Webb sér sprengistjörnuleifina 1987A í einstökum smáatriðum
Sævar Helgi Bragason
31. ágú. 2023
Fréttir
Skýrasta innrauða ljósmyndin af frægri sprengistjörnuleif til þessa
Ný mynd Webb geimsjónaukans sýna áður óséðar myndanir í sprengistjörnuleifinni SN 1987A. Myndin er sú skýrasta sem tekin hefur verið af leifunum í innrauðu ljósi og veitir hún vísbendingar um hvernig sprengistjörnuleifar þróast með tímanum.
Í febrúar árið 1987 sást stjarna springa í 168 þúsund ljósára fjarlægð í fylgivetrarbraut okkar Stóra Magellansskýinu. Síðan hafa stjörnufræðingar fylgst grannt með leifunum stjörnunnar þróast og nú er komið að Webb geimsjónaukanum.
Á myndinni er miðja þokunnar eins og skráargat. Þar er þétt gas og ryk sem hefur kastast í kekki þegar leifarnar þeyttust út í geiminn. Rykið er svo þétt að jafnvel nærinnrauða ljósið sem Webb nemur kemst ekki í gegnum. Því bólar enn ekkert á nifteindastjörnu sem líklegast leynist í miðjunni.
Í kringum skráargatið er hringur sem inniheldur bjarta gasbletti eins og perlufesti. Þessi hringur um miðbaug stjörnunnar varð til löngu áður en stjarnan sprakk en þegar höggbylgjan frá henni skellur á efninu í hringnum lýsist það upp. Nú sjást líka blettir handan þessa hring sem eru byrjaðir að lýsast upp af sömu ástæðu.
Utan um beltið eða hringinn í miðjunni sjást svo tveir aðrir daufir gashringir sem eru hluti af stórum, stundaglaslaga gasbólum.
Mynd: NASA, ESA, CSA
Margar þessara myndana hafa áður sést með öðrum sjónaukum en mynd Webbs er einstök. Aldrei áður hefur sprengistjarna sést í viðlíka smáatriðum og jafn skýrt í innrauðu ljósi. Á henni sjást ný smáatriði í leifunum, til dæmis litlar sigðarlaga myndanir í kringum skráargatið sem taldar eru hluti af ytri gaslögum sem köstuðust út í geiminn þegar stjarnan sprakk. Ekki er alveg ljóst hvort þær séu bjartar vegna þess að þær innihaldi mikið efni eða virka einfaldlega þannig vegna sjónarhornsins.
Enn er margt á huldu um þessa fallegu sprengistjönuleif. Vonir standa auðvitað til þess að frekari mælingar með Webb, Hubble og fleiri sjónaukum á Jörðinni og í geimnum í framtíðinni muni vonandi afhjúpa leyndardóma hennar á komandi árum.
Frétt frá NASA
Webb sér sprengistjörnuleifina 1987A í einstökum smáatriðum
Sævar Helgi Bragason 31. ágú. 2023 Fréttir
Skýrasta innrauða ljósmyndin af frægri sprengistjörnuleif til þessa
Ný mynd Webb geimsjónaukans sýna áður óséðar myndanir í sprengistjörnuleifinni SN 1987A. Myndin er sú skýrasta sem tekin hefur verið af leifunum í innrauðu ljósi og veitir hún vísbendingar um hvernig sprengistjörnuleifar þróast með tímanum.
Í febrúar árið 1987 sást stjarna springa í 168 þúsund ljósára fjarlægð í fylgivetrarbraut okkar Stóra Magellansskýinu. Síðan hafa stjörnufræðingar fylgst grannt með leifunum stjörnunnar þróast og nú er komið að Webb geimsjónaukanum.
Á myndinni er miðja þokunnar eins og skráargat. Þar er þétt gas og ryk sem hefur kastast í kekki þegar leifarnar þeyttust út í geiminn. Rykið er svo þétt að jafnvel nærinnrauða ljósið sem Webb nemur kemst ekki í gegnum. Því bólar enn ekkert á nifteindastjörnu sem líklegast leynist í miðjunni.
Í kringum skráargatið er hringur sem inniheldur bjarta gasbletti eins og perlufesti. Þessi hringur um miðbaug stjörnunnar varð til löngu áður en stjarnan sprakk en þegar höggbylgjan frá henni skellur á efninu í hringnum lýsist það upp. Nú sjást líka blettir handan þessa hring sem eru byrjaðir að lýsast upp af sömu ástæðu.
Utan um beltið eða hringinn í miðjunni sjást svo tveir aðrir daufir gashringir sem eru hluti af stórum, stundaglaslaga gasbólum.
Mynd: NASA, ESA, CSA
Margar þessara myndana hafa áður sést með öðrum sjónaukum en mynd Webbs er einstök. Aldrei áður hefur sprengistjarna sést í viðlíka smáatriðum og jafn skýrt í innrauðu ljósi. Á henni sjást ný smáatriði í leifunum, til dæmis litlar sigðarlaga myndanir í kringum skráargatið sem taldar eru hluti af ytri gaslögum sem köstuðust út í geiminn þegar stjarnan sprakk. Ekki er alveg ljóst hvort þær séu bjartar vegna þess að þær innihaldi mikið efni eða virka einfaldlega þannig vegna sjónarhornsins.
Enn er margt á huldu um þessa fallegu sprengistjönuleif. Vonir standa auðvitað til þess að frekari mælingar með Webb, Hubble og fleiri sjónaukum á Jörðinni og í geimnum í framtíðinni muni vonandi afhjúpa leyndardóma hennar á komandi árum.
Frétt frá NASA