Mælingar Webbs sýna að stjarnan er meira en tíu þúsund gráðu heit risastjarna sem er milljón sinnum bjartari en sólin
Árið 2022 fann Hubble geimsjónaukinn Earendel, fjarlægustu stöku stjörnu sem sést hefur í alheiminum til þessa. Hún birtist okkur þegar alheimurinn var innan við eins milljarðs ára gamall. Nú hefur James Webb geimsjónaukinn fylgt mælingunum eftir og komist að því, að Earendel er efnismikil stjarna af B-gerð. Hún er ríflega tvöfalt heitari en sólin okkar og milljón sinnum bjartari.
Stjarnan Earendel er í órafjarlægri vetrarbraut sem aðeins er sýnileg þökk sé mannlegri tækni og náttúrunni. Fyrir framan hana er efnismikil þyrping vetrarbrauta sem kallast WHL0137-08 sem er svo þung að hún sveigir og beygir tímarúmið og virkar eins og náttúrulegt stækkunargler. Þyngdarlinsan magnar upp ljósið frá Earendel og hýsivetrarbraut hennar og gerir okkur kleift að sjá hana með öflugum sjónaukum.
Hýsivetrarbrautin birtist nokkrum sinnum í þyngdarlinsunni en aðeins Earendel sést sem stakur ljósdepill. Þyngdarlinsan magnar ljós hennar upp að minnsta kosti fjögur þúsund sinnum.
Mælingar Webb geimsjónaukans sýna að stjarnan er risastjarna af B-gerð. Slíkar stjörnur eru ríflega 10 þúsund gráðu heitar – tvöfalt heitari en sólin okkar – og um það bil milljón sinnum skærari.
Svo efnismiklar stjörnur hafa gjarnan fylgistjörnur og benda litrófsmælingar Webbs til að svo sé. Í ljósinu sjást merki um kaldari, rauðari fylgistjörnu. Hubble gat ekki numið ljósið frá henni, því vegna útþenslu alheimsins hefur strekkst á bylgjulengd ljóssins og það aðeins greinanlegt með Webb geimsjónaukanum.
Í hýsivetrarbraut Earendel sjást sömuleiðis ung stjörnumyndunarsvæði og kúluþyrpingar í mótun í kringum hana. Einhvern veginn svona hefur Vetrarbrautin okkar verið fyrir 13 milljörðum ára.
Stjarneðlisfræðingar binda varfærnar vonir við að þessar mælingar Webbs séu skref í átt til þess að koma á endanum auga á eina af fyrstu stjörnunum sem lýstu upp alheiminn. Fyrstu stjörnurnar voru sennilega mjög massamiklar og innihéldu aðeins þau tvö hráefni sem urðu til í Miklahvelli, vetni og helíum.
Webb skoðar Earendel, fjarlægustu stjörnu sem fundist hefur
Sævar Helgi Bragason 09. ágú. 2023 Fréttir
Mælingar Webbs sýna að stjarnan er meira en tíu þúsund gráðu heit risastjarna sem er milljón sinnum bjartari en sólin
Árið 2022 fann Hubble geimsjónaukinn Earendel, fjarlægustu stöku stjörnu sem sést hefur í alheiminum til þessa. Hún birtist okkur þegar alheimurinn var innan við eins milljarðs ára gamall. Nú hefur James Webb geimsjónaukinn fylgt mælingunum eftir og komist að því, að Earendel er efnismikil stjarna af B-gerð. Hún er ríflega tvöfalt heitari en sólin okkar og milljón sinnum bjartari.
Stjarnan Earendel er í órafjarlægri vetrarbraut sem aðeins er sýnileg þökk sé mannlegri tækni og náttúrunni. Fyrir framan hana er efnismikil þyrping vetrarbrauta sem kallast WHL0137-08 sem er svo þung að hún sveigir og beygir tímarúmið og virkar eins og náttúrulegt stækkunargler. Þyngdarlinsan magnar upp ljósið frá Earendel og hýsivetrarbraut hennar og gerir okkur kleift að sjá hana með öflugum sjónaukum.
Hýsivetrarbrautin birtist nokkrum sinnum í þyngdarlinsunni en aðeins Earendel sést sem stakur ljósdepill. Þyngdarlinsan magnar ljós hennar upp að minnsta kosti fjögur þúsund sinnum.
Mælingar Webb geimsjónaukans sýna að stjarnan er risastjarna af B-gerð. Slíkar stjörnur eru ríflega 10 þúsund gráðu heitar – tvöfalt heitari en sólin okkar – og um það bil milljón sinnum skærari.
Svo efnismiklar stjörnur hafa gjarnan fylgistjörnur og benda litrófsmælingar Webbs til að svo sé. Í ljósinu sjást merki um kaldari, rauðari fylgistjörnu. Hubble gat ekki numið ljósið frá henni, því vegna útþenslu alheimsins hefur strekkst á bylgjulengd ljóssins og það aðeins greinanlegt með Webb geimsjónaukanum.
Í hýsivetrarbraut Earendel sjást sömuleiðis ung stjörnumyndunarsvæði og kúluþyrpingar í mótun í kringum hana. Einhvern veginn svona hefur Vetrarbrautin okkar verið fyrir 13 milljörðum ára.
Stjarneðlisfræðingar binda varfærnar vonir við að þessar mælingar Webbs séu skref í átt til þess að koma á endanum auga á eina af fyrstu stjörnunum sem lýstu upp alheiminn. Fyrstu stjörnurnar voru sennilega mjög massamiklar og innihéldu aðeins þau tvö hráefni sem urðu til í Miklahvelli, vetni og helíum.
Frétt frá NASA