Glitrandi gimsteinar Messier 9
Sævar Helgi Bragason
16. mar. 2012
Fréttir
Hubble geimsjónaukinn tók nýlega nákvæmustu mynd sem til er af kúluþyrpingunni Messier 9 í Naðurvalda.
Nýlega tók Hubblessjónauki NASA og ESA nákvæmustu mynd sem til er af kúluþyrpingunni Messier 9. Þyrpingin er nálægt miðju vetrarbrautarinnar okkar. Stjörnukúlan er of dauf svo unnt sé að sjá hana með berum augum en Hubble getur þó séð í henni um 250.000 stjörnur.
Messier 9 er kúluþyrping, svermur stjarna í um 25.000 ljósára fjarlægð frá jörðu, nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Reyndar er hún svo nærri að miðjan togar hana og teygir lítillega.
Kúluþyrpingar eru taldar geyma elstu stjörnurnar í vetrarbrautinni, sem fæddust þegar aldur alheimsins var aðeins brot af því sem hann er í dag. Ásamt því að vera um tvöfalt eldri en sólin okkar, er efnasamsetning þeirra talsvert frábrugðin efnasamsetningu sólarinnar. En mun færri þyngri frumefni er að finna í þeim stjörnum.
Sér í lagi skortir frumefni sem nauðsynleg eru lífi á jörðinni, eins og súrefni, kolefni og járn (kjarni jarðar er nær eingöngu úr járni), í Messier 9 og áþekkum kúluþyrpingum. Þetta stafar af því að þyngri frumefni mynduðust smám saman í iðrum stjarna og í sprengistjörnum. Þegar Messier 9 myndaðist var mun minna um þessu frumefni.
Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði Messier 9 árið 1764. Með öflugustu sjónaukum þess tíma var ekki unnt að greina að stjörnur í þyrpingunni. Messier sá aðeins daufan blett og setti fyrirbærið í hóp með geimþokum. Það var ekki fyrr en á 18. öld sem stjörnufræðingar, og fór þar fremstur William Herschel, gátu greint einstaka stjörnur í þyrpingunni.
Feykimikill munur er á tólum og tækjum stjörnufræðinga í dag, miðað við það sem Messier hafði yfir að ráða. Á myndum Hubblessjónaukans, sem eru þær skýrustu fyrr og síðar, má með góðu móti greina einstaka stjörnu alveg að miðju þyrpingarinnar. Ríflega 250.000 stjörnur brenna sig á ljósnema Advanced Camera for Surveys myndavél Hubbles. Myndin spannar svæði á himni álíka því sem títuprjónshaus þekur í útréttri hendi.
Ekki er nóg með að greina megi einstakar stjörnur, heldur er greinilegur litamunur á mörgum þeirra. Litur stjarnanna tengist náið hitastigi þeirra, kannski þvert á það sem ætla mætti þá eru rauðar stjörnur kaldari en blár. Hitastig stjarnanna má því glöggt merkja á þessari mynd Hubbles af Messier 9.
Nágrenni Messier 9 er að sama skapi forvitnilegt. Í grenndinni eru nefnilega tvær stórar og dimmar geimþokur. Þessi niðdimmu rykský heita Barnard 259 (suðaustur af Messier 9) og Barnard 64 (vestur af þyrpingunni). Þau sjást vel á víðmyndum af kúluþyrpingunni.
Skýringar
Hubblessjónanukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA.
Myndir: NASA og ESA
Tenglar
Tengiliður
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands
Sími: 663-6867
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESA/Hubble heic1205
Tengdar myndir
- Á þessari mynd Hubblessjónauka NASA/ESA má sjá kúluþyrpinguna Messier 9. Á myndinni má greina stjörnur allt að miðju þyrpingarinnar og greinilegan mun má sjá á litum stjarnanna. Rauður litur er til vitnis um lægra yfirborðshitastig, en bláar stjörnur eru uggvænlega heitar.
- Þessi víðmynd frá Digitized Sky Survey 2 sýnir Messier 9 og umhverfi hennar. Dökku flekkirnir eru rykský. Við hægri hlið Messier 9 er skýið Barnard 64.
Glitrandi gimsteinar Messier 9
Sævar Helgi Bragason 16. mar. 2012 Fréttir
Hubble geimsjónaukinn tók nýlega nákvæmustu mynd sem til er af kúluþyrpingunni Messier 9 í Naðurvalda.
Nýlega tók Hubblessjónauki NASA og ESA nákvæmustu mynd sem til er af kúluþyrpingunni Messier 9. Þyrpingin er nálægt miðju vetrarbrautarinnar okkar. Stjörnukúlan er of dauf svo unnt sé að sjá hana með berum augum en Hubble getur þó séð í henni um 250.000 stjörnur.
Messier 9 er kúluþyrping, svermur stjarna í um 25.000 ljósára fjarlægð frá jörðu, nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Reyndar er hún svo nærri að miðjan togar hana og teygir lítillega.
Kúluþyrpingar eru taldar geyma elstu stjörnurnar í vetrarbrautinni, sem fæddust þegar aldur alheimsins var aðeins brot af því sem hann er í dag. Ásamt því að vera um tvöfalt eldri en sólin okkar, er efnasamsetning þeirra talsvert frábrugðin efnasamsetningu sólarinnar. En mun færri þyngri frumefni er að finna í þeim stjörnum.
Sér í lagi skortir frumefni sem nauðsynleg eru lífi á jörðinni, eins og súrefni, kolefni og járn (kjarni jarðar er nær eingöngu úr járni), í Messier 9 og áþekkum kúluþyrpingum. Þetta stafar af því að þyngri frumefni mynduðust smám saman í iðrum stjarna og í sprengistjörnum. Þegar Messier 9 myndaðist var mun minna um þessu frumefni.
Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði Messier 9 árið 1764. Með öflugustu sjónaukum þess tíma var ekki unnt að greina að stjörnur í þyrpingunni. Messier sá aðeins daufan blett og setti fyrirbærið í hóp með geimþokum. Það var ekki fyrr en á 18. öld sem stjörnufræðingar, og fór þar fremstur William Herschel, gátu greint einstaka stjörnur í þyrpingunni.
Feykimikill munur er á tólum og tækjum stjörnufræðinga í dag, miðað við það sem Messier hafði yfir að ráða. Á myndum Hubblessjónaukans, sem eru þær skýrustu fyrr og síðar, má með góðu móti greina einstaka stjörnu alveg að miðju þyrpingarinnar. Ríflega 250.000 stjörnur brenna sig á ljósnema Advanced Camera for Surveys myndavél Hubbles. Myndin spannar svæði á himni álíka því sem títuprjónshaus þekur í útréttri hendi.
Ekki er nóg með að greina megi einstakar stjörnur, heldur er greinilegur litamunur á mörgum þeirra. Litur stjarnanna tengist náið hitastigi þeirra, kannski þvert á það sem ætla mætti þá eru rauðar stjörnur kaldari en blár. Hitastig stjarnanna má því glöggt merkja á þessari mynd Hubbles af Messier 9.
Nágrenni Messier 9 er að sama skapi forvitnilegt. Í grenndinni eru nefnilega tvær stórar og dimmar geimþokur. Þessi niðdimmu rykský heita Barnard 259 (suðaustur af Messier 9) og Barnard 64 (vestur af þyrpingunni). Þau sjást vel á víðmyndum af kúluþyrpingunni.
Skýringar
Hubblessjónanukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA.
Myndir: NASA og ESA
Tenglar
Myndir af Hubblessjónaukanum
Upplýsingar um Messier 9 á Stjörnufræðivefnum
Tengiliður
Ottó Elíasson
Háskóla Íslands
Sími: 663-6867
Email: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESA/Hubble heic1205
Tengdar myndir