Sýnasöfnunarhylki OSIRIS-REx lenti heilu og höldnu sunnudaginn 24. september
Sunnudaginn 24. september klukkan 14:53 lenti OSIRIS-REx sýnasöfnunarhylki NASA á Jörðinni eftir sjö ára ferðalag um geiminn. Í hylkinu eru 250 grömm af dýrmætu efni af yfirborði smástirnisins Bennu sem gervitunglið sótti í október árið 2020.
OSIRIS-REx er fyrsti sýnasöfnunarleiðangur NASA til smástirnis. Í október árið 2020 snerti gervitunglið yfirborð smástirnisins Bennu með litlum armi, þyrlaði upp litlum steinum og ryki og fangaði.
Heimkomuferlið hófst um 102 þúsund kílómetra frá Jörðinni þegar sýnasöfnunarhylkið losnaði af gervitunglinu og tók stefnuna á Jörðina. Gervitunglið sjálft ræsti hreyfla sína og breytti sporbraut sinni þannig að það geti átt stefnumót við smástirnið Apophis í framtíðinni. Nafn leiðangursins breytist þá í OSIRIS-APEX.
Fjórum klukkustundum síðar snerti hylkið andrúmsloft Jarðar, þá á 44.500 kílómetra hraða á klukkustund. Hylkið byrjaði þá að falla eins og loftsteinn í gegnum lofthjúpinn sem hægði á ferð þess. Hitaskjöldur kom í veg fyrir að hylkið brynni upp.
Í 1,6 km hæð opnaðist aðalfallhíifin og lenti hylkið mjúklega í eyðimörkinni í Utah þrettán mínútum eftir komuna inn í andrúmsloftið. Þar var hylkið sótt með þyrlu og flutt í herstöð, þaðan sem það verður flutt í rannsóknarstofu NASA í Houston í Texas. Þar verða sýnin skrásett, rannsökuð og dreift til vísindamanna um allan heim til frekari rannsókna.
OSIRIS-REx snýr heim með sýni úr smástirni
Sævar Helgi Bragason 22. sep. 2023 Fréttir
Sýnasöfnunarhylki OSIRIS-REx lenti heilu og höldnu sunnudaginn 24. september
Sunnudaginn 24. september klukkan 14:53 lenti OSIRIS-REx sýnasöfnunarhylki NASA á Jörðinni eftir sjö ára ferðalag um geiminn. Í hylkinu eru 250 grömm af dýrmætu efni af yfirborði smástirnisins Bennu sem gervitunglið sótti í október árið 2020.
OSIRIS-REx er fyrsti sýnasöfnunarleiðangur NASA til smástirnis. Í október árið 2020 snerti gervitunglið yfirborð smástirnisins Bennu með litlum armi, þyrlaði upp litlum steinum og ryki og fangaði.
Heimkomuferlið hófst um 102 þúsund kílómetra frá Jörðinni þegar sýnasöfnunarhylkið losnaði af gervitunglinu og tók stefnuna á Jörðina. Gervitunglið sjálft ræsti hreyfla sína og breytti sporbraut sinni þannig að það geti átt stefnumót við smástirnið Apophis í framtíðinni. Nafn leiðangursins breytist þá í OSIRIS-APEX.
Fjórum klukkustundum síðar snerti hylkið andrúmsloft Jarðar, þá á 44.500 kílómetra hraða á klukkustund. Hylkið byrjaði þá að falla eins og loftsteinn í gegnum lofthjúpinn sem hægði á ferð þess. Hitaskjöldur kom í veg fyrir að hylkið brynni upp.
Í 1,6 km hæð opnaðist aðalfallhíifin og lenti hylkið mjúklega í eyðimörkinni í Utah þrettán mínútum eftir komuna inn í andrúmsloftið. Þar var hylkið sótt með þyrlu og flutt í herstöð, þaðan sem það verður flutt í rannsóknarstofu NASA í Houston í Texas. Þar verða sýnin skrásett, rannsökuð og dreift til vísindamanna um allan heim til frekari rannsókna.