Svarthol komin í bókabúðir
Hvað gerist ef maður dettur ofan í svarthol?
Sævar Helgi Bragason
17. nóv. 2018
Fréttir
Ný bók um svarthol fyrir unga sem aldna komin út
Svarthol eru einhver furðulegustu fyrirbæri alheimsins. Svo ofboðslega stór og ótrúlega sterk, en samt algerlega ósýnileg! Hvernig getur það verið? Og hvernig vitum við þá að þau eru til? Getum við lent í því að svarthol gleypi okkur fyrirvaralaust? Og hvað skyldi gerast ef manneskja steypist ofan í svarthol?
Í þessari bráðnauðsynlegu og stórfróðlegu bók leitast Sævar Helgi Bragason við að svara öllu þessu þannig að allir skilji, um leið og hann segir frá því hvernig svarthol uppgötvuðust og útskýrir hvernig þau virka. Þau eru sannarlega dularfull – en alls ekki svo óskiljanleg! Og kannski er best að segja það strax: það er eiginlega bara alls engin hætta á að maður detti ofan í!
Bókin er komin í allar bókabúðir og hentar öllum forvitnum frá 8 ára og upp úr.
Sjá nánar á Forlagið.is
Svarthol komin í bókabúðir
Hvað gerist ef maður dettur ofan í svarthol?
Sævar Helgi Bragason 17. nóv. 2018 Fréttir
Svarthol eru einhver furðulegustu fyrirbæri alheimsins. Svo ofboðslega stór og ótrúlega sterk, en samt algerlega ósýnileg! Hvernig getur það verið? Og hvernig vitum við þá að þau eru til? Getum við lent í því að svarthol gleypi okkur fyrirvaralaust? Og hvað skyldi gerast ef manneskja steypist ofan í svarthol?
Í þessari bráðnauðsynlegu og stórfróðlegu bók leitast Sævar Helgi Bragason við að svara öllu þessu þannig að allir skilji, um leið og hann segir frá því hvernig svarthol uppgötvuðust og útskýrir hvernig þau virka. Þau eru sannarlega dularfull – en alls ekki svo óskiljanleg! Og kannski er best að segja það strax: það er eiginlega bara alls engin hætta á að maður detti ofan í!
Bókin er komin í allar bókabúðir og hentar öllum forvitnum frá 8 ára og upp úr.
Sjá nánar á Forlagið.is