Póstkort utan úr geimnum?
Þyrilþoka sem líkist Vetrarbrautinni okkar
Sævar Helgi Bragason
01. jún. 2011
Fréttir
Stjörnufræðingar ESO hafa tekið mynd af þyrilþoku sem líkist mjög okkar eigin vetrarbraut.
Stjörnufræðingar ESO hafa notað Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum til að taka einkar laglega mynd af NGC 6744. Þessi fallega þyrilþoka er í um 30 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Páfuglinum. Þyrilþokan líkist mjög okkar eigin vetrarbraut. Myndin gæti því sem næst verið póstkort af vetrarbrautinni okkar sem fjarlægur vinur okkar utan úr geimnum hefur tekið og sent okkur.
Frá okkar sjónarhóli horfum við nokkurn veginn ofan á NGC 6744 svo uppbygging hennar sést vel. Ef við byggjum yfir tækni til að ferðast út úr vetrarbrautinni okkar og gætum séð hana ofan frá, væri hún ekkert ósvipuð þeirri sem hér sést. Við sæjum áberandi þyrilarma sveipa sig um þéttan, sporöskjulaga kjarna og rykuga skífu. Á myndinni sést meira að segja fylgivetrarbraut NGC 6744A sem ílangur blettur neðarlega til hægri við NGC 6744 og minnir þannig á Magellansskýin sem fylgja vetrarbrautinni okkar.
Á vetrarbrautinni okkar og NGC 6744 er einn grundvallarmunur: Stærðin. Vetrarbrautin okkar er um 100.000 ljósár í þvermál á meðan vetrarbrautin sem hér sést er næstum tvöfalt breiðari. Engu síðu gefur NGC 6744 okkur ágæta hugmynd um það hvernig vetrarbrautin okkar liti út í augum fjarlægs athuganda.
Þessi mikilfenglega þyrilþoka er ein sú stærsta og nálægasta. Birta hennar jafnast á við 60 milljarða sóla en dreifist yfir allstórt svæði á himninum — um tvo þriðju af breidd fulls tungls — svo hún sést sem daufur þokublettur með bjartan kjarna með litlum stjörnusjónaukum. Hún er samt sem áður eitt fegursta fyrirbæri suðurhiminsins og getur stjörnuáhugafólk leikandi greint sporöskjulögun hennar innan um stjörnur himinsins í bakgrunni.
NGC 6744 sést í öllu sínu veldi með stórum sjónaukum eins og 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla sem tók þessa mynd. Í rykugum þyrilörmunum eru fjölmörg rauðglóandi stjörnumyndunarsvæði sem mynda þyrilarmana í þessum tvífara vetrarbrautarinnar.
Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile. Myndin var sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum fjórar mismunandi síur sem hleypa í gegn bláu, gul-grænu og rauðu ljósi en líka ljósi frá glóandi vetnisgasi. Á myndinni sjást þær sem blár, grænn, appelsínugulur og rauður litur.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1118.
Tengdar myndir
- Þessi mynd af þyrilþokunni NGC 6744 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla. Þyrilþokan líkist mjög okkar eigin vetrarbraut. Því gæti myndin því sem næst verið póstkort af vetrarbrautinni okkar sem fjarlægur vinur okkar utan úr geimnum hefur tekið og sent okkur. Mynd: ESO
- Kort sem sýnir staðsetningu þyrilþokunnar NGC 6744 í stjörnumerkinu Páfuglinum. Kortið sýnir flestar þær stjörnur sem greina má með berum augum við góðar aðstæður. Vetrarbrautin sést auðveldlega með litlum stjörnusjónaukum en er því miður ekki sjáanleg frá Íslandi. Kort: IAU, S&T og Stjörnufræðivefurinn
- Víðmynd af svæðinu í kringum NGC 6744 sem tekin var fyrir Digitzed Sky Survey 2 verkefnið. Vetrarbrautin er fyrir miðri mynd. Sjónsviðið er um það bil 2,9 gráður í þvermál. Mynd: ESO og Digitized Sky Survey 2.
Póstkort utan úr geimnum?
Þyrilþoka sem líkist Vetrarbrautinni okkar
Sævar Helgi Bragason 01. jún. 2011 Fréttir
Stjörnufræðingar ESO hafa tekið mynd af þyrilþoku sem líkist mjög okkar eigin vetrarbraut.
Stjörnufræðingar ESO hafa notað Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum til að taka einkar laglega mynd af NGC 6744. Þessi fallega þyrilþoka er í um 30 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Páfuglinum. Þyrilþokan líkist mjög okkar eigin vetrarbraut. Myndin gæti því sem næst verið póstkort af vetrarbrautinni okkar sem fjarlægur vinur okkar utan úr geimnum hefur tekið og sent okkur.
Frá okkar sjónarhóli horfum við nokkurn veginn ofan á NGC 6744 svo uppbygging hennar sést vel. Ef við byggjum yfir tækni til að ferðast út úr vetrarbrautinni okkar og gætum séð hana ofan frá, væri hún ekkert ósvipuð þeirri sem hér sést. Við sæjum áberandi þyrilarma sveipa sig um þéttan, sporöskjulaga kjarna og rykuga skífu. Á myndinni sést meira að segja fylgivetrarbraut NGC 6744A sem ílangur blettur neðarlega til hægri við NGC 6744 og minnir þannig á Magellansskýin sem fylgja vetrarbrautinni okkar.
Á vetrarbrautinni okkar og NGC 6744 er einn grundvallarmunur: Stærðin. Vetrarbrautin okkar er um 100.000 ljósár í þvermál á meðan vetrarbrautin sem hér sést er næstum tvöfalt breiðari. Engu síðu gefur NGC 6744 okkur ágæta hugmynd um það hvernig vetrarbrautin okkar liti út í augum fjarlægs athuganda.
Þessi mikilfenglega þyrilþoka er ein sú stærsta og nálægasta. Birta hennar jafnast á við 60 milljarða sóla en dreifist yfir allstórt svæði á himninum — um tvo þriðju af breidd fulls tungls — svo hún sést sem daufur þokublettur með bjartan kjarna með litlum stjörnusjónaukum. Hún er samt sem áður eitt fegursta fyrirbæri suðurhiminsins og getur stjörnuáhugafólk leikandi greint sporöskjulögun hennar innan um stjörnur himinsins í bakgrunni.
NGC 6744 sést í öllu sínu veldi með stórum sjónaukum eins og 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum á La Silla sem tók þessa mynd. Í rykugum þyrilörmunum eru fjölmörg rauðglóandi stjörnumyndunarsvæði sem mynda þyrilarmana í þessum tvífara vetrarbrautarinnar.
Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile. Myndin var sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum fjórar mismunandi síur sem hleypa í gegn bláu, gul-grænu og rauðu ljósi en líka ljósi frá glóandi vetnisgasi. Á myndinni sjást þær sem blár, grænn, appelsínugulur og rauður litur.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1118.
Tengdar myndir