Deildarmyrkvi á sólu 1. júní
Sævar Helgi Bragason
26. maí 2011
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Stjörnuskoðunarfélagið verður með opið hús og kvöldið áður verður boðið upp á fyrirlestur um sólina og sólmyrkva.
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn. Í tilefni myrkvans standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn fyrir opnu húsi í Valhúsaskóla. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða myrkvann fyrir sér á öruggan hátt. Kvöldið fyrir myrkvann, þriðjudagskvöldið 31. maí klukkan 20:00 heldur Jay Pasachoff, heimskunnur bandarískur stjörnufræðingur, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva í Háskóla Íslands.
Sólmyrkvar eru jafnan sjónarspil. Þeir geta aðeins orðið þegar sólin, tunglið og jörðin liggja hér um bil í beinni línu. Sólmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er nýtt og varpar skugga á jörðina. Þrátt fyrir það verða sólmyrkvar ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi tunglsins alla jafna undir eða yfir jörðina.
Við myrkvann nú eru sólin og tunglið ekki alveg í línu. Því hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar svo úr verður svonefndur deildarmyrkvi.
Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni, ólíkt tunglmyrkvum sem sjást frá allri næturhlið jarðar í einu. Ástæðan er sú að tunglskugginn er mjög lítill. Frá Íslandi sést deildarmyrkvinn vel þótt sólin sé tiltölulega lágt á lofti á kvöldhimninum í vest-norðvestri.
Séð frá höfuðborgarsvæðinu hefst myrkvinn þegar tunglið byrjar að ganga fyrir sólina hægra megin klukkan 21:14. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 þegar tunglið hylur 46% af þvermáli sólar. Honum lýkur svo klukkan 22:48 [1].
Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu svo framarlega að fjöll byrgi ekki sýn vegna þess hve sól er lágt á lofti. Vegna fjalla sést myrkvinn því best frá vesturhelmingi landsins.
Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness
Hyggist fólk fylgjast með myrkvanum er mjög mikilvægt að fara með gát og tryggja öryggi sitt og annarra. Sólmyrkvaskoðun krefst mikillar árverkni enda getur augnablikskæruleysi valdið óbætanlegum augnskaða. Horfið aldrei upp í sólina, hvorki með berum augum né sjónaukum, án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að skoða myrkvann er að verða sér úti um logsuðugler af styrkleika 14 sem fást í öllum helstu byggingavöruverslunum. Athugaðu að það er alls ekki óhætt að horfa í gegnum logsuðuglerið með handsjónauka eða stjörnusjónauka.
Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness verða með opið hús í Valhúsaskóla miðvikudagskvöldið 1. júní. Ef veður leyfir gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða fyrir sér myrkvann á öruggan hátt með sérstökum sólarsjónaukum.
Húsið verður opnað klukkan 21:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Fyrirlestur um sólina og sólmyrkva
Þriðjudaginn 31. maí heldur Jay Pasachoff, prófessor í stjörnufræði við Williams College í Bandaríkjunum, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 158 í VR II húsi Háskóla Íslands og hefst klukkan 20:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Jay Pasachoff er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á sólinni og sólmyrkvum og stjórnar starfshópi á vegum Alþjóðasambands stjarnfræðinga um þessi fyrirbæri. Pasachoff kemur hingað til lands gagngert til að fylgjast með sólmyrkvanum en þetta er sá 53. sem hann verður vitni að. Smástirnið 5100 Pasachoff er nefnt honum til heiðurs.
Í fyrirlestri sínum ætlar Pasachoff að segja frá og sýna myndir af rannsóknarferðum sínum víða um heim til að fylgjast með sólmyrkvum, þar á meðal ferð sína til Páskaeyju árið 2010, Tianhuangping í Kína árið 2009, Síberíu árið 2008 og grísku eyjarinnar Kastellorizo sama ár. Hann mun sýna hvernig nýjustu sólkönnunarför (Solar Dynamics Observatory, STEREO og Hinode t.d.) eru nýtt samhliða athugunum á jörðu niðri á sólmyrkvum.
Skýringar
[1] Tímasetningar myrkvans eru fengnar úr Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2011.
Tengt efni
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Sverrir Guðmundsson
Ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
E-mail: [email protected]
Páll Jakobsson
Formaður Stjarnvísindafélags Íslands
Sími: 697-5570
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1108
Tengd mynd
- Deildarmyrkvi á sólu 31. maí 2003 séður frá Blönduósi. Skömmu seinna varð hringmyrkvi. Myndin var tekin með Nikon VR 80-400 mm aðdráttarlinsu á Nikon F5 myndavél og Kodak Ektachrome filmu. Mynd: Jay M. Pasachoff
- Bandaríski stjörnufræðingurinn Jay Pasachoff heldur fyrirlestur um sólina og sólmyrkva þriðjudagskvöldið 31. maí klukkan 20:00 í VR II í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Mynd: Jay Pasachoff
- Ef veður leyfir býðst gestum og gangandi að skoða deildarmyrkvann með félagsmönnum í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness miðvikudagskvöldið 1. júní. Mynd: Sævar Helgi Bragason
Deildarmyrkvi á sólu 1. júní
Sævar Helgi Bragason 26. maí 2011 Fréttir
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Stjörnuskoðunarfélagið verður með opið hús og kvöldið áður verður boðið upp á fyrirlestur um sólina og sólmyrkva.
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn. Í tilefni myrkvans standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn fyrir opnu húsi í Valhúsaskóla. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða myrkvann fyrir sér á öruggan hátt. Kvöldið fyrir myrkvann, þriðjudagskvöldið 31. maí klukkan 20:00 heldur Jay Pasachoff, heimskunnur bandarískur stjörnufræðingur, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva í Háskóla Íslands.
Sólmyrkvar eru jafnan sjónarspil. Þeir geta aðeins orðið þegar sólin, tunglið og jörðin liggja hér um bil í beinni línu. Sólmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er nýtt og varpar skugga á jörðina. Þrátt fyrir það verða sólmyrkvar ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi tunglsins alla jafna undir eða yfir jörðina.
Við myrkvann nú eru sólin og tunglið ekki alveg í línu. Því hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar svo úr verður svonefndur deildarmyrkvi.
Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni, ólíkt tunglmyrkvum sem sjást frá allri næturhlið jarðar í einu. Ástæðan er sú að tunglskugginn er mjög lítill. Frá Íslandi sést deildarmyrkvinn vel þótt sólin sé tiltölulega lágt á lofti á kvöldhimninum í vest-norðvestri.
Séð frá höfuðborgarsvæðinu hefst myrkvinn þegar tunglið byrjar að ganga fyrir sólina hægra megin klukkan 21:14. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 þegar tunglið hylur 46% af þvermáli sólar. Honum lýkur svo klukkan 22:48 [1].
Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu svo framarlega að fjöll byrgi ekki sýn vegna þess hve sól er lágt á lofti. Vegna fjalla sést myrkvinn því best frá vesturhelmingi landsins.
Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness
Hyggist fólk fylgjast með myrkvanum er mjög mikilvægt að fara með gát og tryggja öryggi sitt og annarra. Sólmyrkvaskoðun krefst mikillar árverkni enda getur augnablikskæruleysi valdið óbætanlegum augnskaða. Horfið aldrei upp í sólina, hvorki með berum augum né sjónaukum, án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að skoða myrkvann er að verða sér úti um logsuðugler af styrkleika 14 sem fást í öllum helstu byggingavöruverslunum. Athugaðu að það er alls ekki óhætt að horfa í gegnum logsuðuglerið með handsjónauka eða stjörnusjónauka.
Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness verða með opið hús í Valhúsaskóla miðvikudagskvöldið 1. júní. Ef veður leyfir gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða fyrir sér myrkvann á öruggan hátt með sérstökum sólarsjónaukum.
Húsið verður opnað klukkan 21:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Fyrirlestur um sólina og sólmyrkva
Þriðjudaginn 31. maí heldur Jay Pasachoff, prófessor í stjörnufræði við Williams College í Bandaríkjunum, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 158 í VR II húsi Háskóla Íslands og hefst klukkan 20:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Jay Pasachoff er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á sólinni og sólmyrkvum og stjórnar starfshópi á vegum Alþjóðasambands stjarnfræðinga um þessi fyrirbæri. Pasachoff kemur hingað til lands gagngert til að fylgjast með sólmyrkvanum en þetta er sá 53. sem hann verður vitni að. Smástirnið 5100 Pasachoff er nefnt honum til heiðurs.
Í fyrirlestri sínum ætlar Pasachoff að segja frá og sýna myndir af rannsóknarferðum sínum víða um heim til að fylgjast með sólmyrkvum, þar á meðal ferð sína til Páskaeyju árið 2010, Tianhuangping í Kína árið 2009, Síberíu árið 2008 og grísku eyjarinnar Kastellorizo sama ár. Hann mun sýna hvernig nýjustu sólkönnunarför (Solar Dynamics Observatory, STEREO og Hinode t.d.) eru nýtt samhliða athugunum á jörðu niðri á sólmyrkvum.
Skýringar
[1] Tímasetningar myrkvans eru fengnar úr Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2011.
Tengt efni
Sólmyrkvinn 31. maí 2003 á vef Almanaks Háskóla Íslands
Sólmyrkvinn 31. maí 2003 - myndir á vef Almanaks Háskóla Íslands
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Sími: 896-1984
E-mail: [email protected]
Sverrir Guðmundsson
Ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
E-mail: [email protected]
Páll Jakobsson
Formaður Stjarnvísindafélags Íslands
Sími: 697-5570
E-mail: [email protected]
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1108
Tengd mynd