Hubble rekur upp vef Tarantúlunnar
Sævar Helgi Bragason
09. jan. 2014
Fréttir
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur náð bestu myndinni hingað til af Tarantúluþokunni
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur náð bestu myndinni hingað til af Tarantúluþokunni, stjörnumyndunarsvæði í nágrannavetrarbraut okkar. Myndin er liður í Hubble Tarantula Treasury Project, verkefni sem snýst um að skilja stjarnfræðilega líkamsbyggingu köngulóarinnar.
Tarantúluþokan er stærsta stjörnumyndunarsvæðið í Stóra Magellansskýinu, einum af næsta nágranna Vetrarbrautarinnar í geimnum. Hubblessjónaukinn hefur nokkrum sinnum áður beint sjónum sínum að henni: Árin 2004, 2010, 2011 og 2012. Þótt þessar eldri myndir séu glæsilegar, er nýja myndin sú dýpsta og nákvæmasta sem tekin hefur verið til þessa.
Myndin var sett saman úr innrauðum mælingum sem gerðar voru í Hubble Tarantula Treasury Project. Innrauðu mælingarnar valda fjólubláu slikjunni sem liggur yfir myndina, djúprauðan lit rykslæðanna og gulleitann blæ stjarnanna.
Tarantúluþokan er dæmi um rafað vetnisský (HII svæði) — stóra þoku úr jónuðu vetnisgasi sem er að geta af sér nýjar stjörnur. Vinstra megin við miðju sést glitrandi stjörnuþyrping, R136. Hún var í fyrstu talin ein risastjarna en síðar kom í ljós að um gríðarmikla þyrpingu var að ræða. Þyrpingin lýsir næstum alla þokuna upp.
Hubble Tarantula Treasury Project snýst um að ljósmynda og skrásetja stjörnur Tarantúluþokunnar og eiginleika þeirra. Athuganirnar munu hjálpa stjörnufræðingum að skilja uppbyggingu þokunnar.
Mynd: NASA, ESA, E. Sabbi (STScI)
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
E-mail: [email protected]
Sími: 8961984
Tengdar myndir
- Innrauð ljósmynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af Tarantúluþokunni, stjörnumyndunarsvæði í nágrannavetrarbraut okkar, Stóra Magellansskýinu. Mynd: NASA, ESA, E. Sabbi (STScI)
- Ljósmynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af Tarantúluþokunni, stjörnumyndunarsvæði í nágrannavetrarbraut okkar, Stóra Magellansskýinu, séð í innrauðu, sýnilegu og útfjólubláu ljósi. Mynd: NASA, ESA, E. Sabbi (STScI)
- Samanburður á innrauðum og sýnilegum ljósmyndum Hubble geimsjónaukans af hluta Tarantúluþokunnar. Mynd: NASA, ESA, E. Sabbi (STScI)
Hubble rekur upp vef Tarantúlunnar
Sævar Helgi Bragason 09. jan. 2014 Fréttir
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur náð bestu myndinni hingað til af Tarantúluþokunni
Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur náð bestu myndinni hingað til af Tarantúluþokunni, stjörnumyndunarsvæði í nágrannavetrarbraut okkar. Myndin er liður í Hubble Tarantula Treasury Project, verkefni sem snýst um að skilja stjarnfræðilega líkamsbyggingu köngulóarinnar.
Tarantúluþokan er stærsta stjörnumyndunarsvæðið í Stóra Magellansskýinu, einum af næsta nágranna Vetrarbrautarinnar í geimnum. Hubblessjónaukinn hefur nokkrum sinnum áður beint sjónum sínum að henni: Árin 2004, 2010, 2011 og 2012. Þótt þessar eldri myndir séu glæsilegar, er nýja myndin sú dýpsta og nákvæmasta sem tekin hefur verið til þessa.
Myndin var sett saman úr innrauðum mælingum sem gerðar voru í Hubble Tarantula Treasury Project. Innrauðu mælingarnar valda fjólubláu slikjunni sem liggur yfir myndina, djúprauðan lit rykslæðanna og gulleitann blæ stjarnanna.
Tarantúluþokan er dæmi um rafað vetnisský (HII svæði) — stóra þoku úr jónuðu vetnisgasi sem er að geta af sér nýjar stjörnur. Vinstra megin við miðju sést glitrandi stjörnuþyrping, R136. Hún var í fyrstu talin ein risastjarna en síðar kom í ljós að um gríðarmikla þyrpingu var að ræða. Þyrpingin lýsir næstum alla þokuna upp.
Hubble Tarantula Treasury Project snýst um að ljósmynda og skrásetja stjörnur Tarantúluþokunnar og eiginleika þeirra. Athuganirnar munu hjálpa stjörnufræðingum að skilja uppbyggingu þokunnar.
Mynd: NASA, ESA, E. Sabbi (STScI)
Tengiliður
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
E-mail: [email protected]
Sími: 8961984
Tengdar myndir