Sjónaukar á Jörðinni og í geimnum finna fyrstu sönnunargögnin fyrir því að gömul stjarna, sem svipar til sólar, gleypi eigin reikistjörnu
Stjörnufræðingar sem notuðu Gemini South sjónaukann í Chile og NEOWISE gervitunglið urðu vitni að einstökum atburði í fyrsta sinn þegar þau sáu sól, sem svipar til sólarinnar okkar, gleypa eigin reikistjörnu. Samskonar örlög bíða innstu reikistjarnanna í sólkerfinu okkar eftir ríflega 5 milljarða ára.
Í geimnum eru ótal stjörnur á mismunandi aldri. Hægt er að átta sig á þróunarsögu þeirra með því að rannsaka margar sambærilegar stjörnur á mismunandi ævistigum. Þannig höfum við fundið út að sumar eru orðnar svo gamlar að þær nálgast endalok ævi sinnar. Stærstu stjörnurnar deyja með því að springa í tætlur en þær minni deyja hægt og rólega.
Við vitum til dæmis að áður en stjörnur svipaðar sólinni okkar deyja, þenjast þær út eins og blaðra og breytast í rauðar risastjörnur. Við útþensluna vaxa þær hundrað til þúsundfalt og gleypa reikistjörnur sem eru svo óheppnar að vera nærri.
Stjörnufræðingar urðu vitni að nákvæmlega því þegar gaspláneta svipuð Júpíter var hreinlega étin upp til agna af stjörnunni sinni. Stjarnan heitir ZTF SLRN-2020 og er í um 13 þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni okkar.
Þegar stjarnan þandist náðu ystu efnislög hennar að umlykja reikistjörnuna. Núningurinn hægði á reikistjörnunni og minnkaði sporbrautina svo á endanum féll hún inn í stjörnuna sína, eins og loftsteinn að brenna upp í andrúmslofti Jarðar.
Við það jókst birtan frá stjörnunni jókst nokkur hundruðfalt um tíma. Þessi ljósblossi mældist frá Jörðinni með Zwicky Transient Facility (ZTW) mælitækinu á sjónauka í Palomar-stjörnustöðinni í Kaliforníu. Þetta tæki er notað til þess að koma auga á atburði eins og nýstirni, sprengistjörnur eða annað þar sem birtan eykst skyndilega.
Með hjálp Gemini South sjónaukans í Chile og gögn frá NEOWISE gervitunglinu fundust merki um rykslóða í kringum stjörnuna sem til varð eftir atburðinn. Reikistjarnan hafði fleytt kerlingar í gashjúpi stjörnunnar, eins og þegar maður kastar steini á tjörn, og fuðrað upp.
Skýringarmynd sem sýnir gamla stjörnu gleypa eigin reikistjörnu eftir að hafa þanist út og breyst í rauðan risa. Mynd: International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld
Uppgötvunin er mjög lærdómsrík því Merkúríusar, Venusar og sennilega Jarðar líka bíða sömu örlög. Eftir meira en fimm milljarða ára breytist sólin okkar líka í rauða risastjörnu . Nú í fyrsta sinn vitum við nokkurn veginn hvernig það mun eiga sér stað.
Stjörnufræðingar verða vitni að stjörnu gleypa eigin reikistjörnu
Sævar Helgi Bragason 04. maí 2023 Fréttir
Sjónaukar á Jörðinni og í geimnum finna fyrstu sönnunargögnin fyrir því að gömul stjarna, sem svipar til sólar, gleypi eigin reikistjörnu
Stjörnufræðingar sem notuðu Gemini South sjónaukann í Chile og NEOWISE gervitunglið urðu vitni að einstökum atburði í fyrsta sinn þegar þau sáu sól, sem svipar til sólarinnar okkar, gleypa eigin reikistjörnu. Samskonar örlög bíða innstu reikistjarnanna í sólkerfinu okkar eftir ríflega 5 milljarða ára.
Í geimnum eru ótal stjörnur á mismunandi aldri. Hægt er að átta sig á þróunarsögu þeirra með því að rannsaka margar sambærilegar stjörnur á mismunandi ævistigum. Þannig höfum við fundið út að sumar eru orðnar svo gamlar að þær nálgast endalok ævi sinnar. Stærstu stjörnurnar deyja með því að springa í tætlur en þær minni deyja hægt og rólega.
Við vitum til dæmis að áður en stjörnur svipaðar sólinni okkar deyja, þenjast þær út eins og blaðra og breytast í rauðar risastjörnur. Við útþensluna vaxa þær hundrað til þúsundfalt og gleypa reikistjörnur sem eru svo óheppnar að vera nærri.
Stjörnufræðingar urðu vitni að nákvæmlega því þegar gaspláneta svipuð Júpíter var hreinlega étin upp til agna af stjörnunni sinni. Stjarnan heitir ZTF SLRN-2020 og er í um 13 þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni okkar.
Þegar stjarnan þandist náðu ystu efnislög hennar að umlykja reikistjörnuna. Núningurinn hægði á reikistjörnunni og minnkaði sporbrautina svo á endanum féll hún inn í stjörnuna sína, eins og loftsteinn að brenna upp í andrúmslofti Jarðar.
Við það jókst birtan frá stjörnunni jókst nokkur hundruðfalt um tíma. Þessi ljósblossi mældist frá Jörðinni með Zwicky Transient Facility (ZTW) mælitækinu á sjónauka í Palomar-stjörnustöðinni í Kaliforníu. Þetta tæki er notað til þess að koma auga á atburði eins og nýstirni, sprengistjörnur eða annað þar sem birtan eykst skyndilega.
Með hjálp Gemini South sjónaukans í Chile og gögn frá NEOWISE gervitunglinu fundust merki um rykslóða í kringum stjörnuna sem til varð eftir atburðinn. Reikistjarnan hafði fleytt kerlingar í gashjúpi stjörnunnar, eins og þegar maður kastar steini á tjörn, og fuðrað upp.
Skýringarmynd sem sýnir gamla stjörnu gleypa eigin reikistjörnu eftir að hafa þanist út og breyst í rauðan risa. Mynd: International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld
Uppgötvunin er mjög lærdómsrík því Merkúríusar, Venusar og sennilega Jarðar líka bíða sömu örlög. Eftir meira en fimm milljarða ára breytist sólin okkar líka í rauða risastjörnu . Nú í fyrsta sinn vitum við nokkurn veginn hvernig það mun eiga sér stað.