og enda líf sitt sem sprengistjörnur. Við sprenginguna þeytist efnið út í geiminn og myndar bólur í gasinu og rykinu í kring. Þetta er líklega ástæðan fyrir lykkjunum sem sjá má á myndinni.
Myndin var tekin í gegnum nokkrar mismunandi ljóssíur. Wide Field Imager myndirnar voru teknar í gegnum rauða síu (græni og rauði liturinn), síu sem hleypir í gegn rauðum bjarma glóandi vetnis (líka sýnt rautt) en blái liturinn var unninn úr gögnum Digitized Sky Survey.
ESO vann myndina út frá gögnum sem Bandaríkjamaðurinn Joe DePasquale [1] fann en hann tók þátt í Hidden Treasures 2010 stjörnuljósmyndakeppni ESO [2]. Keppnin fór fram á vegum ESO í október og nóvember 2010 og var opin öllum þeim sem njóta þess að útbúa fallegar myndir af næturhimninum sem teknar voru með atvinnumannasjónaukum.
Skýringar
[1] Joe fann gögnin sem hann notaði í sína útgáfu af NGC 3582 í gagnasafni ESO. Mynd hans lenti í tíunda sæti í keppninni en næstum 100 myndir bárust. Upprunalega myndin hans sést hér.
[2] Í Hidden Treasures 2010 ljósmyndakeppni ESO gafst stjörnuáhugafólki tækifæri til að kafa ofan í gagnasafn ESO í leit að vel földum ljósmyndafjársjóði sem þurfti á myndvinnslu þátttakenda að halda. Hægt er að kynna sér betur Hidden Treasures á http://www.eso.org/public/outreach/hiddentreasures/.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1113.
Tengdar myndir
- Á þessari mynd, sem tekin var með Wide FIeld Imager í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile, sést stjörnumyndunarsvæðið NGC 3582. Myndin sýnir risalykkjur gass sem deyjandi stjörnur hafa varpað frá sér og líkjast mjög sólstrókum. Mynd: ESO, Digitized Sky Survey 2 og Joe DePasquel
- Á þessu korti sést staðsetning NGC 3582 í stjörnumerkinu Kilinum. Kortið sýnir flestar þær stjörnur sem greina má með berum augum við góðar aðstæður. Þokan sjálf er merkt með gænum kassa í rauðum hring. Þokan sést í gegnum meðalstóra áhugamannasjónauka og sýnist þá keilulaga þokumóða. Mynd: IAU, S&T og Stjörnufræðivefurinn
- Víðmynd af svæðinu í kringum NGC 3582 sem tekin var í gegnum rauða og bláa síu sem hluti af Digitized Sky Survey 2 verkefninu. Stjörnumyndunarsvæðið er við miðja mynd og er hluti miklu stærra gas og rykskýi í Vetrarbrautinni á suðurhimni. Sjónsviðið er um það bil 2,8 gráður. Mynd: ESO og Digitized Sky Survey 2. Þakkir: Davide De Martin
Flugeldasýning deyjandi stjarna
Sævar Helgi Bragason 13. apr. 2011 Fréttir
Á nýrri og glæsilegri mynd ESO sjást stórar gaslykkjur sem minna um margt á sólstróka en rekja má til deyjandi stjarna.
Á þessari mynd af geimþokunni NGC 3582, sem tekin var með Wide Field Imager (WFI) á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla, sjást stórar gaslykkjur sem minna um margt á sólstróka. Talið er að deyjandi stjörnur myndi lykkjurnar þegar þær varpa efni frá sér út í geiminn. Á þessu svæði myndast líka nýjar stjörnur sem gefa frá sér sterka útbláa geislun sem lýsir upp þokuna og býr til þessa fallegu flugeldasýningu.
NGC 3582 er hluti stórs stjörnumyndunarsvæðis í Vetrarbrautinni sem heitir RCW 57. Svæðið er við miðflöt Vetrarbrautarinnar í stjörnumerkinu Kilinum (nefnt eftir kili fleysins Argó sem Jason sigldi í einni grískri goðsögn). Það var John Herschel sem sá þetta flókna gas- og rykský fyrstur manna árið 1834 þegar hann dvaldi í Suður Afríku.
Sumar af þeim stjörnum sem myndast á svæðum eins og NGC 3582 eru töluvert þyngri en sólin okkar. Þessar risastjörnur lifa stutt því þær geisla frá sér orku með miklu offorsi og enda líf sitt sem sprengistjörnur. Við sprenginguna þeytist efnið út í geiminn og myndar bólur í gasinu og rykinu í kring. Þetta er líklega ástæðan fyrir lykkjunum sem sjá má á myndinni.
Myndin var tekin í gegnum nokkrar mismunandi ljóssíur. Wide Field Imager myndirnar voru teknar í gegnum rauða síu (græni og rauði liturinn), síu sem hleypir í gegn rauðum bjarma glóandi vetnis (líka sýnt rautt) en blái liturinn var unninn úr gögnum Digitized Sky Survey.
ESO vann myndina út frá gögnum sem Bandaríkjamaðurinn Joe DePasquale [1] fann en hann tók þátt í Hidden Treasures 2010 stjörnuljósmyndakeppni ESO [2]. Keppnin fór fram á vegum ESO í október og nóvember 2010 og var opin öllum þeim sem njóta þess að útbúa fallegar myndir af næturhimninum sem teknar voru með atvinnumannasjónaukum.
Skýringar
[1] Joe fann gögnin sem hann notaði í sína útgáfu af NGC 3582 í gagnasafni ESO. Mynd hans lenti í tíunda sæti í keppninni en næstum 100 myndir bárust. Upprunalega myndin hans sést hér.
[2] Í Hidden Treasures 2010 ljósmyndakeppni ESO gafst stjörnuáhugafólki tækifæri til að kafa ofan í gagnasafn ESO í leit að vel földum ljósmyndafjársjóði sem þurfti á myndvinnslu þátttakenda að halda. Hægt er að kynna sér betur Hidden Treasures á http://www.eso.org/public/outreach/hiddentreasures/.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1113.
Tengdar myndir