Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó
Sævar Helgi Bragason
20. júl. 2011
Fréttir
Stjörnufræðingar hafa fundið áður óþekkt tungl við dvergreikistjörnuna Plútó. Tunglið er pínulítið og fjórði fylgihnöttur Plútós.
Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubble geimsjónauka NASA og ESA fundið fjórða tunglið á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Tunglið er aðeins 13 til 34 km í þvermál og hefur tímabundið verið gefið nafnið P4. Tunglið fannst við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn New Horizons geimfarsins til Plútós árið 2015.
Nýja tunglið er staðsett milli brauta tunglanna Nix og Hýdru sem Hubble geimsjónaukinn fann árið 2005. Stærsta tunglið, Karon, fannst árið 1978 með sjónauka á jörðu niðri.
Nýja tunglið er hið smæsta sem fundist hefur um Plútó. Útreikningar benda til að það sé milli 13 og 34 km í þvermál. Til samanburðar er Karon 1.270 km í þvermál en hin tunglin, Nix og Hýdra eru á bilinu 32 til 113 km.
Talið er að tunglakerfið hafi orðið til við árekstur milli Plútós og annars hnattar snemma í sögu sólkerfisins. Við áreksturinn þeyttist efni út í geiminn sem síðan þjappaðist saman og myndaði tunglin. Menn hafa talið líklegt að finna megi leifar árekstursins í formi hringa umhverfis Plútó en engir hafa fundist hingað til.
Máninn, tungl jarðar, er talinn hafa orðið til á svipaðan hátt við árekstur hnattar á stærð við Mars við jörðina fyrir um 4,4 milljörðum ára. Tunglgrýtið sem Apollo tunglfararnir sneru með til jarðar rennir stoðum undir þá kenningu.
Tunglið fannst á myndum sem teknar voru með Wide Field Camera 3 myndavél Hubblessjónaukans þann 28. júní síðastliðinn. Uppgötvunin var staðfest á myndum sem teknar voru 3. júlí og 18. júlí. Tunglið hefur ekki sést á eldri myndum Hubbles því lýsingartíminn var skemmri.
Í júlí árið 2015 flýgur New Horizons geimfar NASA framhjá Plútó og tunglunum fjórum. Uppgötvunin nú var gerð við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn geimfarsins.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Email: [email protected]
Sími: 896-1984
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1112
Tengdar myndir
- Tvær myndir Hubble geimsjónaukans af fjórum tunglum Plútós. Mynd: NASA/ESA/M. Showalter (SETI Institute)
- Brautir fylgitungla Plútós. Mynd: NASA/ESA/A. Feild (STScI)
Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó
Sævar Helgi Bragason 20. júl. 2011 Fréttir
Stjörnufræðingar hafa fundið áður óþekkt tungl við dvergreikistjörnuna Plútó. Tunglið er pínulítið og fjórði fylgihnöttur Plútós.
Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubble geimsjónauka NASA og ESA fundið fjórða tunglið á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Tunglið er aðeins 13 til 34 km í þvermál og hefur tímabundið verið gefið nafnið P4. Tunglið fannst við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn New Horizons geimfarsins til Plútós árið 2015.
Nýja tunglið er staðsett milli brauta tunglanna Nix og Hýdru sem Hubble geimsjónaukinn fann árið 2005. Stærsta tunglið, Karon, fannst árið 1978 með sjónauka á jörðu niðri.
Nýja tunglið er hið smæsta sem fundist hefur um Plútó. Útreikningar benda til að það sé milli 13 og 34 km í þvermál. Til samanburðar er Karon 1.270 km í þvermál en hin tunglin, Nix og Hýdra eru á bilinu 32 til 113 km.
Talið er að tunglakerfið hafi orðið til við árekstur milli Plútós og annars hnattar snemma í sögu sólkerfisins. Við áreksturinn þeyttist efni út í geiminn sem síðan þjappaðist saman og myndaði tunglin. Menn hafa talið líklegt að finna megi leifar árekstursins í formi hringa umhverfis Plútó en engir hafa fundist hingað til.
Máninn, tungl jarðar, er talinn hafa orðið til á svipaðan hátt við árekstur hnattar á stærð við Mars við jörðina fyrir um 4,4 milljörðum ára. Tunglgrýtið sem Apollo tunglfararnir sneru með til jarðar rennir stoðum undir þá kenningu.
Tunglið fannst á myndum sem teknar voru með Wide Field Camera 3 myndavél Hubblessjónaukans þann 28. júní síðastliðinn. Uppgötvunin var staðfest á myndum sem teknar voru 3. júlí og 18. júlí. Tunglið hefur ekki sést á eldri myndum Hubbles því lýsingartíminn var skemmri.
Í júlí árið 2015 flýgur New Horizons geimfar NASA framhjá Plútó og tunglunum fjórum. Uppgötvunin nú var gerð við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn geimfarsins.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Email: [email protected]
Sími: 896-1984
Þetta er fréttatilkynning Stjörnufræðivefsins stj1112
Tengdar myndir