Höggormur á himni - ný mynd frá VISTA sjónauka ESO
Sævar Helgi Bragason
03. jan. 2023
Fréttir
Innrauður sjónauki afhjúpar fæðingarstað stjarna
Á þessari nýju innrauðu ljósmynd frá VISTA sjónauka ESO sést aragrúi stjarna á bakvið daufan bjarma geimþokunnar Sh2-54.
Geimþokur eru risavaxin gas- og rykský sem mynda stundum stjörnur. Rykið gleypir sýnilegt ljós en innrautt ljós kemst nánast óhindrað í gegn. Innrauðir sjónaukar geta því svipt hulunni af og séð það sem leynist innan í þeim. Þess vegna er mikilvægt að rannsaka innrautt ljós til þess að skilja betur myndunarferli stjarna .
Sh2-54 geimþokan tilheyrir stjörnumerkinu Höggorminum og er raunar við hala ormsins eins og aðrar öllu þekktari þokur, Arnarþokan og Omegaþokan . Nafn þokunnar vísar til bandaríska stjörnufræðingsins Steward Sharpless sem skrásetti meira en 300 geimþokur upp úr 1950.
Myndin glæsilega var tekin fyrir kortlagningarverkefni sem kallast VISTA Variables in the Via Láctea eXtended survey eða VVVX. Verkefnið snýst um síendurteknar mælingar á stórum svæðum í Vetrarbrautinni í innrauðu ljósi til þess að skilja betur þróun stjarna.
Gleðilegt nýtt ár stjörnuáhugafólk! Eitt af markmiðum ársins er að endurvekja Stjörnufræðivefinn af værum blundi og birta reglulega myndir og fréttir af því nýjasta sem gerist í heimi stjarnvísinda.
Frétt frá ESO
Höggormur á himni - ný mynd frá VISTA sjónauka ESO
Sævar Helgi Bragason 03. jan. 2023 Fréttir
Innrauður sjónauki afhjúpar fæðingarstað stjarna
Á þessari nýju innrauðu ljósmynd frá VISTA sjónauka ESO sést aragrúi stjarna á bakvið daufan bjarma geimþokunnar Sh2-54.
Geimþokur eru risavaxin gas- og rykský sem mynda stundum stjörnur. Rykið gleypir sýnilegt ljós en innrautt ljós kemst nánast óhindrað í gegn. Innrauðir sjónaukar geta því svipt hulunni af og séð það sem leynist innan í þeim. Þess vegna er mikilvægt að rannsaka innrautt ljós til þess að skilja betur myndunarferli stjarna .
Sh2-54 geimþokan tilheyrir stjörnumerkinu Höggorminum og er raunar við hala ormsins eins og aðrar öllu þekktari þokur, Arnarþokan og Omegaþokan . Nafn þokunnar vísar til bandaríska stjörnufræðingsins Steward Sharpless sem skrásetti meira en 300 geimþokur upp úr 1950.
Myndin glæsilega var tekin fyrir kortlagningarverkefni sem kallast VISTA Variables in the Via Láctea eXtended survey eða VVVX. Verkefnið snýst um síendurteknar mælingar á stórum svæðum í Vetrarbrautinni í innrauðu ljósi til þess að skilja betur þróun stjarna.
Gleðilegt nýtt ár stjörnuáhugafólk! Eitt af markmiðum ársins er að endurvekja Stjörnufræðivefinn af værum blundi og birta reglulega myndir og fréttir af því nýjasta sem gerist í heimi stjarnvísinda.
Frétt frá ESO