VLT tekur nákvæmustu innrauðu ljósmyndina af Kjalarþokunni
Sævar Helgi Bragason
08. feb. 2012
Fréttir
VLT sjónauki ESO hefur tekið stórglæsilega mynd af risavöxnu myndunarsvæði stjarna í vetrarbrautinni okkar!
Very Large Telescope ESO hefur tekið nákvæmustu myndina hingað til af stjörnumyndunarsvæði sem nefnist Kjalarþokan. Á myndinni koma í ljós fjölmörg áður óséð fyrirbæri, vítt og breitt um þetta glæsilega landslag gass, ryks og ungra stjarna. Þetta er ein glæsilegasta mynd sem tekin hefur verið með VLT.
Djúpt í hjarta vetrarbrautarinnar á suðurhimninum, er stjörnumyndunarsvæði sem heitir Kjalarþokan. Svæðið er í um það bil 7.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum [1]. Þetta glóandi gas- og rykský er ein nálægasta útungunarstöð mjög massamikilla stjarna við jörðina og geymir nokkrar björtustu og þyngstu stjörnur sem þekkjast. Ein þeirra er hin dularfulla og óstöðuga Eta Carinae. Upp úr 1840 varð hún næst bjartasta stjarna himinsins og er hún líkleg til að springa í náinni framtíð, á stjarnfræðilegan mælikvarða þ.e.a.s. Kjalarþokan er sem tilraunastofa fyrir þá stjörnufræðinga sem rannsaka ofsafengna fæðingu og ærslafulla æsku stjarna.
Þótt þokan sé mjög glæsileg að sjá á myndum sem teknar eru í sýnilegu ljósi (eso0905) eru margir af helstu leyndardómum hennar faldir bakvið þykk rykský. Til að svipta af þeim hulunni hefur hópur evrópskra stjörnufræðinga undir forystu Thomas Preibisch (University Observatory í Munchen í Þýskalandi) fært sér í nyt afl Very Large Telescope ESO og mjög næma innrauða myndavél sem heitir HAWK-I [3].
Myndin sem hér sést var skeytt saman úr mörg hundruð stökum ljósmyndum. Niðurstaðan er nákvæmasta innrauða ljósmynd sem tekin hefur verið af þokunni og ein magnaðasta mynd VLT. Á henni sjást ekki einungis skærar og massamiklar stjörnur heldur mörg hundruð þúsund miklu daufari stjörnur [3] sem voru áður ósýnilegar.
Stjarnan skæra Eta Carinae sést á neðri hluta myndarinnar, vinstra megin. Hún er umlukin gasskýjum sem glóa fyrir tilverknað gríðarsterkrar útfjólublárrar geislunar. Á víð og dreif eru líka margir þéttir kekkir úr dökku efni sem haldast ógegnsæ, jafnvel í innrauðu ljósi. Þetta eru rykhjúpar nýrra stjarna í mótun.
Síðustu ármilljónirnar hefur þetta svæði getið af sér fjölda stjarna, bæði stakra og í þyrpingum. Bjarta stjörnuþyrpingin við miðja mynd heitir Trumpler 14. Þótt hún sjáist vel í sýnilegu ljósi birtast miklu fleiri á þessari innrauðu ljósmynd. Nálægt vinstri brún myndarinnar sést lítið safn stjarna sem virðast gular. Þessi hópur sést nú í fyrsta sinn í þessum nýju gögnum VLT: Þessar stjörnur sjást alls ekki í sýnilegu ljósi. Þetta er aðeins eitt dæmið um þau fjölmörgu nýju fyrirbæri sem sjást nú í fyrsta sinn á þessari glæsilegu víðmynd.
Skýringar
[1] Stjörnumerkið Kjölurinn er nefnt eftir kili fleysins Argó sem Jason og Argóarfararnir sigldu í einni grískri goðsögn.
[2] Ryksvæði í geimnum gleypa og dreifa bláu stuttbylgjuljósi betur en rauðu langbylgjuljósi. Sömu áhrif skýra hvers vegna sólsetur á jörðinni eru oft rauð, einkum og sér í lagi þegar lofthjúpurinn er rykugur. Í sumum rykugustu svæðum stjörnuhiminsins, til dæmis í stjörnumyndunarsvæðum eins og Kjalarþokunni, eru áhrifin svo feikileg að sýnilegt ljós berst alls ekki í gegn. Stjörnufræðingar geta yfirstigið þetta vandamál með því að nota mjög næmar innrauðar myndavélar eins og HAWK-I á VLT sjónaukum ESO eða innrauðum kortlagningarsjónauka eins og VISTA.
[3] Eitt helsta markmið stjörnufræðinganna var að leita að stjörnum á svæðinu sem eru bæði daufari og massaminni en sólin. Myndin er nógu djúp til að leiða í ljós unga brúna dverga.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Thomas Preibisch
University Observatory Munich/Ludwig-Maximilians-University
Munich, Germany
Tel: +49 89 2180 6016
Email: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1208.
Tengdar myndir
- Víðmynd af stjörnumyndunarsvæðinu Kjalarþokunni á suðurhimninum sem tekin var í innrauðu ljósi með HAWK-I myndavélinni á Very Large Telescope ESO. Á myndinni hafa mörg áður óséð fyrirbæri, sem dreifast vítt og breitt um myndina, komið í ljós. Mynd: ESO/T. Preibisch
- Hlutar úr víðmyndinni af Kjalarþokunni sem tekin var með innrauðu myndavélinni HAWK-I á Very Large Telescope ESO. Í þessu stjörnumyndunarsvæði eru skuggaþokur þar sem nýjar stjörnur eru að myndast, ungar stjörnuþyrpingar og mörg önnur forvitnileg smáatriði sem mótast hafa úr þessu risavaxna gas- og rykskýi. Í miðjunni sést stjörnuþyrpingin Trumpler 14 og einnig sérkennilegt gullitað ský sem er eins og sigð í laginu. Mynd: ESO/T. Preibisch
- Samanburður á innrauðri mynd HAWK-I og mynd 2,2 metra MPG/ESO sjónaukans í La Silla stjörnustöðinni sem tekin var í sýnilegu ljósi af Kjalarþokunni. Mynd: ESO/T. Preibisch
- Kort sem sýnir staðsetningu Kjalarþokunnar í stjörnumerkinu Kilinum. Kortið sýnir flestar þær stjörnur sem greina má með berum augum við góðar aðstæður. Þokan sjálf er merkt 3372 (fyrir NGC 3372). Hún er mjög björt og sést vel í gegnum litla stjörnusjónauka en er líka greinileg með berum augum, þó ekki frá íslandi. Kort: IAU/S&T og Stjörnufræðivefurinn
Krakkavæn útgáfa
VLT tekur nákvæmustu innrauðu ljósmyndina af Kjalarþokunni
Sævar Helgi Bragason 08. feb. 2012 Fréttir
VLT sjónauki ESO hefur tekið stórglæsilega mynd af risavöxnu myndunarsvæði stjarna í vetrarbrautinni okkar!
Very Large Telescope ESO hefur tekið nákvæmustu myndina hingað til af stjörnumyndunarsvæði sem nefnist Kjalarþokan. Á myndinni koma í ljós fjölmörg áður óséð fyrirbæri, vítt og breitt um þetta glæsilega landslag gass, ryks og ungra stjarna. Þetta er ein glæsilegasta mynd sem tekin hefur verið með VLT.
Djúpt í hjarta vetrarbrautarinnar á suðurhimninum, er stjörnumyndunarsvæði sem heitir Kjalarþokan. Svæðið er í um það bil 7.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Kilinum [1]. Þetta glóandi gas- og rykský er ein nálægasta útungunarstöð mjög massamikilla stjarna við jörðina og geymir nokkrar björtustu og þyngstu stjörnur sem þekkjast. Ein þeirra er hin dularfulla og óstöðuga Eta Carinae. Upp úr 1840 varð hún næst bjartasta stjarna himinsins og er hún líkleg til að springa í náinni framtíð, á stjarnfræðilegan mælikvarða þ.e.a.s. Kjalarþokan er sem tilraunastofa fyrir þá stjörnufræðinga sem rannsaka ofsafengna fæðingu og ærslafulla æsku stjarna.
Þótt þokan sé mjög glæsileg að sjá á myndum sem teknar eru í sýnilegu ljósi (eso0905) eru margir af helstu leyndardómum hennar faldir bakvið þykk rykský. Til að svipta af þeim hulunni hefur hópur evrópskra stjörnufræðinga undir forystu Thomas Preibisch (University Observatory í Munchen í Þýskalandi) fært sér í nyt afl Very Large Telescope ESO og mjög næma innrauða myndavél sem heitir HAWK-I [3].
Myndin sem hér sést var skeytt saman úr mörg hundruð stökum ljósmyndum. Niðurstaðan er nákvæmasta innrauða ljósmynd sem tekin hefur verið af þokunni og ein magnaðasta mynd VLT. Á henni sjást ekki einungis skærar og massamiklar stjörnur heldur mörg hundruð þúsund miklu daufari stjörnur [3] sem voru áður ósýnilegar.
Stjarnan skæra Eta Carinae sést á neðri hluta myndarinnar, vinstra megin. Hún er umlukin gasskýjum sem glóa fyrir tilverknað gríðarsterkrar útfjólublárrar geislunar. Á víð og dreif eru líka margir þéttir kekkir úr dökku efni sem haldast ógegnsæ, jafnvel í innrauðu ljósi. Þetta eru rykhjúpar nýrra stjarna í mótun.
Síðustu ármilljónirnar hefur þetta svæði getið af sér fjölda stjarna, bæði stakra og í þyrpingum. Bjarta stjörnuþyrpingin við miðja mynd heitir Trumpler 14. Þótt hún sjáist vel í sýnilegu ljósi birtast miklu fleiri á þessari innrauðu ljósmynd. Nálægt vinstri brún myndarinnar sést lítið safn stjarna sem virðast gular. Þessi hópur sést nú í fyrsta sinn í þessum nýju gögnum VLT: Þessar stjörnur sjást alls ekki í sýnilegu ljósi. Þetta er aðeins eitt dæmið um þau fjölmörgu nýju fyrirbæri sem sjást nú í fyrsta sinn á þessari glæsilegu víðmynd.
Skýringar
[1] Stjörnumerkið Kjölurinn er nefnt eftir kili fleysins Argó sem Jason og Argóarfararnir sigldu í einni grískri goðsögn.
[2] Ryksvæði í geimnum gleypa og dreifa bláu stuttbylgjuljósi betur en rauðu langbylgjuljósi. Sömu áhrif skýra hvers vegna sólsetur á jörðinni eru oft rauð, einkum og sér í lagi þegar lofthjúpurinn er rykugur. Í sumum rykugustu svæðum stjörnuhiminsins, til dæmis í stjörnumyndunarsvæðum eins og Kjalarþokunni, eru áhrifin svo feikileg að sýnilegt ljós berst alls ekki í gegn. Stjörnufræðingar geta yfirstigið þetta vandamál með því að nota mjög næmar innrauðar myndavélar eins og HAWK-I á VLT sjónaukum ESO eða innrauðum kortlagningarsjónauka eins og VISTA.
[3] Eitt helsta markmið stjörnufræðinganna var að leita að stjörnum á svæðinu sem eru bæði daufari og massaminni en sólin. Myndin er nógu djúp til að leiða í ljós unga brúna dverga.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Cell: +354-896-1984
Email: [email protected]
Thomas Preibisch
University Observatory Munich/Ludwig-Maximilians-University
Munich, Germany
Tel: +49 89 2180 6016
Email: [email protected]
Richard Hook
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1208.ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6655
Cell: +49 151 1537 3591
Email: [email protected]
Tengdar myndir
Krakkavæn útgáfa