Ungstirni rís gegn móðurskýinu
Sævar Helgi Bragason
15. des. 2011
Fréttir
Ný og stórglæsileg ljósmynd Hubblessjónaukans sýnir glöggt hve hrikaleg lokastig stjörnumyndunar geta verið.
Þetta risastóra vetnissgasský sem glóir fyrir tilstilli ungrar og bjartrar stjörnu, náðist á mynd með Wide Field Camera 3, einni myndavéla Hubblessjónaukans. Glöggt sést hve hrikaleg lokastig stjörnumyndunar geta verið, því stjarnan hristir ærlega upp í hreiðri sínu.
Þrátt fyrir alla himinsins litadýrð þessarar myndar, er ekkert friðsælt við stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 (S106). Djöfullegt ungstirni, kallað S106 IR, lúrir þar og þeytir burt efni á miklum hraða sem raskar gasinu og rykinu í kring. Stjarna er um 15 sinnum massameiri en sólin okkar og er nú á lokastigum myndunarferlis sína. Brátt sljákkar í henni þegar hún sest á meginröðina og við taka fullorðinsárin.
En í bili er S106 IR í hjarta móðurskýsins og rís gegn því. Efnið sem stjarnan spýr út orsakar ekki aðeins stundaglaslögun skýsins heldur einnig það að vetnisgasið hitnar og verður mjög óstöðugt. Margslungin mynstrin eru greinileg á þessari mynd.
Ungstirnið hitar líka gasið í kring upp undir 10.000°C. Geislunin frá stjörnunni jónar þannig vetnissletturnar svo þær glóa. Ljós þessa glóandi gass er blátt á myndinni.
Köld og þykk gasslæða skilur svæðin á myndinni að og er hún hér rauð að lit. Þetta illgegnsæja efni nánast felur stjörnuna, en rétt sést glitta í hana þar sem gasslæðan er sverust.
S106 var 106. fyrirbærið sem stjörnufræðingurinn Stewart Sharpless skrásetti á sjötta áratugnum. Það er í nokkur þúsund ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Skýið sjálft er tiltölulega lítið miðað við önnur stjörnumyndunarsvæði en langás þess spannar um 2 ljósár. Það er um það bil hálf fjarlægðin milli sólar og stjörnunnar Proximu í Mannfáki, sem er næsta sólstjarna.
Myndin, sem er samsett, var tekin með Wide Field Camera 3 á Hubblessjónauka NASA og ESA. Hún er afrakstur samsuðu tveggja mynda, önnur tekin í innrauðu ljósi en hin á sérstakri bylgjulengd sem örvað vetnisgas sendir frá sér, kallað H alfa. Þessi bylgjulengd er kjörin til þess að draga fram stjörnumyndunarsvæði. H alfa sían einangrar ljós frá vetni í skýinu en innrauða ljósið skín í gegnum rykið sem iðulega byrgir sýn.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA.
Myndir: NASA, ESA og The Hubble Heritage Team (STScI/AURA)
Tengiliður
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands
Sími: 663 6867
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir
- Þessi mynd Hubblessjóauka NASA/ESA sýnir stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 (S106), sem er í stjörnumerkinu Svaninum. Í hjarta skýsins er stjarnan S106 IR og hún orsakar stundaglaslögun skýsins og þá ókyrrð sem sjá má á myndinni. Ljós frá glóandi vetnisgasi er blátt á myndinni. Mynd: NASA & ESA.
- Þessi mynd Hubblessjóauka NASA og ESA sýnir stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 (S106), sem er í stjörnumerkinu Svaninum. Í hjarta skýsins er stjarnan S106 IR og hún orsakar stundaglaslögun skýsins og þá ókyrrð sem sjá má á myndinni. Ljós frá glóandi vetnisgasi er blátt á myndinni. Myndin tvinnar saman athugarnir Hubblessjónaukans (í miðjunni) við myndir frá japanska Subaru sjónaukanum sem víkkar sjónsviðið. Mynd: NASA, ESA, Hubble Heritage Team (STScI/AURA) og NAOJ.
- Þessi mynd Hubblessjóauka NASA/ESA sýnir stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 (S106), sem er í stjörnumerkinu Svaninum. Mynd: NASA, ESA, Digitized Sky Survey 2 (Þakkir: Davide De Martin).
Ungstirni rís gegn móðurskýinu
Sævar Helgi Bragason 15. des. 2011 Fréttir
Ný og stórglæsileg ljósmynd Hubblessjónaukans sýnir glöggt hve hrikaleg lokastig stjörnumyndunar geta verið.
Þetta risastóra vetnissgasský sem glóir fyrir tilstilli ungrar og bjartrar stjörnu, náðist á mynd með Wide Field Camera 3, einni myndavéla Hubblessjónaukans. Glöggt sést hve hrikaleg lokastig stjörnumyndunar geta verið, því stjarnan hristir ærlega upp í hreiðri sínu.
Þrátt fyrir alla himinsins litadýrð þessarar myndar, er ekkert friðsælt við stjörnumyndunarsvæðið Sh 2-106 (S106). Djöfullegt ungstirni, kallað S106 IR, lúrir þar og þeytir burt efni á miklum hraða sem raskar gasinu og rykinu í kring. Stjarna er um 15 sinnum massameiri en sólin okkar og er nú á lokastigum myndunarferlis sína. Brátt sljákkar í henni þegar hún sest á meginröðina og við taka fullorðinsárin.
En í bili er S106 IR í hjarta móðurskýsins og rís gegn því. Efnið sem stjarnan spýr út orsakar ekki aðeins stundaglaslögun skýsins heldur einnig það að vetnisgasið hitnar og verður mjög óstöðugt. Margslungin mynstrin eru greinileg á þessari mynd.
Ungstirnið hitar líka gasið í kring upp undir 10.000°C. Geislunin frá stjörnunni jónar þannig vetnissletturnar svo þær glóa. Ljós þessa glóandi gass er blátt á myndinni.
Köld og þykk gasslæða skilur svæðin á myndinni að og er hún hér rauð að lit. Þetta illgegnsæja efni nánast felur stjörnuna, en rétt sést glitta í hana þar sem gasslæðan er sverust.
S106 var 106. fyrirbærið sem stjörnufræðingurinn Stewart Sharpless skrásetti á sjötta áratugnum. Það er í nokkur þúsund ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Skýið sjálft er tiltölulega lítið miðað við önnur stjörnumyndunarsvæði en langás þess spannar um 2 ljósár. Það er um það bil hálf fjarlægðin milli sólar og stjörnunnar Proximu í Mannfáki, sem er næsta sólstjarna.
Myndin, sem er samsett, var tekin með Wide Field Camera 3 á Hubblessjónauka NASA og ESA. Hún er afrakstur samsuðu tveggja mynda, önnur tekin í innrauðu ljósi en hin á sérstakri bylgjulengd sem örvað vetnisgas sendir frá sér, kallað H alfa. Þessi bylgjulengd er kjörin til þess að draga fram stjörnumyndunarsvæði. H alfa sían einangrar ljós frá vetni í skýinu en innrauða ljósið skín í gegnum rykið sem iðulega byrgir sýn.
Skýringar
Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA.
Myndir: NASA, ESA og The Hubble Heritage Team (STScI/AURA)
Tengiliður
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands
Sími: 663 6867
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir