ESO fagnar 50 ára afmæli sínu
Taktu þátt í afmæli ESO árið 2012
Sævar Helgi Bragason
05. jan. 2012
Fréttir
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO) 50 ára afmæli sínu og við munum taka þátt í hátíðahöldunum.
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð heims, 50 ára afmæli sínu. Afmælisárið er kjörið til að líta til baka í sögu ESO, fagna vísinda- og verkfræðilegum afrekum og skoða þau metnaðarfullu verkefni sem eru framundan. Að þessu tilefni hyggst ESO skipuleggja nokkra spennandi viðburði á árinu.
Þann 5. október árið 1962 undirrituðu fulltrúar fimm Evrópuþjóða — Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Hollands og Svíþjóðar [1] — ESO sáttmálann í París. Með undirskriftunum var formlega samþykkt að setja á fót evrópsk stjarnvísindasamtök á suðurhveli jarðar, European Organisation for Astronomical Research in the Southern Hemisphere, sem í daglegu tali nefnist European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli.
„Fimmtíu ára afmæli ESO rennur upp mitt í einu mest spennandi skeiði evrópskra og alþjóðlegra stjörnustöðva á jörðu niðri. ESO hefur vaxið fiskur um hrygg frá stofnun samtakanna árið 1962. Fimmtíu árum síðar er ESO leiðandi afl í stjarnvísindum og er öflugasta stjörnustöð heims“ segir Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO.
Fyrsta stjörnustöð ESO var reist á La Silla sem er 2.400 metra hátt fjall um 600 km norður af Santiago, höfuðborg Chile. Í La Silla stjörnustöðinni eru nokkrir stjörnusjónaukar með allt að 3,6 metra breiðum safnspeglum starfræktir. Má þar nefna New Technology Telescope sem er 3,5 metra breiður sjónauki, sá fyrsti í heiminum með tölvustýrðum safnspegli. Hönnun hans og smíði markaði þáttaskil í hönnun sjónauka. Þessi tækni, sem ESO þróaði, er nú notuð í flestum stærstu stjörnusjónaukum heims. Á 3,6 metra ESO sjónaukanum er litrófsritinn HARPS sem skilað hefur mestum árangri í leit að fjarreikistjörnum.
Árið 1999 hófust mælingar með Very Large Telescope (VLT) sjónaukaröðinni í Paranal stjörnustöðinni. Í dag er VLT flaggskip evrópskra stjarnvísinda og auk VLT víxlmælisins (VLTI) er hann eini stóri víxlmælirinn í heiminum í reglulegri notkun. Á Paranal eru líka VISTA sjónaukinn, stærsti kortlagningarsjónauki heims fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope (VST), sem er stærsti kortlagningarsjónauki heims fyrir sýnilegt ljós.
Á Chajnantor sléttunni í norðurhluta Chile eru ESO og norður-amerískir og austur-asískir samstarfsaðilar að koma upp byltingarkenndum stjörnusjónauka — ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, stærsta stjarnvísindaverkefni veraldar. ALMA samanstendur af 66 hárnákvæmum loftnetum sem vinna saman sem einn sjónauki og munu rannsaka myndun stjarna, sólkerfa, vetrarbrauta og uppruna lífs. Smíði ALMA lýkur árið 2013 en fyrstu vísindalegu mælingar hófust árið 2011 þótt röðin hafi þá aðeins að hluta til verið tilbúin (eso1137).
ESO hyggur á smíði European Extremely Large Telescope eða E-ELT, 40 metra risasjónauka fyrir sýnilegt og nær-innrautt ljós sem verður „stærsta auga jarðar“. Gert er ráð fyrir að rannsóknir hefjist með E-ELT snemma næsta áratug en sjónaukinn á að veita svör við mörgum mikilvægustu spurningum nútíma stjarnvísinda (eso1150).
Nokkrir viðburðir hafa verið skipulagðir fyrir árið 2012. ESO býður öllum að taka þátt í hátíðahöldunum, hvort sem er með þátttöku í þeim viðburðum sem þegar hafa verið skipulagðir eða með því að setja á fót aðra atburði.
-
Dagana 3. til 7. september 2012 fer fram vísindaráðstefna í höfuðstöðvum ESO þar sem viðfangsefni á borð við fjarreikistjörnur, sólkerfið, myndun og þróun stjarna, heimsfræði og fleira koma við sögu.
-
Á sjálfan afmælisdaginn, 5. október 2012, stendur ESO fyrir viðburðum fyrir almenning í öllum aðildarríkjunum fimmtán. Viðburðirnir verða skipulagðir með hjálp ESO Science Outreach Network og Outreach Partner Organisations og eru kjörnir til að vekja athygli og áhuga almennings á stjarnvísindum ESO og stjörnustöðvunum í Chile.
-
Þann 11. október 2012 bjóða prófessor Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO og prófessor Xavier Barcons, forseti ESO ráðsins, ráðamönnum frá aðildarríkjunum og gestgjafaþjóðinni Chile, ESO ráðinu, nefndafulltrúum og fyrrum framkvæmdarstjórum ESO, stjörnufræðingum og öðrum sem gegnt hafa lykilhlutverkum í starfsemi ESO til hátíðarkvöldverðar sem fram fer í München.
-
Á árinu verða ljósmyndasýningar settar upp í tilefni afmælisins á völdum stöðum í aðildarríkjunum. Áhugasamir geta sótt um að halda sýningu í gegnum tengiliðina.
-
Á afmælisdaginn verður frumsýnd heimildarmynd um sögu ESO og glæsileg myndskreytt bók gefin út. Myndin verður einnig sýnd sem þættir í ESOcast, hinu vinsæla vefvarpi ESO. Bók Adrian Blaauw, ESO's Early History, verður fylgt eftir á árinu með annarri sögulegri bók um öll árin fimmtíu í sögu ESO eftir Claus Madsen.
-
Í fyrstu viku hvers mánaðar ársins 2012 verður mynd vikunnar með sérstöku Þá og nú sniði. Þar verður aðstaða ESO sýnd í fortíð og nútíð.
-
Við höfum stækkað Your ESO Pictures Flickr hópinn fyrir þau ykkar sem fylgst hafa með vegferð ESO í gegnum tíðina, annað hvort sem starfsmenn eða gestir í stjörnustöðvum okkar. Vinsamlegast deilið ljósmyndum ykkar af ESO með okkur og öllum öðrum með því að senda þessi „póstkort úr fortíðinni“ í hópinn (ann12002).
-
Ýmis afmælisvarningur verður til sölu í ESOshop netversluninni á hagstæðu verði í tilefni afmælisins.
-
Sendu afmæliskveðjur til ESO í gegnum Facebook síðu ESO eða á Twitter síðuna @ESO_Observatory með auðkenninu (hashtag) #ESO50years.
„Ég hlakka mikið til næstu fimmtíu ára í sögu ESO. Þeim mun án efa fylgja vísindi í hæsta gæðaflokki þökk sé VLT og VLTI, ALMA og E-ELT og öðrum framtíðarverkefnum. Þökk sé metnaði, ástríðu og fagmennsku starfsfólks ESO er ESO leiðandi í stjarnvísindum nútímans. Til hamingju með 50 ára afmælið öllsömul!“ segir Tim de Zeeuw.
Skýringar
[1] Strangt til tekið undirrituðu sex þjóðir sáttmálann að Bretlandi meðtöldu. Bretland dró sig síðar úr og gekk ekki til liðs við samtökin fyrr en árið 2002, þá tíunda aðildarríkið.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er alþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching, Germany
Tel: +49-89-3200-6761
Cell: +49-173-3872-621
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1202.
Tengdar myndir
- Árið 2012 fagnar ESO 50 ára afmæli sínu. Mynd: ESO
- Merki afmælisársins. Mynd: ESO
ESO fagnar 50 ára afmæli sínu
Taktu þátt í afmæli ESO árið 2012
Sævar Helgi Bragason 05. jan. 2012 Fréttir
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO) 50 ára afmæli sínu og við munum taka þátt í hátíðahöldunum.
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð heims, 50 ára afmæli sínu. Afmælisárið er kjörið til að líta til baka í sögu ESO, fagna vísinda- og verkfræðilegum afrekum og skoða þau metnaðarfullu verkefni sem eru framundan. Að þessu tilefni hyggst ESO skipuleggja nokkra spennandi viðburði á árinu.
Þann 5. október árið 1962 undirrituðu fulltrúar fimm Evrópuþjóða — Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Hollands og Svíþjóðar [1] — ESO sáttmálann í París. Með undirskriftunum var formlega samþykkt að setja á fót evrópsk stjarnvísindasamtök á suðurhveli jarðar, European Organisation for Astronomical Research in the Southern Hemisphere, sem í daglegu tali nefnist European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli.
„Fimmtíu ára afmæli ESO rennur upp mitt í einu mest spennandi skeiði evrópskra og alþjóðlegra stjörnustöðva á jörðu niðri. ESO hefur vaxið fiskur um hrygg frá stofnun samtakanna árið 1962. Fimmtíu árum síðar er ESO leiðandi afl í stjarnvísindum og er öflugasta stjörnustöð heims“ segir Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO.
Fyrsta stjörnustöð ESO var reist á La Silla sem er 2.400 metra hátt fjall um 600 km norður af Santiago, höfuðborg Chile. Í La Silla stjörnustöðinni eru nokkrir stjörnusjónaukar með allt að 3,6 metra breiðum safnspeglum starfræktir. Má þar nefna New Technology Telescope sem er 3,5 metra breiður sjónauki, sá fyrsti í heiminum með tölvustýrðum safnspegli. Hönnun hans og smíði markaði þáttaskil í hönnun sjónauka. Þessi tækni, sem ESO þróaði, er nú notuð í flestum stærstu stjörnusjónaukum heims. Á 3,6 metra ESO sjónaukanum er litrófsritinn HARPS sem skilað hefur mestum árangri í leit að fjarreikistjörnum.
Árið 1999 hófust mælingar með Very Large Telescope (VLT) sjónaukaröðinni í Paranal stjörnustöðinni. Í dag er VLT flaggskip evrópskra stjarnvísinda og auk VLT víxlmælisins (VLTI) er hann eini stóri víxlmælirinn í heiminum í reglulegri notkun. Á Paranal eru líka VISTA sjónaukinn, stærsti kortlagningarsjónauki heims fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope (VST), sem er stærsti kortlagningarsjónauki heims fyrir sýnilegt ljós.
Á Chajnantor sléttunni í norðurhluta Chile eru ESO og norður-amerískir og austur-asískir samstarfsaðilar að koma upp byltingarkenndum stjörnusjónauka — ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, stærsta stjarnvísindaverkefni veraldar. ALMA samanstendur af 66 hárnákvæmum loftnetum sem vinna saman sem einn sjónauki og munu rannsaka myndun stjarna, sólkerfa, vetrarbrauta og uppruna lífs. Smíði ALMA lýkur árið 2013 en fyrstu vísindalegu mælingar hófust árið 2011 þótt röðin hafi þá aðeins að hluta til verið tilbúin (eso1137).
ESO hyggur á smíði European Extremely Large Telescope eða E-ELT, 40 metra risasjónauka fyrir sýnilegt og nær-innrautt ljós sem verður „stærsta auga jarðar“. Gert er ráð fyrir að rannsóknir hefjist með E-ELT snemma næsta áratug en sjónaukinn á að veita svör við mörgum mikilvægustu spurningum nútíma stjarnvísinda (eso1150).
Nokkrir viðburðir hafa verið skipulagðir fyrir árið 2012. ESO býður öllum að taka þátt í hátíðahöldunum, hvort sem er með þátttöku í þeim viðburðum sem þegar hafa verið skipulagðir eða með því að setja á fót aðra atburði.
Dagana 3. til 7. september 2012 fer fram vísindaráðstefna í höfuðstöðvum ESO þar sem viðfangsefni á borð við fjarreikistjörnur, sólkerfið, myndun og þróun stjarna, heimsfræði og fleira koma við sögu.
Á sjálfan afmælisdaginn, 5. október 2012, stendur ESO fyrir viðburðum fyrir almenning í öllum aðildarríkjunum fimmtán. Viðburðirnir verða skipulagðir með hjálp ESO Science Outreach Network og Outreach Partner Organisations og eru kjörnir til að vekja athygli og áhuga almennings á stjarnvísindum ESO og stjörnustöðvunum í Chile.
Þann 11. október 2012 bjóða prófessor Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO og prófessor Xavier Barcons, forseti ESO ráðsins, ráðamönnum frá aðildarríkjunum og gestgjafaþjóðinni Chile, ESO ráðinu, nefndafulltrúum og fyrrum framkvæmdarstjórum ESO, stjörnufræðingum og öðrum sem gegnt hafa lykilhlutverkum í starfsemi ESO til hátíðarkvöldverðar sem fram fer í München.
Á árinu verða ljósmyndasýningar settar upp í tilefni afmælisins á völdum stöðum í aðildarríkjunum. Áhugasamir geta sótt um að halda sýningu í gegnum tengiliðina.
Á afmælisdaginn verður frumsýnd heimildarmynd um sögu ESO og glæsileg myndskreytt bók gefin út. Myndin verður einnig sýnd sem þættir í ESOcast, hinu vinsæla vefvarpi ESO. Bók Adrian Blaauw, ESO's Early History, verður fylgt eftir á árinu með annarri sögulegri bók um öll árin fimmtíu í sögu ESO eftir Claus Madsen.
Í fyrstu viku hvers mánaðar ársins 2012 verður mynd vikunnar með sérstöku Þá og nú sniði. Þar verður aðstaða ESO sýnd í fortíð og nútíð.
Við höfum stækkað Your ESO Pictures Flickr hópinn fyrir þau ykkar sem fylgst hafa með vegferð ESO í gegnum tíðina, annað hvort sem starfsmenn eða gestir í stjörnustöðvum okkar. Vinsamlegast deilið ljósmyndum ykkar af ESO með okkur og öllum öðrum með því að senda þessi „póstkort úr fortíðinni“ í hópinn (ann12002).
Ýmis afmælisvarningur verður til sölu í ESOshop netversluninni á hagstæðu verði í tilefni afmælisins.
Sendu afmæliskveðjur til ESO í gegnum Facebook síðu ESO eða á Twitter síðuna @ESO_Observatory með auðkenninu (hashtag) #ESO50years.
„Ég hlakka mikið til næstu fimmtíu ára í sögu ESO. Þeim mun án efa fylgja vísindi í hæsta gæðaflokki þökk sé VLT og VLTI, ALMA og E-ELT og öðrum framtíðarverkefnum. Þökk sé metnaði, ástríðu og fagmennsku starfsfólks ESO er ESO leiðandi í stjarnvísindum nútímans. Til hamingju með 50 ára afmælið öllsömul!“ segir Tim de Zeeuw.
Skýringar
[1] Strangt til tekið undirrituðu sex þjóðir sáttmálann að Bretlandi meðtöldu. Bretland dró sig síðar úr og gekk ekki til liðs við samtökin fyrr en árið 2002, þá tíunda aðildarríkið.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er alþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).
Tenglar
50 ára afmælisvefur ESO
Tímaás ESO
50 ára afmælisráðstefna ESO
50 ára afmælisvarningur ESO í netversluninni
ESO Flickr hópurinn
50 ára afmælisveggur ESO á Twitter
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Lars Lindberg Christensen
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1202.Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching, Germany
Tel: +49-89-3200-6761
Cell: +49-173-3872-621
Email: [email protected]
Tengdar myndir