Stjörnufræðingar finna tengsl milli vatns og myndunar reikistjarna
Sævar Helgi Bragason
29. feb. 2024
Fréttir
Umtalsvert magn vatnsgufu finnst á svæðum í sólkerfisskífu HL Tauri
Stjörnufræðingar hafa komið auga á vatngsufu á köldum svæðum í skífu umhverfis unga stjörnu þar sem sólkerfi er í mótun. Vatn er talið leika lykilhutverk í myndun reikistjarna en þar til nú höfum við ekki náð að kortleggja dreifingu þess í stöðugri og kaldri sólkerfisskífu – þeirri gerð sem talin er hagstæðust fyrir sólkerfi að verða til.
Vatn er talið eitt af lykilhráefnunum í myndun reikistjarna. Erfitt er að mæla vatn í öðrum sólkerfum frá yfirborði Jarðar, einmitt vegna þess að andrúmsloftið okkar inniheldur mikið magn vatnsgufu.
Til að mæla vatnsgufu í öðru sólkerfið urðu stjörnufræðingar því að reiða sig á ALMA
útvarpssjónaukaröðina sem er í 5000 metra hæð í Atacamaeyðimörkinni í Chile og því hátt yfir mestum hluta vatnsgufunnar í andrúmsloftinu.
Sjónaukanum var beint að ungri stjörnu í mótun, HL Tauri í stjörnumerkinu Nautinu sem er í 450 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og skartar sólkerfisskífu. ALMA fann þar að minnsta kosti þrisvar sinnum meira magn af vatnsgufu en í höfum Jarðar.
Mælingarnar gerðu stjörnufræðingum líka kleift að kortleggja dreifingu vatns á mismunandi svæðum í skífunni. Umtalsvert magn fannst í þekktri geil sem er líklega orðin til af völdum reikistjörnu sem ferðast eins og snjóplógur í gegnum hana og sópar til sín efni.
Mælingar sýna líka að vatnssameindirnar losna af rykögnunum. Rykagnirnar eru einmitt fræin sem mynda reikistjörnurnar á endanum. Talið er að þar sem nógu kalt er fyrir vatn að frjósa á rykagnirnar eigi þær auðveldar með að festast saman.
Þetta bendir til þess að vatnsgufa hafi áhrif á efnasamsetningu reikistjarnanna sem þar eru að myndast. Sambærileg ferli hafa líklegast átt sér stað þegar sólkerfið okkar myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára.
Greint var frá niðurstöðurnum í Nature Astronomy.
Frétt frá ESO
Stjörnufræðingar finna tengsl milli vatns og myndunar reikistjarna
Sævar Helgi Bragason 29. feb. 2024 Fréttir
Umtalsvert magn vatnsgufu finnst á svæðum í sólkerfisskífu HL Tauri
Stjörnufræðingar hafa komið auga á vatngsufu á köldum svæðum í skífu umhverfis unga stjörnu þar sem sólkerfi er í mótun. Vatn er talið leika lykilhutverk í myndun reikistjarna en þar til nú höfum við ekki náð að kortleggja dreifingu þess í stöðugri og kaldri sólkerfisskífu – þeirri gerð sem talin er hagstæðust fyrir sólkerfi að verða til.
Vatn er talið eitt af lykilhráefnunum í myndun reikistjarna. Erfitt er að mæla vatn í öðrum sólkerfum frá yfirborði Jarðar, einmitt vegna þess að andrúmsloftið okkar inniheldur mikið magn vatnsgufu.
Til að mæla vatnsgufu í öðru sólkerfið urðu stjörnufræðingar því að reiða sig á ALMA
útvarpssjónaukaröðina sem er í 5000 metra hæð í Atacamaeyðimörkinni í Chile og því hátt yfir mestum hluta vatnsgufunnar í andrúmsloftinu.
Sjónaukanum var beint að ungri stjörnu í mótun, HL Tauri í stjörnumerkinu Nautinu sem er í 450 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og skartar sólkerfisskífu. ALMA fann þar að minnsta kosti þrisvar sinnum meira magn af vatnsgufu en í höfum Jarðar.
Mælingarnar gerðu stjörnufræðingum líka kleift að kortleggja dreifingu vatns á mismunandi svæðum í skífunni. Umtalsvert magn fannst í þekktri geil sem er líklega orðin til af völdum reikistjörnu sem ferðast eins og snjóplógur í gegnum hana og sópar til sín efni.
Mælingar sýna líka að vatnssameindirnar losna af rykögnunum. Rykagnirnar eru einmitt fræin sem mynda reikistjörnurnar á endanum. Talið er að þar sem nógu kalt er fyrir vatn að frjósa á rykagnirnar eigi þær auðveldar með að festast saman.
Þetta bendir til þess að vatnsgufa hafi áhrif á efnasamsetningu reikistjarnanna sem þar eru að myndast. Sambærileg ferli hafa líklegast átt sér stað þegar sólkerfið okkar myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára.
Greint var frá niðurstöðurnum í Nature Astronomy.
Frétt frá ESO