Kolefni og ævafornt vatn finnst í fyrstu rannsóknum á sýnunum af smástirninu Bennu
Fyrstu rannsóknir á sýnunum sem OSIRIS-REx gervitunglið sótti af smástirninu Bennu sýna að þau innihalda kolefni, vatn og önnur byggingarefni sólkerfisins – sömu efni og við erum búin til úr.
OSIRIS-REx er fyrsti sýnasöfnunarleiðangur NASA til smástirnis. Í október árið 2020 snerti gervitunglið yfirborð smástirnisins Bennu með litlum armi, þyrlaði upp litlum steinum og ryki og fangaði.
Þann 24. september síðastliðinn lenti sýnasöfnunarhylki OSIRIS-REx
gervitunglsins í eyðimörkinni í Utah eftir sjö ára ferðalag um geiminn.
Fræðast má betur um það í YouTube fréttinni hér undir.
Fyrstu sýnin hafa nú verið afhjúpuð og eru þau sannkallaður fjársjóður fyrir vísindafólk um allan heim. Aðeins 1,5 gramm af þeim ríflega 250 grömmum sem safnað var hefur verið skrásett. Meginþorri sýnanna eru af ytra borði sýnasöfnunarhylkisins því enn á eftir að opna aðalhylkið sem varðveitir dýrmætustu sýnin. Það verður gert á næstu vikum.
Fyrirfram var vitað að Bennu er kolefnisríkt smástirni. Það kemur því ekki mjög á óvart að um 5% sýnanna séu kolefni. Hluti þess er bundið í karbónatsteindum sem eru aðallega úr kolefni og súrefni og eru algengar á Jörðinni.
Í sýnunum eru líka leirsteindir sem varðveita líklega elsta vatn sólkerfisins. Að rannsaka þetta vatn er sérsaklega áhugavert því smástirni gætu hafa flutt vatn til Jarðar snemma í sögu sólkerfisins og rennbleytt hana. Um leið báru þau lífræn efnasambönd kolefnis og vetnis, sem hafa einmitt líka fundist í sýnunum frá Bennu. Bennu inniheldur bókstaflega sum af byggingarefnum lífsins.
Dýrmætt ryk og steinar af smástirninu Bennu. Mynd: NASA/Erika Blumenfeld & Joseph Aebersold
Þá hafa brennisteinssambönd fundist í sýnunum. Brennisteinssambönd leika lykilhlutverk í myndun og þróun bergreikistjarnanna og koma líka við sögu í áhugaverðum lífrænum efnahvörfum.
Á endanum verða 70% sýnanna rannsökuð og restin geymd til framtíðar, þegar búið er að finna upp nýjar og enn betri tæki og tól til greininga.
Sýni frá Bennu innihalda byggingarefni lífs og reikistjarna
Sævar Helgi Bragason 12. okt. 2023 Fréttir
Kolefni og ævafornt vatn finnst í fyrstu rannsóknum á sýnunum af smástirninu Bennu
Fyrstu rannsóknir á sýnunum sem OSIRIS-REx gervitunglið sótti af smástirninu Bennu sýna að þau innihalda kolefni, vatn og önnur byggingarefni sólkerfisins – sömu efni og við erum búin til úr.
OSIRIS-REx er fyrsti sýnasöfnunarleiðangur NASA til smástirnis. Í október árið 2020 snerti gervitunglið yfirborð smástirnisins Bennu með litlum armi, þyrlaði upp litlum steinum og ryki og fangaði.
Þann 24. september síðastliðinn lenti sýnasöfnunarhylki OSIRIS-REx gervitunglsins í eyðimörkinni í Utah eftir sjö ára ferðalag um geiminn. Fræðast má betur um það í YouTube fréttinni hér undir.
Fyrstu sýnin hafa nú verið afhjúpuð og eru þau sannkallaður fjársjóður fyrir vísindafólk um allan heim. Aðeins 1,5 gramm af þeim ríflega 250 grömmum sem safnað var hefur verið skrásett. Meginþorri sýnanna eru af ytra borði sýnasöfnunarhylkisins því enn á eftir að opna aðalhylkið sem varðveitir dýrmætustu sýnin. Það verður gert á næstu vikum.
Fyrirfram var vitað að Bennu er kolefnisríkt smástirni. Það kemur því ekki mjög á óvart að um 5% sýnanna séu kolefni. Hluti þess er bundið í karbónatsteindum sem eru aðallega úr kolefni og súrefni og eru algengar á Jörðinni.
Í sýnunum eru líka leirsteindir sem varðveita líklega elsta vatn sólkerfisins. Að rannsaka þetta vatn er sérsaklega áhugavert því smástirni gætu hafa flutt vatn til Jarðar snemma í sögu sólkerfisins og rennbleytt hana. Um leið báru þau lífræn efnasambönd kolefnis og vetnis, sem hafa einmitt líka fundist í sýnunum frá Bennu. Bennu inniheldur bókstaflega sum af byggingarefnum lífsins.
Dýrmætt ryk og steinar af smástirninu Bennu. Mynd: NASA/Erika Blumenfeld & Joseph Aebersold
Þá hafa brennisteinssambönd fundist í sýnunum. Brennisteinssambönd leika lykilhlutverk í myndun og þróun bergreikistjarnanna og koma líka við sögu í áhugaverðum lífrænum efnahvörfum.
Á endanum verða 70% sýnanna rannsökuð og restin geymd til framtíðar, þegar búið er að finna upp nýjar og enn betri tæki og tól til greininga.
Frétt frá NASA