Tvö ný geimför kanna upphaf sólkerfisins
Kjartan Kjartansson
06. jan. 2017
Fréttir
Smástirni frá árdögum sólkerfisins eru viðfangsefni tveggja nýrra könnunarleiðangra sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA samþykkti í vikunni. Tilgangur þeirra er að varpa ljósi á sögu sólkerfisins og myndun reikistjarnanna.
Lucy er könnunarfar sem stefnt er að því að skjóta á loft árið 2021. Megintilgangur þess er að rannsaka svonefnd trójusmástirni. Það er hópur smástirna sem er fastur í þyngdarsviði Júpíters og ganga í tveimur hópum eftir sömu braut og gasrisinn um sólina, annar á undan honum en hinn á eftir. Talið er að trójusmástirnin séu leifar frá fjarlægri fortíð sólkerfisins og að þau hafi jafnvel myndast fjarri núverandi braut Júpíters. Þau eru nokkurs konar sýni af efnunum sem mynduðu ytri reikistjörnur sólkerfisins og geta þess vegna gefið stjörnufræðingum gleggri mynd af uppruna sólkerfisins.
Psyche, sem skotið verður á loft í október árið 2023 ef allt gengur að óskum, á að rannsaka eitt forvitnilegasta smástirnið í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Það er risavaxið smástirni úr málmi sem gengur undir nafninu 16 Psyche. Smástirnið er um þrisvar sinnum lengra frá sólinni en jörðin er og er um 210 kílómetrar að þvermáli.
Ólíkt flestum öðrum smástirnum sem eru aðallega úr bergi eða ís telja vísindamenn að 16 Psyche sé aðallega úr járni og nikkel, líkt og kjarni jarðarinnar. Kenning þeirra er sú að smástirnið gæti verið málmkjarni reikistjörnu sem hefði getað verið á stærð við Mars en missti ytri berglög sín í hörðum árekstrum við önnur fyrirbæri í glundroðanum sem ríkti í sólkerfinu fyrir milljörðum ára.
Þannig gæti Psyche-leiðangurinn gert vísindamönnum betur kleift að skilja hvernig innviðir reikistjarna og annarra hnatta skiptust í mismunandi lög kjarna, möttuls og skorpu snemma í myndunarsögu þeirra. Psyche á að koma að smástirninu árið 2030. Áður verður þyngdarafl jarðar notað til að slöngva geimfarinu áfram árið 2024 og því flogið fram hjá Mars ári síðar.
Bæði verkefnin eru hluti af svonefndum Discovery-leiðöngrum NASA. Það eru hlutfallslega ódýrir og sérhæfðir leiðangrar sem eiga að kanna sólkerfið. Lucy og Psyche voru valin úr hópi fimm tillagana að þessu sinni. Einnig var samþykkt að framlengja fjármögnun NEOCam-verkefnisins í eitt ár til viðbótar. NEOCam-geimsjónaukinn á að fylgjast með svæðum geimsins næst braut jarðar til að reyna koma auga á smástirni sem gætu ógnað henni.
Á meðal annarra Discovery-leiðangra má nefna könnunarfarið Dawn sem hefur rannsakað smástirnin Vestu og Ceres og MESSENGER-leiðangurinn til Merkúríusar. Næsta Discovery-verkefnið er InSight-lendingarfarið sem stefnir á Mars og skotið verður á loft á næsta ári.
Tvö ný geimför kanna upphaf sólkerfisins
Kjartan Kjartansson 06. jan. 2017 Fréttir
Smástirni frá árdögum sólkerfisins eru viðfangsefni tveggja nýrra könnunarleiðangra sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA samþykkti í vikunni. Tilgangur þeirra er að varpa ljósi á sögu sólkerfisins og myndun reikistjarnanna.
Lucy er könnunarfar sem stefnt er að því að skjóta á loft árið 2021. Megintilgangur þess er að rannsaka svonefnd trójusmástirni. Það er hópur smástirna sem er fastur í þyngdarsviði Júpíters og ganga í tveimur hópum eftir sömu braut og gasrisinn um sólina, annar á undan honum en hinn á eftir. Talið er að trójusmástirnin séu leifar frá fjarlægri fortíð sólkerfisins og að þau hafi jafnvel myndast fjarri núverandi braut Júpíters. Þau eru nokkurs konar sýni af efnunum sem mynduðu ytri reikistjörnur sólkerfisins og geta þess vegna gefið stjörnufræðingum gleggri mynd af uppruna sólkerfisins.
Psyche, sem skotið verður á loft í október árið 2023 ef allt gengur að óskum, á að rannsaka eitt forvitnilegasta smástirnið í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Það er risavaxið smástirni úr málmi sem gengur undir nafninu 16 Psyche. Smástirnið er um þrisvar sinnum lengra frá sólinni en jörðin er og er um 210 kílómetrar að þvermáli.
Ólíkt flestum öðrum smástirnum sem eru aðallega úr bergi eða ís telja vísindamenn að 16 Psyche sé aðallega úr járni og nikkel, líkt og kjarni jarðarinnar. Kenning þeirra er sú að smástirnið gæti verið málmkjarni reikistjörnu sem hefði getað verið á stærð við Mars en missti ytri berglög sín í hörðum árekstrum við önnur fyrirbæri í glundroðanum sem ríkti í sólkerfinu fyrir milljörðum ára.
Þannig gæti Psyche-leiðangurinn gert vísindamönnum betur kleift að skilja hvernig innviðir reikistjarna og annarra hnatta skiptust í mismunandi lög kjarna, möttuls og skorpu snemma í myndunarsögu þeirra. Psyche á að koma að smástirninu árið 2030. Áður verður þyngdarafl jarðar notað til að slöngva geimfarinu áfram árið 2024 og því flogið fram hjá Mars ári síðar.
Bæði verkefnin eru hluti af svonefndum Discovery-leiðöngrum NASA. Það eru hlutfallslega ódýrir og sérhæfðir leiðangrar sem eiga að kanna sólkerfið. Lucy og Psyche voru valin úr hópi fimm tillagana að þessu sinni. Einnig var samþykkt að framlengja fjármögnun NEOCam-verkefnisins í eitt ár til viðbótar. NEOCam-geimsjónaukinn á að fylgjast með svæðum geimsins næst braut jarðar til að reyna koma auga á smástirni sem gætu ógnað henni.
Á meðal annarra Discovery-leiðangra má nefna könnunarfarið Dawn sem hefur rannsakað smástirnin Vestu og Ceres og MESSENGER-leiðangurinn til Merkúríusar. Næsta Discovery-verkefnið er InSight-lendingarfarið sem stefnir á Mars og skotið verður á loft á næsta ári.