Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Deildarmyrkvi á sólu 1. júní
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Stjörnuskoðunarfélagið verður með opið hús og kvöldið áður verður boðið upp á fyrirlestur um sólina og sólmyrkva.

VLT sjónauki ESO finnur óvenju skæra en staka ofurstjörnu
Stjörnufræðingar hafa fundið óvenju skæra en staka ofurstjörnu í nálægri vetrarbraut sem er þremur milljón sinnum bjartari en sólin okkar.

Horft djúpt inn í stóran storm á Satúrnusi
VLT sjónauki ESO og Cassini geimfar NASA hafa í sameiningu fylgst með sjaldséðum stormi í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar.

Vetrarbrautin NGC 4214: Rannsóknastöð stjörnumyndunar
Ný mynd Hubblessjónaukans sýnir dvergvetrarbraut sem er sérlega heppileg til rannsókna á stjörnumyndun og þróun stjarna.
