LHS 475 b er fyrsta bergreikistjarnan á stærð við Jörðina sem James Webb geimsjónaukinn kemur auga á.
Í fyrsta sinn hefur James Webb geimsjónaukinn staðfest tilvist fjarreikistjörnu. Reikistjarnan er í 41 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Áttungnum. Hún kallast LHS 475 b og þótt hún sé næstum alveg jafn stór Jörðinni eru engar líkur á að þar þrífist líf þrífist líf.
Vísbendingar um tilvist reikistjörnunnar komu fyrst fram í mælingum TESS geimsjónauka NASA fyrir nokkrum árum á stjörnunni LHC 475. Stjarnan er rauður dvergur sem er helmingi kaldari en sólin okkar.
TESS beitir þvergönguaðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum, þ.e. sjónaukinn starir á aragrúa stjarna og bíður þess að birtan frá einhverjum þeirra dofni þegar reikistjarna gengur fyrir móðurstjörnuna. Frá Jörðu séð geta aðeins tvær reikistjörnur gengið fyrir sólina, Venus og Merkúríus .
Ekki var hægt að staðfesta tilvist reikistjörnunnar fyrr en NIRSpec litrófsrita Webb var beint að stjörnunni. Vonir stóðu til að hægt yrði að varpa ljósi á samsetningu andrúmsloftsins um reikistjörnuna. Webb er jú eini sjónaukinn sem við höfum sem er fær um að greina andrúmsloft í kringum bergreikistjörnur á stærð við Jörðina.
Það kom því nokkuð á óvart að Webb sæi engin merki um andrúmsloft. Það er þó ekki þar með sagt að reikistjarnan skarti ekki lofthjúpi en til þess að skera úr um það þarf að gera enn enn nákvæmari mælingar síðar á þessu ári.
Ljósferill LHS 475 b þegar hún gekk fyrir móðurstjörnuna sína. Við þvergönguna dofnar ljósið frá stjörnunni lítillega. Mynd: NASA, ESA, CSA, L. Hustak (STScI), K. Stevenson, J. Lustig-Yaeger, E. May (Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory), G. Fu (Johns Hopkins University), og S. Moran (University of Arizona)
Webb fann þó út að LHS 475 b er nokkur hundruð gráðum hlýrri en Jörðin. Sennilega líkist hún því meira Venusi en Jörðinni.
Þessi hái hiti skýrist af því að reikistjarnan er mjög nálægt móðurstjörnunni og fer eina hringferð um hana á aðeins tveimur dögum.
Uppgötvunin sýnir vel hversu megnugur Webb-geimsjónaukinn er í að afhjúpa leyndardóma reikistjarna í fjarlægum sólkerfum.
Við hlökkum til fleiri uppgötvana á komandi misserum og árum.
Webb staðfestir tilvist fjarreikistjörnu í fyrsta sinn
Sævar Helgi Bragason 12. jan. 2023 Fréttir
LHS 475 b er fyrsta bergreikistjarnan á stærð við Jörðina sem James Webb geimsjónaukinn kemur auga á.
Í fyrsta sinn hefur James Webb geimsjónaukinn staðfest tilvist fjarreikistjörnu. Reikistjarnan er í 41 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Áttungnum. Hún kallast LHS 475 b og þótt hún sé næstum alveg jafn stór Jörðinni eru engar líkur á að þar þrífist líf þrífist líf.
Vísbendingar um tilvist reikistjörnunnar komu fyrst fram í mælingum TESS geimsjónauka NASA fyrir nokkrum árum á stjörnunni LHC 475. Stjarnan er rauður dvergur sem er helmingi kaldari en sólin okkar.
TESS beitir þvergönguaðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum, þ.e. sjónaukinn starir á aragrúa stjarna og bíður þess að birtan frá einhverjum þeirra dofni þegar reikistjarna gengur fyrir móðurstjörnuna. Frá Jörðu séð geta aðeins tvær reikistjörnur gengið fyrir sólina, Venus og Merkúríus .
Ekki var hægt að staðfesta tilvist reikistjörnunnar fyrr en NIRSpec litrófsrita Webb var beint að stjörnunni. Vonir stóðu til að hægt yrði að varpa ljósi á samsetningu andrúmsloftsins um reikistjörnuna. Webb er jú eini sjónaukinn sem við höfum sem er fær um að greina andrúmsloft í kringum bergreikistjörnur á stærð við Jörðina.
Það kom því nokkuð á óvart að Webb sæi engin merki um andrúmsloft. Það er þó ekki þar með sagt að reikistjarnan skarti ekki lofthjúpi en til þess að skera úr um það þarf að gera enn enn nákvæmari mælingar síðar á þessu ári.
Ljósferill LHS 475 b þegar hún gekk fyrir móðurstjörnuna sína. Við þvergönguna dofnar ljósið frá stjörnunni lítillega.
Mynd: NASA, ESA, CSA, L. Hustak (STScI), K. Stevenson, J. Lustig-Yaeger, E. May (Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory), G. Fu (Johns Hopkins University), og S. Moran (University of Arizona)
Webb fann þó út að LHS 475 b er nokkur hundruð gráðum hlýrri en Jörðin. Sennilega líkist hún því meira Venusi en Jörðinni.
Þessi hái hiti skýrist af því að reikistjarnan er mjög nálægt móðurstjörnunni og fer eina hringferð um hana á aðeins tveimur dögum.
Uppgötvunin sýnir vel hversu megnugur Webb-geimsjónaukinn er í að afhjúpa leyndardóma reikistjarna í fjarlægum sólkerfum.
Við hlökkum til fleiri uppgötvana á komandi misserum og árum.