Ummerki fljótandi vatns á Mars?
Sævar Helgi Bragason
04. ágú. 2011
Fréttir
Myndir frá HiRISE myndavélinni benda til að vatn á fljótandi formi flæði niður hlíðar gíga á Mars yfir hlýjustu mánuði ársins.
Myndir sem teknar voru með HiRISE myndavélinni á Mars Reconnaissance Orbiter geimfari NASA benda til að vatn á fljótandi formi flæði niður hlíðar gíga á Mars yfir hlýjustu mánuði ársins. Á myndunum sjást dökkar rákir í þeim hlíðum gíga sem snúa að miðbaug á miðlægum breiddargráðum á suðurhveli reikistjönunnar sem breytast árstíðabundið. Ekki hefur reynst unnt að staðfesta að um vatn sé að ræða en stjörnufræðingar telja það líklegustu skýringuna.
Að sögn Alfreds McEwen, stjörnufræðings við Arizonaháskóla í Tuscon, er fljótandi saltvatn álitin besta útskýringin á þessum sérkennilegu rákum. McEwen hefur umsjón með rannsóknum á myndum HiRISE myndavélarinnar og er aðalhöfundur greinar um athuganirnar sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Science.
Dökku rákirnar eru ólíkar öllu öðru sem við sjáum á yfirborði Mars. Á myndunum sjást þær lengjast frá því seint á vorin og þar til haustið gengur í garð, eins og vatn sé að streyma hægt og rólega niður hlíðarnar.
Á miðlægum breiddargráðum á Mars er hitastigið á sumrin nógu hátt til þess að frosið vatn bráðni og byrji að flæða niður hlíðar þeirra gíga sem snúa að sól, annað hvort á yfirborðinu eða rétt undir því. Hitastigið á þessum stöðum á sumrin er milli -23°C upp í +27°C sem er of hátt til þess að um koldíoxíð sé að ræða en kemur vel heim og saman við saltvatn. Salt lækkar frostmark vatns eins og flestir kannast við. Saltur sjór leggur síðar en ferskvatn. Vatnið sem hér um ræðir þarf að vera álíka salt og sjórinn á jörðinni til þess að geta flætt. Hreint vatn myndi hins vegar frjósa. Besta hliðstæðan á jörðinni er sífrerinn í Síberíu. Á Mars er enginn hörgull á söltum og því líklegt að sölt séu í reikula efninu sem lækki frostmark þess.
En eru hér fyrstu sönnunargögnin fyrir tilvist fljótandi vatns á Mars? Þegar svæðið var kannað með CRISM litrófsritanum í sama geimfari voru fingraför vatns hvergi sjáanleg. Hugsanleg þorna rákirnar hratt ef þær eru ofanjarðar en kannski eru þær grunnt neðanjarðar og þá erfitt að mæla. McEwen segir rákirnar séu ekki dökkar vegna þess að þær séu blautar heldur sé ástæðan önnur og ókunn. Einnig er erfitt að útskýra hvers vegna rákirnar lýsast á ný þegar hitastigið lækkar.
„Þetta er okkur hulin ráðgáta í augnablikinu en ég tel að hægt sé að leysa hana með frekari rannsóknum“ segir McEwen.
Myndirnar eru bestu vísbendingar sem við höfum hingað til sem benda til þess að vatn geti verið fljótandi á Mars í dag. Vatnsís hefur fundist víða um Mars og sömuleiðis fremur fersk giljadrög sem benda til þess að vatn (eða einhver annar vökvi) hafi flætt tiltölulega nýlega. Saltir vatnsdropar sáust líka setjast á fætur Phoenix geimfarsins sem lenti við norðurpól Mars árið 2008.
stj1113
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Tengdar myndir
- Árstíðabundið flæði saltvatns (dökku rákirnar) í hlíðum Newton gígsins á suðurhveli Mars. Myndirnar voru teknar með HiRISE myndavélinni í Mars Reconnaissance Orbiter geimfari NASA.
Ummerki fljótandi vatns á Mars?
Sævar Helgi Bragason 04. ágú. 2011 Fréttir
Myndir frá HiRISE myndavélinni benda til að vatn á fljótandi formi flæði niður hlíðar gíga á Mars yfir hlýjustu mánuði ársins.
Myndir sem teknar voru með HiRISE myndavélinni á Mars Reconnaissance Orbiter geimfari NASA benda til að vatn á fljótandi formi flæði niður hlíðar gíga á Mars yfir hlýjustu mánuði ársins. Á myndunum sjást dökkar rákir í þeim hlíðum gíga sem snúa að miðbaug á miðlægum breiddargráðum á suðurhveli reikistjönunnar sem breytast árstíðabundið. Ekki hefur reynst unnt að staðfesta að um vatn sé að ræða en stjörnufræðingar telja það líklegustu skýringuna.
Að sögn Alfreds McEwen, stjörnufræðings við Arizonaháskóla í Tuscon, er fljótandi saltvatn álitin besta útskýringin á þessum sérkennilegu rákum. McEwen hefur umsjón með rannsóknum á myndum HiRISE myndavélarinnar og er aðalhöfundur greinar um athuganirnar sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Science.
Dökku rákirnar eru ólíkar öllu öðru sem við sjáum á yfirborði Mars. Á myndunum sjást þær lengjast frá því seint á vorin og þar til haustið gengur í garð, eins og vatn sé að streyma hægt og rólega niður hlíðarnar.
Á miðlægum breiddargráðum á Mars er hitastigið á sumrin nógu hátt til þess að frosið vatn bráðni og byrji að flæða niður hlíðar þeirra gíga sem snúa að sól, annað hvort á yfirborðinu eða rétt undir því. Hitastigið á þessum stöðum á sumrin er milli -23°C upp í +27°C sem er of hátt til þess að um koldíoxíð sé að ræða en kemur vel heim og saman við saltvatn. Salt lækkar frostmark vatns eins og flestir kannast við. Saltur sjór leggur síðar en ferskvatn. Vatnið sem hér um ræðir þarf að vera álíka salt og sjórinn á jörðinni til þess að geta flætt. Hreint vatn myndi hins vegar frjósa. Besta hliðstæðan á jörðinni er sífrerinn í Síberíu. Á Mars er enginn hörgull á söltum og því líklegt að sölt séu í reikula efninu sem lækki frostmark þess.
En eru hér fyrstu sönnunargögnin fyrir tilvist fljótandi vatns á Mars? Þegar svæðið var kannað með CRISM litrófsritanum í sama geimfari voru fingraför vatns hvergi sjáanleg. Hugsanleg þorna rákirnar hratt ef þær eru ofanjarðar en kannski eru þær grunnt neðanjarðar og þá erfitt að mæla. McEwen segir rákirnar séu ekki dökkar vegna þess að þær séu blautar heldur sé ástæðan önnur og ókunn. Einnig er erfitt að útskýra hvers vegna rákirnar lýsast á ný þegar hitastigið lækkar.
„Þetta er okkur hulin ráðgáta í augnablikinu en ég tel að hægt sé að leysa hana með frekari rannsóknum“ segir McEwen.
Myndirnar eru bestu vísbendingar sem við höfum hingað til sem benda til þess að vatn geti verið fljótandi á Mars í dag. Vatnsís hefur fundist víða um Mars og sömuleiðis fremur fersk giljadrög sem benda til þess að vatn (eða einhver annar vökvi) hafi flætt tiltölulega nýlega. Saltir vatnsdropar sáust líka setjast á fætur Phoenix geimfarsins sem lenti við norðurpól Mars árið 2008.
stj1113
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Tengdar myndir