Tólf tungl finnast umhverfis Júpíter
Sævar Helgi Bragason
05. feb. 2023
Fréttir
Konungur reikistjarnanna skartar 92 þekktum tunglum en Satúrnus 83 fylgitunglum
Stjörnufræðingar hafa fundið tólf áður óþekkt tungl á sveimi um Júpíter . Konungur reikistjarnanna skartar því 92 þekktum tunglum þegar þetta er skrifað (í febrúar 2023) en Satúrnus fylgir fast á hæla hans með 83 staðfest fylgitungl.
Tunglin fundust við leit sem fram fór árin 2021 og 2022. Öll eru þau lítil, aðeins nokkrir kílómetrar að stærð, og svo óralangt frá Júpíter að þau eru meira en 340 daga að snúast umhverfis hann.
Níu af tunglunum tólf eru í hópi 71 ystu tunglanna. Umferðartími þeirra er yfir 550 dagar. Þau ganga öll rangælis um Júpíter sem bendir til þess að þau hafi orðið innlyksa á braut um hann.
Fimm af tunglunum tólf eru meira en 8 km í þvermál, svo öll eru frekar smávaxin. Líklega hafa minnstu tunglin orðið til eftir árekstra stærri hnatta í Júpíter-kerfinu.
Þrjú hinna nýfundu tungla ganga réttsælis um Júpíter. Þau urðu því sennilegast til í kringum Júpíter. Tvö þeirra tilheyra hópi tungl sem kallast Himalía-hópurinn og eru þau milli 11 og 12 milljón kílómetra frá Júpíter. Eitt tilheyrir svo Karpo-hópnum sem er 17 milljón km frá Júpíter.
Mjög snúið er að finna ný tungl um gasrisana. Ástæðan er tvíþætt: Tunglin eru afar smá og hverfa í birtunni frá reikistjörnunum. Leit stendur engu að síður yfir að fleiri tunglum í kringum bæði Júpíter og Satúrnus. Leiða má líkum að því að Satúrnus sé sú reikistjarna sem hafi flest fylgitungl.
Upprunaleg frétt
Tólf tungl finnast umhverfis Júpíter
Sævar Helgi Bragason 05. feb. 2023 Fréttir
Konungur reikistjarnanna skartar 92 þekktum tunglum en Satúrnus 83 fylgitunglum
Stjörnufræðingar hafa fundið tólf áður óþekkt tungl á sveimi um Júpíter . Konungur reikistjarnanna skartar því 92 þekktum tunglum þegar þetta er skrifað (í febrúar 2023) en Satúrnus fylgir fast á hæla hans með 83 staðfest fylgitungl.
Tunglin fundust við leit sem fram fór árin 2021 og 2022. Öll eru þau lítil, aðeins nokkrir kílómetrar að stærð, og svo óralangt frá Júpíter að þau eru meira en 340 daga að snúast umhverfis hann.
Níu af tunglunum tólf eru í hópi 71 ystu tunglanna. Umferðartími þeirra er yfir 550 dagar. Þau ganga öll rangælis um Júpíter sem bendir til þess að þau hafi orðið innlyksa á braut um hann.
Fimm af tunglunum tólf eru meira en 8 km í þvermál, svo öll eru frekar smávaxin. Líklega hafa minnstu tunglin orðið til eftir árekstra stærri hnatta í Júpíter-kerfinu.
Þrjú hinna nýfundu tungla ganga réttsælis um Júpíter. Þau urðu því sennilegast til í kringum Júpíter. Tvö þeirra tilheyra hópi tungl sem kallast Himalía-hópurinn og eru þau milli 11 og 12 milljón kílómetra frá Júpíter. Eitt tilheyrir svo Karpo-hópnum sem er 17 milljón km frá Júpíter.
Mjög snúið er að finna ný tungl um gasrisana. Ástæðan er tvíþætt: Tunglin eru afar smá og hverfa í birtunni frá reikistjörnunum. Leit stendur engu að síður yfir að fleiri tunglum í kringum bæði Júpíter og Satúrnus. Leiða má líkum að því að Satúrnus sé sú reikistjarna sem hafi flest fylgitungl.
Upprunaleg frétt