Stjarnvísindaárið 2016

Sævar Helgi Bragason 25. des. 2015 Fréttir

Árið 2016 er spennandi stjarnvísindaár. Þótt fáar reikistjörnur verði áberandi á himninum gengur ein þeirra, Merkúríus, fyrir sólina í fyrsta sinn síðan 2006. Tveir geimkannar leggja í leiðangur út í sólkerfið, einn til Mars og einn til smástirnis, auk þess sem nýtt geimfar fer á braut um Júpíter.

  • Stjörnur skoðaðar frá Hótel Rangá

Merkúríus gengur fyrir sól

Aðalgrein: Þverganga Merkúríusar

Merkúríus gengur fyrir sólu 8. nóvember 2006. Mynd: Wikimedia Commons
Merkúríus gengur fyrir sólina hinn 9. maí 2016.

Hinn 9. maí gengur Merkúríus fyrir sólina. Þvergangan hefst þegar Merkúríus gengir inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð kl. 11:13. Kl. 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur kl. 18:41 þegar Merkúríus er kominn allur út fyrir sólskífuna.

Merkúríus er svo smár að hann sést ekki með berum augum bera við skífu sólar. Nauðsynlegt er að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunn eða varpa mynd af sólinni á hvítt spjald. Gæta þarf fyllstu varúðar þegar fylgst er með þvergöngunni.

Reikistjörnurnar 2016

  • Merkúríus sést ekkert fyrstu mánuði ársins en kemur fram undan sól í apríl og verður kvöldstjarna við sólarlag í vestri. Milli 13. og 20. apríl kemst hann hæst upp á himininn (9° séð frá Reykjavík) en birtan fer um leið minnkandi. Í maí gengur hann fyrir sólu. Seint í september sést Merkúríus aftur, þá sem morgunstjarna og verður hæst á lofti í austri í byrjun október.
  • Venus lækkar á lofti í byrjun árs og hverfur smám saman sjónum okkar í janúar eftir að hafa verið áberandi sem morgunstjarna. Venus sést því illa eða alls ekki fram í nóvember þegar hún fer að sjást aftur sem kvöldstjarna. Í desember verður Venus kvöldstjarna í suðri við myrkur og hækkar á lofti dag frá degi.
  • sumarmánuðina en birta hans eykst þegar á líður. Í janúar og fram í marsmánuð rís Mars í suðaustri seint á næturnar og er lágt í suðri við birtingu. Í apríl er hann orðinn álíka bjartur og björtustu fastastjörnur og áberandi rauðleitur. Í apríl rís hann í suðaustri eftir miðnætti og hefur þá fært sig úr Voginni í Naðurvalda, áberandi bjartur en lágt á himni. Í maí er Mars í gagnstöðu við sól. Mars sést síðan illa eða alls ekki fram í nóvember þegar hann sést sem kvöldstjarna, lágt á lofti sem fyrr. Í desember er hann orðinn fremur daufur.

  • Júpíter er bjartasta stjarnan á næturhiminum, rís síðla kvölds og er á lofti fram í birtingu fram á sumarmánuðinum í Ljónsmerkinu. Hinn 8. mars er Júpíter í gagnstöðu við sól og þá í hásuðri á miðnætti. Í ágúst er Júpíter kvöldstjarna en mjög lágt á lofti. Hann sést svo ekkert í september en verður áberandi sem kvöldstjarna þeagr líður á október, þá kominn yfir í Meyjuna. Í nóvember og desember er Júpíter hátt á lofti, bjartur og áberandi í suðri í birtingu.
  • Satúrnus er morgunstjarna fyrri hluta ársins. Hann er mjög lágt á lofti á suðurhimni í stjörnumerkinu Naðurvalda áður en birtir af degi og liggur því fremur illa við athugun. Með sjónauka sést að norðurhlið hringanna snúa að Jörðinni. Satúrnus sést ekkert síðari hluta ársins.
  • Úranus er í Fiskunum allt árið og sést tæplega nema með sjónauka. Hinn 10. október er Úranus í gagnstöðu við sól, þá í hásuðri á miðnætti og á lofti frá sólsetri til sólarupprásar og liggur þá best við athugun.
  • Neptúnus er í Vatnsberanum allt árið og sést því best á kvöldhimni síðari hluta ársins. Hann er í gagnstöðu við sól 2. september en birtustig hans er +8 svo nota þarf sjónauka til að sjá hann.

Í hverjum mánuði eru birtar ítarlegri upplýsingar um stöðu reikistjarnanna á himninum undir „Stjörnuhimininn í X-mánuði“.

Tunglið 2016

Aðalgrein: Tunglið árið 2016

Nýtt tungl kl.   Fyrsta kvartil kl.   Fullt tungl kl.   Síðasta kvartil kl.
                  2. janúar
05:30
10. janúar
01:31   16. janúar
23:26   24. janúar
01:46   1. febrúar
03:28
8. febfrúar
14:39   15. febrúar
07:46   22. febrúar
18:20   1. mars
23:11
9. mars
01:54   15. mars
17:03   23. mars
12:01   31. mars
15:17
7. apríl
11:24   14. apríl
03:59   22. apríl
05:24   30. apríl
03:29
6. maí
19:30   13. maí
17:02   21. maí
21:15   29. maí
12:12
5. júní
03:00   12. júní
08:10   20. júní
11:02   27. júní
18:19
4. júlí
11:01   12. júlí
00:52   19. júlí
22:57   26. júlí
23:00
2. ágúst
20:45   10. ágúst
18:21   18. ágúst
09:27   25. ágúst
03:41
1. september
09:03   9. september
11:49   16. september
19:05   23. september
09:56
1. október
00:12   9. október
04:33   16. október
04:23   22. október
19:14
29. október
17:38   7. nóvember
19:51   14. nóvember
13:52   21. nóvember
08:33
29. nóvember
12:18   7. desember
09:03   14. desember
00:06   21. desember
01:56
29. desember
06:53                  

„Ofurmánar“ 2016 — Stærstu fullu tungl ársins (fullt tungl í jarðnánd)

Fullt tungl kl. Fjarlægð
(km)
Þvermál á himni
(bogamínútur)
Hlutfallsleg
fjarlægð
 
16. september 19:05 364.754 32,76 0,934  
16. október 04:23 358.475 33,33 0,987  
14. nóvember 13:52 356.523 33,52 1,000 Stærsta fulla tungl ársins
14. desember 00:06 359.450 33,24 0,979  

Hlutfallsleg fjarlægð lýsir fjarlægð tunglsins sem hlutfallinu milli jarðfirrðar (0,0) og jarðnándar (1,0).

Myrkvar 2016

Sólmyrkvar

  1. Almyrkvi á sólu 8.-9. mars: Sést frá Indónesíu, ekkert frá Íslandi
  2. Hringmyrkvi á sólu 1. september: Sést frá suðurhluta Afríku, ekkert frá Íslandi

Tunglmyrkvar

  1. Hálfskuggamyrkvi 23. mars: Sést ekki frá Íslandi
  2. Hálfskuggamyrkvi 18. ágúst: Sést ekki frá Íslandi
  3. Hálfskuggamyrkvi 16. september: Sést ekki frá Íslandi

Sólstöður og jafndægur 2016

Vorjafndægur kl.   Sumarsólstöður kl.   Haustjafndægur kl.   Vetrarsólstöður kl.
20. mars 04:31   20. júní 22:35   22. september 14:21   21. desember 10:45

Helstu geimferðir

  • InSight (NASA) er geimfar sem verður skotið á loft milli 4-30. mars 2016 og á að lenda á Mars 28. september 2016. (Hinn 22. desember 2015 frestaði NASA leiðangrinum vegna leka í mælitæki sem ekki tókst að lagfæra í tæka tíð. Líkur eru á að geimfarið fari á loft árið 2018.
  • ExoMars (ESA) er tvö geimför sem skotið verður á loft milli 14-25. mars 2016. ExoMars kanninn fer á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á Mars 19. október 2016.

  • Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni.
  • OSIRIS-REx (NASA) verður skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu).

Heimildir

  1. Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson. Almanak fyrir Ísland 2016, 180. árgangur. Háskóli Íslands
  2. 2016 Phases of the Moon. Fred Espenak, www.astropixels.com
  3. Full Moon at Perigee (Super Moon): 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com
  4. Solstices and Equinoxes: 2001 to 2100. Fred Espenak, www.astropixels.com

– Sævar Helgi Bragason