Miðvikudagskvöldið 18. apríl verður TESS geimsjónauka NASA skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. TESS á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins okkar
Miðvikudagskvöldið 18. apríl verður TESS geimsjónauka NASA skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá geimskotinu hér að ofan.
TESS er fyrsta rannsóknartungl NASA sem skotið er á loft með eldflaug SpaceX.
TESS stendur fyrir Transiting Exoplanet Survey Satellite. Gervitunglið er geimsjónauki sem á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins, svokölluðum fjarreikistjörnum , með þvergönguaðferðinni. Lesa má meira um hana í bókinni Geimverur - Leitin að lífi í geimnum .
Sú aðferð gengur út á að stara á 200.000 sólir og greina þá sáralitlu birtuminnkun sem verður þegar reikistjörnur ganga fyrir sólirnar sínar frá jörðu séð.
Frá árinu 2009 hefur Kepler geimsjónauki NASA fundið tæplega 3000 reikistjörnur í öðrum sólkerfum með sömu leitaraðferð.
Til þess að þetta sé hægt er TESS útbúinn fjórum mjög öflugum myndavélum eða ljósmælum.
TESS byggir að ýmsu leyti á Kepler geimsjónaukanum en vaktar talsvert fleiri stjörnur á mun stærra hluta himins. Búist er við því að mörg þúsund reikistjörnur komi í leitirnar, þar af um 300 á stærð við jörðina.
Gagnasafn TESS verður síðan notað til að rannsaka sólkerfin nánar með öðrum sjónaukum, bæði í geimnum og á jörðu niðri.
TESS verður komið fyrir á sporöskjulaga og tveggja vikna langa braut um jörðina sem nær lengst út að braut tunglsins. Minnst verður fjarlægðin frá jörðinni 108.000 km en mest 376.000 km.
Geimskotið verður sýnt í beinni útsendingu og er hægt að fylgjast með því hér að ofan.
TESS geimsjónaukanum skotið á loft
Sævar Helgi Bragason 16. apr. 2018 Fréttir
Miðvikudagskvöldið 18. apríl verður TESS geimsjónauka NASA skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. TESS á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins okkar
Miðvikudagskvöldið 18. apríl verður TESS geimsjónauka NASA skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá geimskotinu hér að ofan.
TESS er fyrsta rannsóknartungl NASA sem skotið er á loft með eldflaug SpaceX.
TESS stendur fyrir Transiting Exoplanet Survey Satellite. Gervitunglið er geimsjónauki sem á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins, svokölluðum fjarreikistjörnum , með þvergönguaðferðinni. Lesa má meira um hana í bókinni Geimverur - Leitin að lífi í geimnum .
Sú aðferð gengur út á að stara á 200.000 sólir og greina þá sáralitlu birtuminnkun sem verður þegar reikistjörnur ganga fyrir sólirnar sínar frá jörðu séð.
Frá árinu 2009 hefur Kepler geimsjónauki NASA fundið tæplega 3000 reikistjörnur í öðrum sólkerfum með sömu leitaraðferð.
Til þess að þetta sé hægt er TESS útbúinn fjórum mjög öflugum myndavélum eða ljósmælum.
TESS byggir að ýmsu leyti á Kepler geimsjónaukanum en vaktar talsvert fleiri stjörnur á mun stærra hluta himins. Búist er við því að mörg þúsund reikistjörnur komi í leitirnar, þar af um 300 á stærð við jörðina.
Gagnasafn TESS verður síðan notað til að rannsaka sólkerfin nánar með öðrum sjónaukum, bæði í geimnum og á jörðu niðri.
TESS verður komið fyrir á sporöskjulaga og tveggja vikna langa braut um jörðina sem nær lengst út að braut tunglsins. Minnst verður fjarlægðin frá jörðinni 108.000 km en mest 376.000 km.
Geimskotið verður sýnt í beinni útsendingu og er hægt að fylgjast með því hér að ofan.