Um 50 þúsund vetrarbrautir í mismunandi fjarlægð á einni dýpstu mynd Webb-sjónaukans
Stjörnufræðingar hafa birt nýja djúpmynd frá Webb-geimsjónaukanum. Á henni sjást áður óséð smáatriði í vetrarbrautaþyrpingunni Abell 2744, betur þekkt sem Pandóruþyrpingin.
Eitt mikilvægasta verkefni Webb-geimsjónaukans er að koma auga á bjarmann frá fyrstu vetrarbrautirnar sem lýstu upp alheiminn. Markmiðið er að skilja betur þróun vetrarbrauta og þar með sögu alheimsins.
Til þess þarf sjónaukinn stari klukkustundum saman á órafjarlægar þypringar vetrarbrauta. Myndin sem hér birtist er þannig sett saman úr fjórum ljósmyndum sem Webb sjónaukinn tók á 30 klukkustundum samanlegt.
Á myndinni sjást í kringum 50 þúsund ljóslindir, hver ein og einasta vetrarbraut í milljarða ljósára fjarlægð. Sjá má þrjár vetrarbrautaþyrpingar sem eru að renna saman í eina ofurþyrpingu. Bjarti bletturinn með krosshárin er stjarna í Vetrarbrautinni okkar í sömu sjónlínu og þyrpingin.
Þar sem efnið er þéttasta saman og þyngst verður til náttúruleg linsa, þyngdarlinsa, sem magnar upp ljós frá enn fjarlægari vetrarbrautum, miklu lengra í burtu, og virka rauðleitar á myndinni. Linsuhrifin koma til að mynda fram í bjöguðu útliti, bogadregnum línum og sveigjum. Þetta má sjá betur á þysjanlegri mynd .
Webb skyggnist inn í þyrpingu Pandóru
Sævar Helgi Bragason 17. feb. 2023 Fréttir
Um 50 þúsund vetrarbrautir í mismunandi fjarlægð á einni dýpstu mynd Webb-sjónaukans
Stjörnufræðingar hafa birt nýja djúpmynd frá Webb-geimsjónaukanum. Á henni sjást áður óséð smáatriði í vetrarbrautaþyrpingunni Abell 2744, betur þekkt sem Pandóruþyrpingin.
Eitt mikilvægasta verkefni Webb-geimsjónaukans er að koma auga á bjarmann frá fyrstu vetrarbrautirnar sem lýstu upp alheiminn. Markmiðið er að skilja betur þróun vetrarbrauta og þar með sögu alheimsins.
Til þess þarf sjónaukinn stari klukkustundum saman á órafjarlægar þypringar vetrarbrauta. Myndin sem hér birtist er þannig sett saman úr fjórum ljósmyndum sem Webb sjónaukinn tók á 30 klukkustundum samanlegt.
Á myndinni sjást í kringum 50 þúsund ljóslindir, hver ein og einasta vetrarbraut í milljarða ljósára fjarlægð. Sjá má þrjár vetrarbrautaþyrpingar sem eru að renna saman í eina ofurþyrpingu. Bjarti bletturinn með krosshárin er stjarna í Vetrarbrautinni okkar í sömu sjónlínu og þyrpingin.
Þar sem efnið er þéttasta saman og þyngst verður til náttúruleg linsa, þyngdarlinsa, sem magnar upp ljós frá enn fjarlægari vetrarbrautum, miklu lengra í burtu, og virka rauðleitar á myndinni. Linsuhrifin koma til að mynda fram í bjöguðu útliti, bogadregnum línum og sveigjum. Þetta má sjá betur á þysjanlegri mynd .
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur áður beint sjónum sínum að Pandóruþyrpingunni en náði auðvitað ekki að sjá jafn djúpt. Mynd Webb-sjónaukans er bylting.
Næstu skref eru að fylgja mælingunum eftir, mæla vegalengdir og velja viðfangsefni til frekari athuguna sem fram fara sumarið 2023.
Upprunaleg frétt á vef ESA