Dawn flettir ofan af leyndardómum smástirnisins Vestu
Sævar Helgi Bragason
26. apr. 2012
Fréttir
Yfirborð smástirnisins Vestu er fjölbreyttara en talið var og hitastigsbreytingar miklar samkvæmt niðurstöðum rannsókna Dawn geimfars NASA.
Yfirborð smástirnisins Vestu er fjölbreyttara en talið var og hitastigsbreytingar miklar samkvæmt niðurstöðum rannsókna Dawn geimfars NASA. Geimfarið hefur einnig dregið upp mynd af innri byggingu Vestu en niðurstöðurnar hjálpa vísindamönnum að skilja betur myndun sólkerfisins og þau ferli sem réðu þar mestu um. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi evrópska jarðvísindasambandsins sem fram fór í Vín í Austurríki í vikunni.
Myndir úr myndavél og litrófsrita Dawn, sem teknar voru úr 680 og 210 km hæð yfir Vestu, sýna fjölbreytta flóru steintegunda og bergs á yfirborðinu. Litakóðaðar myndir hjálpa vísindamönnunum að átta sig betur á efnasamsetningu smástirnisins og gera þeim kleift að greina efni sem eitt sinn var bráðið undir yfirborðinu.
Vísindamennirnir fundu augljós merki um brotaberg — berg sem límst hefur saman eftir árekstra geimgrýtis við Vestu. Margar af þeim steintegundum sem Dawn hefur fundið innihalda járn og magnesíum í miklum mæli en slíkar steintegundir finnast yfirleitt í storkubergi (eldfjallabergi) á jörðinni. Í gígbotnum sjást sléttur sem minna einna helst á tjarnir og hafa líklega orðið til þegar fínt ryk féll ofan í dældirnar eftir mikla árekstra.
„Dawn hefur gert okkur kleift að rannsaka ýmsar tegundir bergs á yfirborði Vestu í smáatriðum“ sagði Harald Hiesinger sem starfar við Dawn leiðangurinn hjá Münsterháskóla í Þýskalandi. „Myndirnar benda til þess að fjölbreytt ferli móti yfirborð Vestu.“
Í gíg sem nefnist Tarpeia og er við suðurpól smástirnisins stóra, sýna myndir Dawn björt steindalög í bröttum hlíðum gígsins. Þessar opnur gera jarðfræðingum kleift að lesa jarðsögu smástirnisins eins og opna bók.
Þau lög sem liggja næst yfirborðinu bera merki um mengun frá geimgrýti sem hefur rekist á Vestu, en neðar sjást upprunaleg einkenni þeirra miklu betur. Tíðar skriður í hlíðum gíganna hafa líka leitt í ljós ýmsar aðrar faldar steindir.
„Niðurstöður Dawn benda til að „húð“ smástirnisins sé stöðugt í endurnýjun“ segir Maria Cristina De Santics sem fer fyrir hópi vísindamanna hjá ítölsku stjarneðlisfræðistofnuninni í Róm sem rannsakar litróf af smástirninu.
Dawn hefur líka hjálpað mönnum að skyggnast inn í Vestu og draga upp þrívíða mynd af innviðunum. Með því að mæla mjög vandlega þyngdartog smástirnisins á geimfarið getur Dawn „fundið fyrir“ misþéttum svæðum innan í Vestu. Gögnin sýna þyngdarfrávik við suðurpól smástirnisins þar sem risárekstur sem myndaði dældina Rheasilvia hefur leitt í ljós þétt lag sem liggur undir þynnra yfirborðslagi.
Dawn hefur einnig mælt yfirborðshitastig Vestu mjög nákvæmlega. Mælingarnar sýna hitasveiflur frá -23° þar sem hlýjast er á sólríkustu svæðunum, niður í -100°C á skyggðum svæðum. Þetta er lægsti hiti sem litrófsmælir Dawn er fær um að mæla. Yfirborðið bregst hratt við sólskini en kólnar mjög snögglega þegar þess nýtur ekki eins og búast má við þegar lítill sem enginn lofthjúpur er til að milda sveiflurnar.
„Eftir níu mánuði á hringsóli um Vestu er Dawn smám saman að svipta hulunni af þeim leyndardómum sem hafa umlukið þetta stóra smástirni allt frá því að það fannst“ sagði Carol Raymond, aðstoðarrannsóknarstjóri Dawn við Jet Propulsion Laboratory NASA í Pasadena í Kaliforníu.
Dawn var skotið út í geiminn árið 2007 og hóf rannsóknir á þessu 540 km breiða smástirni um mitt ár 2011. Næsta verkefni geimfarsins verður að rannsaka dvergreikistjörnuna Ceres árið 2015. Þessir tveir stærstu hnettir smástirnabeltisins geyma stóran hluta af sögu sólkerfisins á yfirborðum sínum. Dawn leggur af stað til Ceresar þann 26. ágúst 2012.
Tenglar
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu NASA/JPL
Tengdar myndir
- Dawn geimfarið á sveimi um smástirnið Vestu. Mynd: NASA/JPL-Caltech
- Tarpeia gígurinn á Vestu er 30 km breiður, með skarpar brúnir og að finna við suðurpól smástirnisins, nærri Rheasilvia dældinni. Í bröttum hlíðum hans sjást merki um björt steindabelti. Jarðfræðingar geta lesið jarðsögu smástirnisins með því að skoða þessar opnur. Mynd: NASA/JPL-Caltech
- Hér sjást hæðar- (vinstri) og þyngdarkort (hægri) af suðurpóli Vestu. Útlínur hafa verið dregnar um tvær gamlar árekstradældir, Rheasilvia og Veneneia. Rauður litur sýnir hvar þyngdartogið er mest en dökkblátt hvar það er minnst, mælt í einingunni millígal. Tindurinn í Rheasilvia dældinni sýnir jákvætt þyngdarfrávik sem bendir til þess að skorpan þar sé þéttari og eigi líklega rætur að rekja úr innviðum Vestu eða sé ekki eins sprungin. Þyngdarlægðirnar við brún dældarinnar (dökkbláar) benda líklega til bergs sem er lausara í sér eftir að hafa sprungið við árekstrana tvo. Mynd: NASA/JPL-Caltech
Dawn flettir ofan af leyndardómum smástirnisins Vestu
Sævar Helgi Bragason 26. apr. 2012 Fréttir
Yfirborð smástirnisins Vestu er fjölbreyttara en talið var og hitastigsbreytingar miklar samkvæmt niðurstöðum rannsókna Dawn geimfars NASA. Geimfarið hefur einnig dregið upp mynd af innri byggingu Vestu en niðurstöðurnar hjálpa vísindamönnum að skilja betur myndun sólkerfisins og þau ferli sem réðu þar mestu um. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi evrópska jarðvísindasambandsins sem fram fór í Vín í Austurríki í vikunni.
Myndir úr myndavél og litrófsrita Dawn, sem teknar voru úr 680 og 210 km hæð yfir Vestu, sýna fjölbreytta flóru steintegunda og bergs á yfirborðinu. Litakóðaðar myndir hjálpa vísindamönnunum að átta sig betur á efnasamsetningu smástirnisins og gera þeim kleift að greina efni sem eitt sinn var bráðið undir yfirborðinu.
Vísindamennirnir fundu augljós merki um brotaberg — berg sem límst hefur saman eftir árekstra geimgrýtis við Vestu. Margar af þeim steintegundum sem Dawn hefur fundið innihalda járn og magnesíum í miklum mæli en slíkar steintegundir finnast yfirleitt í storkubergi (eldfjallabergi) á jörðinni. Í gígbotnum sjást sléttur sem minna einna helst á tjarnir og hafa líklega orðið til þegar fínt ryk féll ofan í dældirnar eftir mikla árekstra.
„Dawn hefur gert okkur kleift að rannsaka ýmsar tegundir bergs á yfirborði Vestu í smáatriðum“ sagði Harald Hiesinger sem starfar við Dawn leiðangurinn hjá Münsterháskóla í Þýskalandi. „Myndirnar benda til þess að fjölbreytt ferli móti yfirborð Vestu.“
Í gíg sem nefnist Tarpeia og er við suðurpól smástirnisins stóra, sýna myndir Dawn björt steindalög í bröttum hlíðum gígsins. Þessar opnur gera jarðfræðingum kleift að lesa jarðsögu smástirnisins eins og opna bók.
Þau lög sem liggja næst yfirborðinu bera merki um mengun frá geimgrýti sem hefur rekist á Vestu, en neðar sjást upprunaleg einkenni þeirra miklu betur. Tíðar skriður í hlíðum gíganna hafa líka leitt í ljós ýmsar aðrar faldar steindir.
„Niðurstöður Dawn benda til að „húð“ smástirnisins sé stöðugt í endurnýjun“ segir Maria Cristina De Santics sem fer fyrir hópi vísindamanna hjá ítölsku stjarneðlisfræðistofnuninni í Róm sem rannsakar litróf af smástirninu.
Dawn hefur líka hjálpað mönnum að skyggnast inn í Vestu og draga upp þrívíða mynd af innviðunum. Með því að mæla mjög vandlega þyngdartog smástirnisins á geimfarið getur Dawn „fundið fyrir“ misþéttum svæðum innan í Vestu. Gögnin sýna þyngdarfrávik við suðurpól smástirnisins þar sem risárekstur sem myndaði dældina Rheasilvia hefur leitt í ljós þétt lag sem liggur undir þynnra yfirborðslagi.
Dawn hefur einnig mælt yfirborðshitastig Vestu mjög nákvæmlega. Mælingarnar sýna hitasveiflur frá -23° þar sem hlýjast er á sólríkustu svæðunum, niður í -100°C á skyggðum svæðum. Þetta er lægsti hiti sem litrófsmælir Dawn er fær um að mæla. Yfirborðið bregst hratt við sólskini en kólnar mjög snögglega þegar þess nýtur ekki eins og búast má við þegar lítill sem enginn lofthjúpur er til að milda sveiflurnar.
„Eftir níu mánuði á hringsóli um Vestu er Dawn smám saman að svipta hulunni af þeim leyndardómum sem hafa umlukið þetta stóra smástirni allt frá því að það fannst“ sagði Carol Raymond, aðstoðarrannsóknarstjóri Dawn við Jet Propulsion Laboratory NASA í Pasadena í Kaliforníu.
Dawn var skotið út í geiminn árið 2007 og hóf rannsóknir á þessu 540 km breiða smástirni um mitt ár 2011. Næsta verkefni geimfarsins verður að rannsaka dvergreikistjörnuna Ceres árið 2015. Þessir tveir stærstu hnettir smástirnabeltisins geyma stóran hluta af sögu sólkerfisins á yfirborðum sínum. Dawn leggur af stað til Ceresar þann 26. ágúst 2012.
Tenglar
Vesta á Stjörnufræðivefnum
Dawn geimfarið á Stjörnufræðivefnum
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefnum
Sími: 896-1984
Tölvupóstur: [email protected]
Þetta er þýðing á fréttatilkynningu NASA/JPL
Tengdar myndir