Bálreiður fugl á himnum
Ný ljósmynd ESO af Lambda Centauri þokunni
Sævar Helgi Bragason
21. sep. 2011
Fréttir
ESO hefur birt mynd af þoku sem margt fólk telur sig sjá í útlínur fugls
Hér sést Lambda Centauri þokan, glóandi vetnisský og þyrping nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Mannfáknum, á mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Þokan er einnig þekkt sem IC 2944 en er stundum kölluð Kjúklingaþokan því margt fólk telur sig sjá fugl í björtustu svæðum hennar.
Þokan er í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni en í henni gefa heitar nýmyndaðar stjörnur frá sér skært útfjólublátt ljós sem lýsir hana upp. Orkurík geislunin örvar vetnisskýið og gerir það rauðglóandi. Rauði bjarminn er dæmigerður fyrir stjörnumyndunarsvæði eins og annað frægt dæmi, Lónþokan, sýnir (eso0936).
Sumir sjá útlínur kjúklings á myndum af þessu rauða stjörnumyndunarsvæði og gefur það þokunni þetta gælunafn. Menn greinir reyndar á um hvaða tilteknu hlutar þokunnar séu í laginu eins og kjúklingur enda sést fuglamynstur víða á myndinni [1].
Að glóandi gasinu undanskildu er röð ógegnsærra svartra kekkja sem ber við rauðan bakgrunninn, merki um myndun stjarna í IC 2944. Þessir kekkir kallast Bok hnoðrar en þeir sýnast svartir vegna þess að þeir gleypa sýnilegt ljós frá bjarmanum fyrir aftan. Athuganir á þessum dökku skýjum með innrauðum sjónaukum, sem geta skyggnst í gegnum rykið, sýna að stjörnur eru að myndast innan í þeim.
Á myndinni er mjög áberandi hópur Bok hnoðra sem kallast hnoðrar Thackerays eftir Suður Afríska stjörnufræðingnum sem uppgötvaði þá upp úr miðri síðustu öld. Hnoðrarnir sjást innan um hóp bjartra stjarna ofarlega á myndinni hægra megin og prýða einnig fræga mynd sem tekin var með Hubble geimsjónauka NASA og ESA (tengill).
Þótt mun meiri smáatriði sjáist á mynd Hubbles en þessari, er sjónsvið Wide Field Imager myndavélarinnar á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO, mun stærra og sýnir svæði sem er álíka stórt og fullt tungl á himinhvolfinu [2]. Á sama hátt og aðdráttarlinsa gerir ljósmyndara kleift að velja áhugaverðasta sjónsviðið við myndatöku, sjá mismunandi sjónaukar ólík sjónarhorn. Bæði veita þau þó stjörnufræðingum mikilvægar upplýsingar sem bæta hvort annað upp þegar víðfeðm stjarnfræðileg fyrirbæri eru rannsökuð.
Ef stjörnur í hnoðrum Thackerays eru enn að þroskast eru stjörnurnar í IC 2944 þyrpingunni, sem er innan í þokunni, eldri systur þeirra. Þær eru enn ungar á stjarnfræðilegan mælikvarða, rétt nokkurra milljóna ára, og skína skært en útfjólublá geislunin frá þeim lýsir upp þokuna. Glóandi geimþokur eru tiltölulega skammlífar á stjarnfræðilegan mælikvarða (endast venjulega í nokkrar milljónir ára) sem þýðir að Lambda Centauri þokan mun að lokum dofna og leysast upp þegar gasið og útfjólubláa geislunin eru uppurin.
Skýringar
[1] Þú getur sent inn þína hugmyndum hvar útlínur kjúklingsins eru á þessari mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn og átt þá möguleika á að hreppa glaðning.
[2] Myndin sem hér sést er sú fyrsta sem búin er til í Cosmic Gems verkefni ESO. Þetta nýja framtak snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1135.
Bálreiður fugl á himnum
Ný ljósmynd ESO af Lambda Centauri þokunni
Sævar Helgi Bragason 21. sep. 2011 Fréttir
Hér sést Lambda Centauri þokan, glóandi vetnisský og þyrping nýmyndaðra stjarna í stjörnumerkinu Mannfáknum, á mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Þokan er einnig þekkt sem IC 2944 en er stundum kölluð Kjúklingaþokan því margt fólk telur sig sjá fugl í björtustu svæðum hennar.
Þokan er í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni en í henni gefa heitar nýmyndaðar stjörnur frá sér skært útfjólublátt ljós sem lýsir hana upp. Orkurík geislunin örvar vetnisskýið og gerir það rauðglóandi. Rauði bjarminn er dæmigerður fyrir stjörnumyndunarsvæði eins og annað frægt dæmi, Lónþokan, sýnir (eso0936).
Sumir sjá útlínur kjúklings á myndum af þessu rauða stjörnumyndunarsvæði og gefur það þokunni þetta gælunafn. Menn greinir reyndar á um hvaða tilteknu hlutar þokunnar séu í laginu eins og kjúklingur enda sést fuglamynstur víða á myndinni [1].
Að glóandi gasinu undanskildu er röð ógegnsærra svartra kekkja sem ber við rauðan bakgrunninn, merki um myndun stjarna í IC 2944. Þessir kekkir kallast Bok hnoðrar en þeir sýnast svartir vegna þess að þeir gleypa sýnilegt ljós frá bjarmanum fyrir aftan. Athuganir á þessum dökku skýjum með innrauðum sjónaukum, sem geta skyggnst í gegnum rykið, sýna að stjörnur eru að myndast innan í þeim.
Á myndinni er mjög áberandi hópur Bok hnoðra sem kallast hnoðrar Thackerays eftir Suður Afríska stjörnufræðingnum sem uppgötvaði þá upp úr miðri síðustu öld. Hnoðrarnir sjást innan um hóp bjartra stjarna ofarlega á myndinni hægra megin og prýða einnig fræga mynd sem tekin var með Hubble geimsjónauka NASA og ESA (tengill).
Þótt mun meiri smáatriði sjáist á mynd Hubbles en þessari, er sjónsvið Wide Field Imager myndavélarinnar á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO, mun stærra og sýnir svæði sem er álíka stórt og fullt tungl á himinhvolfinu [2]. Á sama hátt og aðdráttarlinsa gerir ljósmyndara kleift að velja áhugaverðasta sjónsviðið við myndatöku, sjá mismunandi sjónaukar ólík sjónarhorn. Bæði veita þau þó stjörnufræðingum mikilvægar upplýsingar sem bæta hvort annað upp þegar víðfeðm stjarnfræðileg fyrirbæri eru rannsökuð.
Ef stjörnur í hnoðrum Thackerays eru enn að þroskast eru stjörnurnar í IC 2944 þyrpingunni, sem er innan í þokunni, eldri systur þeirra. Þær eru enn ungar á stjarnfræðilegan mælikvarða, rétt nokkurra milljóna ára, og skína skært en útfjólublá geislunin frá þeim lýsir upp þokuna. Glóandi geimþokur eru tiltölulega skammlífar á stjarnfræðilegan mælikvarða (endast venjulega í nokkrar milljónir ára) sem þýðir að Lambda Centauri þokan mun að lokum dofna og leysast upp þegar gasið og útfjólubláa geislunin eru uppurin.
Skýringar
[1] Þú getur sent inn þína hugmyndum hvar útlínur kjúklingsins eru á þessari mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn og átt þá möguleika á að hreppa glaðning.
[2] Myndin sem hér sést er sú fyrsta sem búin er til í Cosmic Gems verkefni ESO. Þetta nýja framtak snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1135.