Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Stjörnur skoðaðar frá Hótel Rangá

25. des. 2015 Fréttir : Stjarnvísindaárið 2016

Árið 2016 er spennandi stjarnvísindaár. Þótt fáar reikistjörnur verði áberandi á himninum gengur ein þeirra, Merkúríus, fyrir sólina í fyrsta sinn síðan 2006. Tveir geimkannar leggja í leiðangur út í sólkerfið, einn til Mars og einn til smástirnis, auk þess sem nýtt geimfar fer á braut um Júpíter.

Litadýrð Plútós. Mynd: NASA/JHUAPL/SRI

18. des. 2015 Fréttir : Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2015

Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu.

Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir eftir Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helga Bragason

16. des. 2015 Fréttir : Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir

Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir er ný bók fyrir alla sem áhuga hafa á vísindum. Þótt bókin henti fullkomlega fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára, ættu allir sem eldri eru að finna ótalmargt við sitt hæfi í bókinni.

Herbig-Haro 24

16. des. 2015 Fréttir : Mátturinn við fæðingu stjörnu

Í tilefni af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars Episode VII: The Force Awakens, hafa stjörnufræðingar birt mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA af tvíeggja geimgeislasverði.

Geminítar, Vestmannaeyjar, stjörnuhrap, loftsteinahrap

2. des. 2015 Fréttir : Sjáðu bestu loftsteinadrífu ársins 13. og 14. desember

Ef veður leyfir sunnudagskvöldið 13. desember og mánudagskvöldið 14. desember skaltu horfa til himins. Þessi kvöld verður loftsteinadrífan Geminítar (e. Geminids) í hámarki. Geminítar eru oft besta loftsteinadrífa ársins.