Þyrping innan í þyrpingu
Sævar Helgi Bragason
24. apr. 2012
Fréttir
Ný mynd frá ESO sýnir fagra stjörnuþyrpingu innan um landslag gas- og rykskýja.
Þessi nýja mynd af stjörnuþyrpingunni NGC 6604 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Þyrpingin hverfur gjarnan í skuggann af nágranna sínum, Arnarþokunni, sem er aðeins eitt vænghaf eða svo í burtu. Þessi mynd sýnir aftur á móti vel hve fögur NGC 6604 er út af fyrir sig innan um landslag gas- og rykskýja.
NGC 6604 er bjarti stjörnuhópurinn ofarlega vinstra megin á myndinni. Hún er ung stjörnuþyrpingin og er þéttasti hlutinn á gisnari hópi sem inniheldur í kringum eitt hundrað skærar blá-hvítar stjörnur [1]. Á myndinni sést líka þokan sem tengist þyrpingunni — ský úr glóandi vetnisgasi sem kallast Sh2-54 [2], og einnig rykský.
NGC 6604 er í um 5.500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Höggorminum, um tvær gráður norður af Arnarþokunni á næturhimninum (eso0926). Björtustu stjörnurnar, sem William Herschel skrásetti fyrstur manna árið 1784, sjást leikandi í gegnum litla stjörnusjónauka. Daufa gasskýið fór aftur móti framhjá mönnum allt fram á sjötta áratug 20. aldar þegar Stewart Sharpless skráði það á ljósmyndum National Geographic-Palomar Sky Atlas.
Heitu, ungu stjörnur þyrpingarinnar gefa frá sér sterka stjörnuvinda og geislun sem blæs stjörnumyndunarefni í þéttari svæði og hjálpar þannig nýrri kynslóð stjarna að myndast í NGC 6604. Fljótt mun þessi önnur kynslóð stjarna leysa hinar eldri af hólmi því þær björtustu eru svo massamiklar og eyða eldsneyti sínu svo hratt að þær lifa stuttu lífi.
Áhugi stjörnufræðinga á NGC 6604 er ekki aðeins fagurfræðilegur, því út frá þyrpingunni skagar skrítinn stólpi úr heitu, jónuðu gasi. Sambærilegir gasstólpar hafa sést annars staðar í vetrarbrautinni okkar og í öðrum þyrilþokum en NGC 6604 er nærtækasta dæmið og gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka það í smáatriðum.
Þessi tiltekni stólpi (sem stjörnufræðingar kalla oft „stromp“) liggur hornrétt á flöt vetrarbrautarinnar og er hvorki meira né minna en 650 ljósár að lengd. Stjörnufræðingar telja að heitu stjörnurnar í NGC 6604 eigi sök á myndun strompsins en frekari rannsókna er þörf til að skilja til fullnustu þessa óvenjulegu myndun.
Skýringar
[1] Stjörnuhópurinn er kallaður Serpens OB. Fyrri hluti nafnsins vísar til stjörnumerkisins sem hann er í en bókstafirnir OB eiga við um litrófsflokka stjarnanna. O og B eru tveir heitustu stjörnuflokkarnir og flestar stjörnur af þessari tegund eru mjög bjartar blá-hvítar stjörnur og lifa tiltölulega stutt.
[2] Nafnið Sh2-54 merkir að fyrirbærið er hið 54. í röðinni í annarri útgáfi Sharpless skrárinnar yfir röfuð vetnisský sem gefin var út árið 1959.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 15 37 35 91
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1218.
Tengdar myndir
- Á þessari mynd, sem tekin var með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sést stjörnuþyrpingin NGC 6604. NGC 6604 er bjarti stjörnuhópurinn ofarlega vinstra megin á myndinni. Hún er ung stjörnuþyrpingin og er þéttasti hlutinn á gisnari hópi sem inniheldur í kringum eitt hundrað skærar blá-hvítar stjörnur. Á myndinni sést líka þokan sem tengist þyrpingunni — ský úr glóandi vetnisgasi sem kallast Sh2-54, og einnig rykský.
- Þessi ljósmynd, sem sýnir svæðið í kringum stjörnuþyrpinguna NGC 6604 í sýnilegu ljósi, var búin til úr myndum sem teknar voru í gegnum bláa, rauða og innrauða síu í Digitzed Sky Survey 2. Stjörnuþyrpingin sést sem bjartur kekkur við miðja mynd. Myndin sýnir landslag gas- og rykskýja sem umlykja þyrpinguna. Sjónsviðið er um það bil 2,9 gráður á breidd. Mynd: ESO og Digitized Sky Survey 2
Krakkavæn útgáfa
Þyrping innan í þyrpingu
Sævar Helgi Bragason 24. apr. 2012 Fréttir
Ný mynd frá ESO sýnir fagra stjörnuþyrpingu innan um landslag gas- og rykskýja.
Þessi nýja mynd af stjörnuþyrpingunni NGC 6604 var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Þyrpingin hverfur gjarnan í skuggann af nágranna sínum, Arnarþokunni, sem er aðeins eitt vænghaf eða svo í burtu. Þessi mynd sýnir aftur á móti vel hve fögur NGC 6604 er út af fyrir sig innan um landslag gas- og rykskýja.
NGC 6604 er bjarti stjörnuhópurinn ofarlega vinstra megin á myndinni. Hún er ung stjörnuþyrpingin og er þéttasti hlutinn á gisnari hópi sem inniheldur í kringum eitt hundrað skærar blá-hvítar stjörnur [1]. Á myndinni sést líka þokan sem tengist þyrpingunni — ský úr glóandi vetnisgasi sem kallast Sh2-54 [2], og einnig rykský.
NGC 6604 er í um 5.500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Höggorminum, um tvær gráður norður af Arnarþokunni á næturhimninum (eso0926). Björtustu stjörnurnar, sem William Herschel skrásetti fyrstur manna árið 1784, sjást leikandi í gegnum litla stjörnusjónauka. Daufa gasskýið fór aftur móti framhjá mönnum allt fram á sjötta áratug 20. aldar þegar Stewart Sharpless skráði það á ljósmyndum National Geographic-Palomar Sky Atlas.
Heitu, ungu stjörnur þyrpingarinnar gefa frá sér sterka stjörnuvinda og geislun sem blæs stjörnumyndunarefni í þéttari svæði og hjálpar þannig nýrri kynslóð stjarna að myndast í NGC 6604. Fljótt mun þessi önnur kynslóð stjarna leysa hinar eldri af hólmi því þær björtustu eru svo massamiklar og eyða eldsneyti sínu svo hratt að þær lifa stuttu lífi.
Áhugi stjörnufræðinga á NGC 6604 er ekki aðeins fagurfræðilegur, því út frá þyrpingunni skagar skrítinn stólpi úr heitu, jónuðu gasi. Sambærilegir gasstólpar hafa sést annars staðar í vetrarbrautinni okkar og í öðrum þyrilþokum en NGC 6604 er nærtækasta dæmið og gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka það í smáatriðum.
Þessi tiltekni stólpi (sem stjörnufræðingar kalla oft „stromp“) liggur hornrétt á flöt vetrarbrautarinnar og er hvorki meira né minna en 650 ljósár að lengd. Stjörnufræðingar telja að heitu stjörnurnar í NGC 6604 eigi sök á myndun strompsins en frekari rannsókna er þörf til að skilja til fullnustu þessa óvenjulegu myndun.
Skýringar
[1] Stjörnuhópurinn er kallaður Serpens OB. Fyrri hluti nafnsins vísar til stjörnumerkisins sem hann er í en bókstafirnir OB eiga við um litrófsflokka stjarnanna. O og B eru tveir heitustu stjörnuflokkarnir og flestar stjörnur af þessari tegund eru mjög bjartar blá-hvítar stjörnur og lifa tiltölulega stutt.
[2] Nafnið Sh2-54 merkir að fyrirbærið er hið 54. í röðinni í annarri útgáfi Sharpless skrárinnar yfir röfuð vetnisský sem gefin var út árið 1959.
Frekari upplýsingar
Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Richard Hook
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1218.ESO, La Silla, Paranal, E-ELT and Survey Telescopes Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 15 37 35 91
Tölvupóstur: [email protected]
Tengdar myndir
Krakkavæn útgáfa